bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Drift sumarið 2010 https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=20&t=44509 |
Page 1 of 1 |
Author: | Einarsss [ Fri 30. Apr 2010 15:23 ] |
Post subject: | Drift sumarið 2010 |
Nú er að hefjast keppnistímabil fyrir árið 2010 í drifti. Í framhaldi af síðasta keppnistímabili var ákveðið að fela keppnisnefndar Driftdeildar AÍH það verkefni að setja upp nýtt fyrirkomulag í keppnunum. Þetta varð útkoman og hefur verið samþykkt af stjórn driftdeildarinnar. Dæmt svæði Svæðin munu innihalda 3-5 beygjur í hvert sinn. Einungis verður keyrt eitt svæði keppni. Svæðin eru ákveðin af dómurum hverrar keppni fyrir sig. Svæðin verða ákveðin fyrir hverja keppni og gefin út kvöldið fyrir keppni. Það verða 3 dómarar í keppni. Æfing Þar sem lega brautarinnar verður ekki gefin fyrr út en daginn fyrir keppni, hafa allir keppendur sama tækifæri á að æfa sig fyrir keppnina. Keppendur geta beðið dómara um að fylgjast með sér á æfingu og gefið sér ábendingar um línu og hvað betur mætti fara. Þessi möguleiki er aðeins til boða á æfingum. Qualifying / undankeppni Keppandi fær eina upphitunar ferð og svo verður dæmdar næstu 2 ferðir . Samanlögð stig dómara úr betri ferðinni verður deilt í þrennt og mun sú útkoma ákvarða við hvern verður keppt í keppninni til að byrja með. Stigagjöf í undankeppni Gefin verða 0-10 stig fyrir framistöðu í eftirtöldu: 1. Hraði Hraði sem keppendur halda: Inn í beygjuna Í gegnum beygjuna Í gegnum dæmt svæði Reykur 2. Línu í gegnum brautina. Dómarar ákveða „rétta línu og hröðustu“ í gegnum svæðið. Keppendur fá hæstu stig fyrir skera innsta horn beygjunar og halda sem mestum hraða í gegn um svæðið. 3. Gráða Gráða ökutækis á að vera sem mest á hlið á miða við aksturlínu svæðisins , ásamt hæfni keppanda til að viðhalda gráðunni sem lengst. Áhersla verður lögð á hæfni keppandans til að: Vera sem sneggstur að setja sem mestu gráðu þegar lagt er á stað í beygju, sem lengst frá beygju og mögulegt er. Tengja saman beygjur með stöðugu hliðarskriði ökutækis. Halda víðri gráðu ökutækis í sem lengstan tíma. Stjórnun ökutækis með „full opp“ Keppnin Keppnin sjálf er útsláttarkeppni þar sem tveir keppendur berjast á móti hvor öðrum.Tveir keppendur verða í brautinn á sama tíma á eftir hvor öðrum. Þó ekki eins og í twin drifting heldur verður stílað inn á að seinni keppnandinn í brautinni sé að byrja svæðið þegar fyrri er nýbúinn. Það verður farið upphitunarhringur í gegnum svæðið og svo hefst keppnin milli þessa tveggja keppanda. Farnar verða tvær umferðir og skiptast keppendur á að vera á undan. Ef keppendur er jafnir að mati dómara eftir tvær umferðir verður farin þriðja til að skera úr hvor vann. Vinna þarf tvær umferðir til að komast áfram. Keppendur hafa 60 sek til að koma sér í rásmark frá því að þeir eru kallaðir upp. Hér notast dómarar við þær hugmyndir sem dæmt er eftir í undankeppni en eru þó ekki með dómarablöð að skrifa niður heldur dæma einungis um hvor var betri að þeirra mati. Keppandi nýtur vafans ef dómarar eru ekki vissir og þá er sú umferð dæmd jafntefli og farin er önnur umferð. Keppnisdagurinn Dagurinn hefst kl 9:00 með æfingum til kl 12:00, frjáls mæting á æfingar en keppndur verða vera mættir í síðasta lagi kl 12:00. Ef keppandi mætir eftir kl 12:00 þá er hann dottinn úr keppni. KL 12:00-13:00 er Hádegishlé Kl 13:00 Byrjar undankeppni Kl 14:00 Hefst keppni ef að undankeppni er lokið 5 mín reglan Gildir í gegnum keppnina. Ef keppandi sprengir dekk eða eitthvað annað kemur fyrir, hefur keppandi 5 mínútur til að laga vandamálið og mæta klár í slaginn. Umferðin telst töpuð ef keppandi nær ekki að mæta í rásmark innan þessa tíma. Skráning Síðasti frestur til að skrá sig er kl 20:00 kvöldið fyrir keppni. Skráning fer fram á drift.is Dómarar hafa seinasta orðið um úrslit. Mat dómara er hlutlægt og keppendur eru því beðnir um að virða úrslit dómara jafnvel þó þeir séu ósammála. Útskýring á útsláttarkeppni er í meðfylgjandi hefti með mismunandi uppsetningu á “trjám” eftir fjölda keppanda. Smella hér Vonandi að sem flestir taki þátt í keppnum í sumar ef ekki þá að mæta og horfa á ![]() Fyrir hönd keppnisnefndarinnar Einar Sigurðsson ![]() |
Author: | agustingig [ Fri 30. Apr 2010 17:21 ] |
Post subject: | Re: Drift sumarið 2010 |
Flott þetta,, ![]() |
Author: | gulli [ Fri 30. Apr 2010 17:57 ] |
Post subject: | Re: Drift sumarið 2010 |
Mér líst vel á þetta nýja dæmi ![]() |
Author: | arnibjorn [ Fri 30. Apr 2010 23:16 ] |
Post subject: | Re: Drift sumarið 2010 |
Þetta er glæsilegt(og pínu flókið við fyrstu lesningu ![]() Fínt að fara bara til útlanda og koma heim og bara búið að skipuleggja allt ![]() |
Author: | Axel Jóhann [ Sat 01. May 2010 00:10 ] |
Post subject: | Re: Drift sumarið 2010 |
Lýst vel á þetta! ![]() |
Author: | bimmer [ Sat 01. May 2010 00:16 ] |
Post subject: | Re: Drift sumarið 2010 |
arnibjorn wrote: Þetta er glæsilegt(og pínu flókið við fyrstu lesningu ![]() Fínt að fara bara til útlanda og koma heim og bara búið að skipuleggja allt ![]() Er það rétt að þú sért þarna úti í einhverjum mega drift æfingabúðum? |
Author: | arnibjorn [ Sat 01. May 2010 22:50 ] |
Post subject: | Re: Drift sumarið 2010 |
bimmer wrote: arnibjorn wrote: Þetta er glæsilegt(og pínu flókið við fyrstu lesningu ![]() Fínt að fara bara til útlanda og koma heim og bara búið að skipuleggja allt ![]() Er það rétt að þú sért þarna úti í einhverjum mega drift æfingabúðum? Hver lak því?? ![]() ![]() Þetta átti að vera svaka leyndarmál! Búinn að vera á stífum æfingum daglega. |
Author: | gulli [ Tue 04. May 2010 10:49 ] |
Post subject: | Re: Drift sumarið 2010 |
Verður ekki brautinni skipt í 4 svæði ? Þannig að öll brautinn verður notuð yfir þessar 4 keppnir sem verða þarna í sumar ? |
Author: | gstuning [ Tue 04. May 2010 10:53 ] |
Post subject: | Re: Drift sumarið 2010 |
Það á bara eftir að koma í ljós, hægt að hafa þetta á svona margann hátt núna hægt að keyra í báðar áttir þannig að þar sem er keppt er mjög breytanlegt. |
Author: | gulli [ Tue 04. May 2010 11:00 ] |
Post subject: | Re: Drift sumarið 2010 |
gstuning wrote: Það á bara eftir að koma í ljós, hægt að hafa þetta á svona margann hátt núna hægt að keyra í báðar áttir þannig að þar sem er keppt er mjög breytanlegt. Ég skil,, Án þess að ég sé eitthvað að gefa í skyn, en verður þetta ekki með þessu fyrirkomulagi meira aðlagandi fyrir þá sem eru á afl minni bílum að taka þátt ? |
Author: | gstuning [ Tue 04. May 2010 11:06 ] |
Post subject: | Re: Drift sumarið 2010 |
Ég hreinlega get ekki sagt enn aflið er ekki eitt og sér því það er hægt að komast hjá með merkilega lítið. Mjó dekk og mikill þrýstingur og næstum hvað sem er getur slædað. fjöðrun og æfing >> afl |
Author: | Einarsss [ Tue 04. May 2010 11:16 ] |
Post subject: | Re: Drift sumarið 2010 |
það er hægt að búa til mikið af svæðum í brautinni.. t.d hægt að nota eitt svæðið sem inniheldur 5 beygjur í eina keppnina og svo keyra hluta svæðisins í næstu keppni með viðbættum 2-3 beygjum og keyrt öfugt.. brautin breytist alveg þvílíkt þegar hún er keyrð öfug ![]() Þetta verður mega skemmtilegt sumar í driftinu.. vonandi að það verði góð þáttaka svo þetta verði enn skemmtilegra |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |