bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Auto X áhugi?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=20&t=41760
Page 1 of 7

Author:  Einarsss [ Mon 14. Dec 2009 18:37 ]
Post subject:  Auto X áhugi?

Hef verið að velta fyrir mér hvort menn hefðu áhuga á AutoX keppni í sumar? Fyrir mitt leyti þá væri ég alveg til í að taka þátt, hugsa að það gæti verið hrikalega skemmtilegt fyrir alla þar sem ekki þarf klikkað afl og reynir frekar á hæfni ökumanns og getu bílsins í legu.

Er bara að kanna áhugan og svo er aldrei að vita hvað kemur útúr því ef áhugi er mikill :)

Hef ekki kynnt mér þetta hrikalega mikið en er keppt í flokkum eins og 4wd, rwd,fwd?

og plís ekki haka við Já eins og margir gera, sem vita það að þeir myndu ekki þora að mæta á public atburði við ótta að gera sig að athlægi .. (eins og wannabe's sem segjast ætla mæta uppá braut :lol: )

Author:  Einarsss [ Mon 14. Dec 2009 18:39 ]
Post subject:  Re: Auto X áhugi?

Er ekki að tala um að halda mótaröð heldur bara eina keppni til skemmtunar.

Author:  T-bone [ Mon 14. Dec 2009 18:49 ]
Post subject:  Re: Auto X áhugi?

Ég verð nú bara að játa að ég er ekki alveg klár á því hvað Auto-X er. Væri ekki sniðugt að útskýra það örlítið fyrir imba eins og mig... og kannski fleiri ef það er einhver annar sem veit ekki hvað þetta er...

Author:  ///M [ Mon 14. Dec 2009 18:51 ]
Post subject:  Re: Auto X áhugi?

pacifica wrote:
Ég verð nú bara að játa að ég er ekki alveg klár á því hvað Auto-X er. Væri ekki sniðugt að útskýra það örlítið fyrir imba eins og mig... og kannski fleiri ef það er einhver annar sem veit ekki hvað þetta er...


http://en.wikipedia.org/wiki/Autox


Það er algjör synd að þetta skuli ekki vera stundað hérna!

Maður sér alltaf reglulega fólk pósta myndum úr autox keppnum úti og þetta virðist vera alveg ótrúlega gaman --- og ódýrt :)

Image

Author:  Einarsss [ Mon 14. Dec 2009 18:53 ]
Post subject:  Re: Auto X áhugi?

basicly stutt braut lögð á stóru plani og uppsett með keilum .. reynt að ná sem bestum tíma í gegnum brautina.

Væri upplagt að setja upp svona braut á base-inu í keflavík

Author:  Einarsss [ Mon 14. Dec 2009 18:54 ]
Post subject:  Re: Auto X áhugi?

///M wrote:

Það er algjör synd að þetta skuli ekki vera stundað hérna!

Maður sér alltaf reglulega fólk pósta myndum úr autox keppnum úti og þetta virðist vera alveg ótrúlega gaman --- og ódýrt :)




nkl, örugglega mega gaman, einfalt að setja upp og kostar mann nánast bara bensín :)

Var ekki ein keppni haldin hérna sem stebbi vann á NJ?

Author:  T-bone [ Mon 14. Dec 2009 18:56 ]
Post subject:  Re: Auto X áhugi?

Þetta hljómar mega vel. Ég myndi klárlega reyna að taka þátt í svona hérna heima!

Þetta er líka mega sniðugt því að þetta er ekki einskorðað við RWD eða eitthvað annað. Um að gera að hafa bara nokkra flokk :thup:

Author:  ///M [ Mon 14. Dec 2009 19:00 ]
Post subject:  Re: Auto X áhugi?

einarsss wrote:
///M wrote:

Það er algjör synd að þetta skuli ekki vera stundað hérna!

Maður sér alltaf reglulega fólk pósta myndum úr autox keppnum úti og þetta virðist vera alveg ótrúlega gaman --- og ódýrt :)




nkl, örugglega mega gaman, einfalt að setja upp og kostar mann nánast bara bensín :)

Var ekki ein keppni haldin hérna sem stebbi vann á NJ?


Held það hafi verið tvær og í bæði skiptin toyota unnið :D En ég er ekki viss.. orðið langt síðan.

Author:  Dóri- [ Mon 14. Dec 2009 19:18 ]
Post subject:  Re: Auto X áhugi?

ég væri mega til í tímatöku upp á braut, bara banna slikka :D

Ekkert fancy neitt bara einhvern gaur með blað og skeiðklukku og taka svo 6-7 hringi.

Author:  arnibjorn [ Mon 14. Dec 2009 19:29 ]
Post subject:  Re: Auto X áhugi?

Ég myndi taka þátt.

Bara redda plani og böns af keilum. Reyna að fá þær lánaðar hjá vegagerðinni ef það er hægt. Svona keilur eru fáránlega dýrar :D

Author:  Kristjan [ Mon 14. Dec 2009 19:44 ]
Post subject:  Re: Auto X áhugi?

Ég tók þátt í þessu fyrir löngu síðan á Golf GTI, kunni ekkert að keyra og lenti í 8 sæti eða eitthvað, næst síðastur.

Stefán vann held ég á 325 Turbo

Author:  gunnar [ Mon 14. Dec 2009 20:53 ]
Post subject:  Re: Auto X áhugi?

Myndi bókað taka þátt ef aðstæður hittu þannig á :thup:

Author:  siggir [ Mon 14. Dec 2009 21:06 ]
Post subject:  Re: Auto X áhugi?

Ég er í það minnsta til í að aðstoða við skipulag og framkvæmd á svona keppni :)

Author:  gstuning [ Mon 14. Dec 2009 21:44 ]
Post subject:  Re: Auto X áhugi?

Það var nú stofnaður klúbbur undir svona einu sinni og héldum við keppnir niður á hafnarbakka og var alveg geðveikt gamann.
Var svo haldið á go-kart brautinni í keflavik og einu sinni á akureyri.

Það hefur voða lítið að segja um bílinn , þetta er meira ökumaðurinn og hversu vel hann þekkir sinn bíl.

Það væri nú alveg hægt að hafa bara tíma keppnir á akstursbrautinni í sumar og einhver verðlaun og svona.
Það er gamann að drifa, enn stundum er svo góð keppni að keppa við tímann .

Author:  Daníel [ Mon 14. Dec 2009 21:47 ]
Post subject:  Re: Auto X áhugi?

Ég væri alveg til í að prófa þetta. Væri ekki alveg eins hægt að hafa þetta upp á braut, skella upp nokkrum keilum sums staðar til að gera smá kúnstir?

Page 1 of 7 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/