bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Leikdagur Fimmtudaginn 1 Apríl https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=20&t=43908 |
Page 1 of 5 |
Author: | Jón Ragnar [ Mon 29. Mar 2010 22:02 ] |
Post subject: | Leikdagur Fimmtudaginn 1 Apríl |
Hæ hó Við ætlum að halda leikdag 1 Apríl (alls ekkert gabb, ég lofa! ![]() Allar tegundir af bílum velkomnar, afturdrifnir, framhjóladrifnir og drifnir allann hringinn Spáir fínu veðri en eflaust miklum kulda, þannig að þið komið vel klædd ![]() *Mynd frá Sæma Boom, Brautin opnar klukkan 13:00 og við hættum að keyra um 17:00 ![]() Réttur hringur Að öðru leiti verður fyrirkomulagið með sama sniði og vanalega: 5 hringir keyrðir í einu og aðeins einn bíll í brautinni í einu. Það sem þarf til að fá að keyra er: Skoðaður bíll eða endurskoðun svo lengi sem að ekki er sett útá öryggisatriði. Framvísa þarf skoðunarvottorði ef að bíll er ekki með fullgilda skoðun. Gilt ökuskírteini Löglegur hjálmur Nagladekk stranglega bönnuð Við mælum svo endilega með því að menn hafi samband við sín tryggingarfélög og fá að vita hvort þeir þurfa viðauka eða ekki. Farþegar eru leyfðir. Bæði ökumenn og farþegar skrifa undir ábyrgðaryfirlýsingu á svæðinu. Gjaldið fyrir að keyra eru 1000 kr fyrir þá sem eru skráðir í DDA og þeir sem eru EKKI meðlimir þurfa að greiða 2000kr Vakin er athygli á að ársgjald DDA 2010 er 3500kr Vegna misskilnings sem virðist hafa komið upp þá finnst mér gott að nefna það að menn þurfa auðvitað að vera í akstursíþróttaklúbbi innan ÍSÍ til að keyra. Semsagt ef þú ert í BA, KK ofl. þá kostar 2000kr. Ef þú ert í DDA þá kostar 1000kr. MIKILVÆGT Nú er komið í gagnið miðasala hjá N1 bæði í Lækjargjötu í hafnarfirði og í reykjanesbæ. Hægt er að kaupa dagskort, bæði innan og utan félags. Það kostar 1000kr fyrir meðlimi og 2000 kr fyrir þá sem eru ekki skráðir meðlimir í DDA. Biðjið bara um dagskort á Rallýkrossbrautina. Það keyrir enginn án miða! Einnig erum við komnir með árskortin til sölu og kosta þá 10.000 kr og fást hjá okkur upp á braut. Þið sem eruð komnir með meðlimaskírteinin skuluð hafa þau meðferðis. Það eru N1 kortin sem þið fenguð send heim nýlega Hér eru svo upplýsingar um hvernig á að skrá sig: http://www.drift.is/skraningifelagid.php Muna svo: Áhorfendur eiga ekki að leggja inní pitt, þeir skulu leggja hægra megin við brautina. Keyra varlega á malarveginum upp að braut. Koma með góða skapið Vona að ég sé ekki að gleyma neinu! mbk Jón Ragnar og hinir driftkrakkarnir |
Author: | doddi1 [ Mon 29. Mar 2010 22:31 ] |
Post subject: | Re: Leikdagur Fimmtudaginn 1 Apríl |
![]() ![]() af hverju er ég ekki að trúa þessu? |
Author: | arnibjorn [ Mon 29. Mar 2010 22:32 ] |
Post subject: | Re: Leikdagur Fimmtudaginn 1 Apríl |
doddi1 wrote: :lol: ![]() af hverju er ég ekki að trúa þessu? Þetta er ekki neitt aprílgabb. Þetta hittir bara á frídag og við vorum búin að ákveða að hafa æfingu um páskahelgina. |
