bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Kveikjulok með eða án vacuum flýtingu. https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=20&t=41900 |
Page 1 of 1 |
Author: | gstuning [ Tue 22. Dec 2009 15:04 ] |
Post subject: | Kveikjulok með eða án vacuum flýtingu. |
Eldri kveikjukerfi notuðust við knastás drifin kveikjuhamar sem neistaði alltaf þegar ákveðnum punkti var náð inní kveikjunni. Þetta gékk ágætlega fyrir 100árum eða svo. ![]() Enn menn komust svo að því að föst kveikja dugar ekki til að hámarka vélina og fóru þeir að setja lóð inní kveikjuna sem breytu flýtingunni er snúningurinn jókst. Þetta bætti hlutina töluvert enn samt var þetta þá engann veginn nógu gott því það þurfti þá að stilla þetta til að hámarka vélina bara í botni og allstaðar annarstaðar var flýtingin ekki næg. Vacuum stýring bætist þá á og jók því flýtinguna er vacuum jókst. Þetta náði töluvert að bæta rétta flýtingu Þegar menn voru svo að "tjúna" þessar kveikjur til þá voru þeir helst að skipta út lóðunum og fá þannig nýja kveikjuflýtingar kúrvu. Þetta var svakalegt sport í gamla daga. Á meðan flestum dugaði að flýta kveikjunni bara alveg allstaðar undir öllum kringumstæðum til að picka upp nokkur hestöfl on top. Þessar kveikjur breyttu ekki ef loftið var heitt eða kalt eða hversu heit eða köld vélin var, eða um boost(nema að hafa verið hönnuð til að leyfa seinkun undir boosti) var að ræða og svo fram eftir götunum,. Seinna meir þá voru utanáliggjandi kveikjumagnararnir þannig að í þeim var aukinn búnaður til að seinka eða flýta kveikjunni. |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |