bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Hvernig er kveikjuflýting ákvörðuð
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=20&t=41898
Page 1 of 1

Author:  gstuning [ Tue 22. Dec 2009 14:53 ]
Post subject:  Hvernig er kveikjuflýting ákvörðuð

Ég ætla að reyna halda þessu einföldu enn ef eitthvað er óljóst þá bara spyrja.

Það eru ótrúlega margir hlutir sem hafa áhrif á hvernig kveikjuflýting skal vera og ætla ég ekki að fara yfir þá.
Enn á einfaldann hátt þá er helsti ákvarðari um flýtingu "brennslu tími". Og það mikilvægasta sem hefur áhrif á brennslu tíma er

Oktan
Lofthiti
Bensin mixtura (Lambda / AFR )
Þjappa
Mixturu density (soggreinar þrýstingur / loftflæði )

Nokkrar þumalputta reglur í sambandi við kveikjuflýtingu.

Lítill vélarhraði = mikil flýting
Mikill vélarhraði = lítil flýting
Lítið "load" = meiri flýting
Mikið "load" = minni flýting.

"load" er beint samband við Volumetric efficiency sem er áfram beint samband við tog kúrvuna.
Load er ekki miðað út frá soggreinar þrýsting eingöngu.

Hérna sést ágætlega hvernig M20B25 með megasquirt tölvu lookar.
Sést hvernig flýtingin minnkar aðeins í kringum hámarkstog.

Image

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/