Author: | SteiniDJ [ Mon 29. Mar 2010 22:38 ] |
Post subject: | Re: Leikdagur Fimmtudaginn 1 Apríl |
Right. Ég var kallaður á aukavakt og verð valinn starfsmaður ársins þann fyrsta apríl, þannig ég kemst ekki. |
Author: | arnibjorn [ Mon 29. Mar 2010 22:43 ] |
Post subject: | Re: Leikdagur Fimmtudaginn 1 Apríl |
SteiniDJ wrote: Right. Ég var kallaður á aukavakt og verð valinn starfsmaður ársins þann fyrsta apríl, þannig ég kemst ekki. Ég er reyndar líka að vinna þannig að ég kemst ekki heldur ![]() En Jón og Anna standa vaktina í þetta skiptið. |
Author: | Aron Andrew [ Tue 30. Mar 2010 00:42 ] |
Post subject: | Re: Leikdagur Fimmtudaginn 1 Apríl |
Jón var ekki búið að breyta árgjaldinu? ![]() |
Author: | hjolli [ Tue 30. Mar 2010 00:51 ] |
Post subject: | Re: Leikdagur Fimmtudaginn 1 Apríl |
heelvítis, drift byrjað og bíllinn minn gæti varla verið minna tilbúinn :l |
Author: | dofri1 [ Tue 30. Mar 2010 01:09 ] |
Post subject: | Re: Leikdagur Fimmtudaginn 1 Apríl |
ferlega væri ég til í að eiga framdempara núna.. væri geðveikt til í að mæta |
Author: | Axel Jóhann [ Tue 30. Mar 2010 18:15 ] |
Post subject: | Re: Leikdagur Fimmtudaginn 1 Apríl |
Djöö, ég hugsa að ég mæti bara. ![]() |
Author: | hjolli [ Tue 30. Mar 2010 18:19 ] |
Post subject: | Re: Leikdagur Fimmtudaginn 1 Apríl |
Axel Jóhann wrote: Djöö, ég hugsa að ég mæti bara. ![]() fæ ég að sitja í? |
Author: | MR.BOOM [ Tue 30. Mar 2010 18:26 ] |
Post subject: | Re: Leikdagur Fimmtudaginn 1 Apríl |
Er þessi leikdagur eingöngu fyrir BMWkraft????? Ef svo er ekki reynið þá að vinna vinnuna ykkar sómasamlega........... |
Author: | Jón Ragnar [ Tue 30. Mar 2010 18:53 ] |
Post subject: | Re: Leikdagur Fimmtudaginn 1 Apríl |
MR.BOOM wrote: Er þessi leikdagur eingöngu fyrir BMWkraft????? Ef svo er ekki reynið þá að vinna vinnuna ykkar sómasamlega........... Vissi að ég gleymdi einhverju ![]() |
Author: | agustingig [ Tue 30. Mar 2010 19:00 ] |
Post subject: | Re: Leikdagur Fimmtudaginn 1 Apríl |
Mæti að horfa á. MR.BOOM wrote: Er þessi leikdagur eingöngu fyrir BMWkraft????? Ef svo er ekki reynið þá að vinna vinnuna ykkar sómasamlega........... Væri nokkuð séns að þú gætir smellt einni eða tvemur myndum af hræinu mínu? ![]() ![]() |
Author: | ingo_GT [ Tue 30. Mar 2010 19:47 ] |
Post subject: | Re: Leikdagur Fimmtudaginn 1 Apríl |
Helvítis efast um að ég nái að klára e36 og fara með hann í skoðun nóu tímalega ![]() Mun allavega mæta og koma að horfa á ![]() |
Author: | arnibjorn [ Tue 30. Mar 2010 20:26 ] |
Post subject: | Re: Leikdagur Fimmtudaginn 1 Apríl |
MR.BOOM wrote: Er þessi leikdagur eingöngu fyrir BMWkraft????? Ef svo er ekki reynið þá að vinna vinnuna ykkar sómasamlega........... Hættu þessum stælum. Jón Ragnar er ekki vanur að gera auglýsingar fyrir driftæfingar og hefur gleymt að setja þetta á l2c í þetta skiptið. Reyndu einu sinni að pósta á jákvæðu nótunum gamli ![]() |
Page 1 of 5 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |