bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Nesbyggð Rallý - Laugardagurinn hafinn! https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=20&t=45278 |
Page 1 of 1 |
Author: | Gunnar_H_G [ Sat 12. Jun 2010 10:52 ] |
Post subject: | Nesbyggð Rallý - Laugardagurinn hafinn! |
![]() Eftir viðburðaríkann föstudag halda 12 bílar í Nesbyggð Rallinu áfram keppni. Í fyrsta sæti eftir föstudaginn eru Hilmar B. Þráinsson og Stefán Jónson(1.sæti) á MMC Lancer en Jón Bjarni Hrólfsson og Borgar Ólafson(2.sæti) eru aðeins einni sekúndu á eftir þeim. 31 sekúnda er í næsta bíl en þar eru þeir Aðalsteinn Jónsson og Heimir Snær Jónsson(3.sætið) á MMC Evolution X, hratt á eftir þeim koma Fylkir Jónsson og Elvar Smári Jónsson(4.sæti) á Subaru Impreza en það skilja aðeins 4 sekúndur af 3. og 4. sætið. Óskar og Valtýr á Peugeot 306 s16 eru á nákvæmlega sama tíma og þeir Sigurður og Guðbjörn á Toyota Celica, Þorsteinn Páll og Ragnar er aðeins 3 sekúndum á eftir þeim og því mikil barátta um 6.sætið. Fimm áhafnir duttu út á föstudeginum en það voru þeir Pétur/Björn(MMC Lancer Evo VI), Einar/Símon(Audi Quattro S2), Halldór/Magnús(Toyota Corolla FX16) og Gunnar og Reynir(Ford Focus). Magnús Þórðarson og Bragi Þórðarson(Subaru Impreza) hófu ekki keppni saman á föstudeginum en það urðu áhafnabreytingar og Bragi Þórðar situr nú í bíl með Baldri Jezorski sem aðstoðarökumaður. Eins og áður kom fram duttu Einar og Símon á Audi Quattro S2(bíl nr.17) úr keppni í gær en þeir keyra þó með í rallinu í dag. Þeir reka lestina og eru 13. í rásröð og mega ekki fara framúr næsta bíl. Tími þeirra á laugardegi er hvorki gildur í Nesbyggð Rallý né Íslandsmeistaramótinu í Rallakstri. 7 sérleiðir eru eftir í Nesbyggð Rallinu á laugardeginum og því gaman rétt að byrja! Fylgist með tímunum í dag á http://www.aifs.is Kv. Gunnar H. G |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |