bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Driftæfing laugardaginn 3. okt
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=20&t=40237
Page 1 of 2

Author:  arnibjorn [ Thu 01. Oct 2009 20:33 ]
Post subject:  Driftæfing laugardaginn 3. okt

Hæ hó

Það spáir sól og 2°c hita þannig að það verður fínt að spóla en mætið vel klædd!!

Image
*Mynd frá Sæma Boom,

Brautin opnar klukkan 13:00 og við hættum að keyra um 17:00 ;)

Réttur hringur

Að öðru leiti verður fyrirkomulagið með sama sniði og vanalega:

5 hringir keyrðir í einu og aðeins einn bíll í brautinni í einu.

Það sem þarf til að fá að keyra er:

Skoðaður bíll eða endurskoðun svo lengi sem að ekki er sett útá öryggisatriði. Framvísa þarf skoðunarvottorði ef að bíll er ekki með fullgilda skoðun.
Gilt ökuskírteini
Löglegur hjálmur

Við mælum svo endilega með því að menn hafi samband við sín tryggingarfélög og fá að vita hvort þeir þurfa viðauka eða ekki.

Farþegar eru leyfðir.
Bæði ökumenn og farþegar skrifa undir ábyrgðaryfirlýsingu á svæðinu.

Gjaldið fyrir að keyra eru 1000 kr fyrir þá sem eru skráðir í DDA og ef þú ert ekki skráður í DDA þá er árgjaldið 2000kr og þú færð frítt á fyrstu æfingu.

Vegna misskilnings sem virðist hafa komið upp þá finnst mér gott að nefna það að menn þurfa auðvitað að vera í akstursíþróttaklúbbi innan ÍSÍ til að keyra. Semsagt ef þú ert í BA, KK ofl. þá kostar 2000kr. Ef þú ert í DDA þá kostar 1000kr.


MIKILVÆGT

Nú er komið í gagnið miðasala hjá N1 bæði í Lækjargjötu í hafnarfirði og í reykjanesbæ.

Hægt er að kaupa dagskort, bæði innan og utan félags.

Það kostar 1000kr fyrir meðlimi og 2000 kr fyrir þá sem eru ekki skráðir meðlimir í DDA.

Biðjið bara um dagskort á Rallýkrossbrautina.

Það keyrir enginn án miða!


Einnig erum við komnir með árskortin til sölu og kosta þá 10.000 kr og fást hjá okkur upp á braut.

Þið sem eruð komnir með meðlimaskírteinin skuluð hafa þau meðferðis.
Það eru N1 kortin sem þið fenguð send heim nýlega
Hér eru svo upplýsingar um hvernig á að skrá sig:
http://www.drift.is/skraningifelagid.php

Muna svo:
Áhorfendur eiga ekki að leggja inní pitt, þeir skulu leggja hægra megin við brautina.
Keyra varlega á malarveginum upp að braut.
Koma með góða skapið :D

Vona að ég sé ekki að gleyma neinu!

mbk
Árni Björn f. hönd Driftdeildar AÍH

Author:  Axel Jóhann [ Thu 01. Oct 2009 23:13 ]
Post subject:  Re: Driftæfing laugardaginn 3. okt

Ég er no-sjó! :( Mæti þó á vetrarleikdag. :D

Author:  sh4rk [ Fri 02. Oct 2009 07:56 ]
Post subject:  Re: Driftæfing laugardaginn 3. okt

Ég kemst ekki :(

Author:  T-bone [ Fri 02. Oct 2009 13:55 ]
Post subject:  Re: Driftæfing laugardaginn 3. okt

Axel Jóhann wrote:
Ég er no-sjó! :( Mæti þó á vetrarleikdag. :D


Er bíllinn þinn í bænum eða?

Author:  Stefan325i [ Fri 02. Oct 2009 19:51 ]
Post subject:  Re: Driftæfing laugardaginn 3. okt

Helvíti gott ég er enn að keyra á dekkjunum sem ég mætti á seinasta leikdag :?

Ég reyni að mæta ef ég kemst.

Author:  arnibjorn [ Fri 02. Oct 2009 20:03 ]
Post subject:  Re: Driftæfing laugardaginn 3. okt

Stefan325i wrote:
Helvíti gott ég er enn að keyra á dekkjunum sem ég mætti á seinasta leikdag :?

Ég reyni að mæta ef ég kemst.

Þú verður að reyna mæta gamli! Við verðum svalir... tveir E30 að mökka brjál 8)

Og síðan ætlaði ég að sníkja hring hjá þér líka, hef ekki setið í eftir stýrisdobblarann :)

Author:  Grétar G. [ Fri 02. Oct 2009 23:58 ]
Post subject:  Re: Driftæfing laugardaginn 3. okt

Ohhhh mig langar að koma að slátra lúpínum... ennnn nei það er vinnuhelgi :thdown:

Author:  arnibjorn [ Fri 02. Oct 2009 23:58 ]
Post subject:  Re: Driftæfing laugardaginn 3. okt

Það virðist enginn ætla að mæta!!

Nú jæja..... meiri tími á brautinni fyrir mig :twisted:

Author:  siggir [ Sat 03. Oct 2009 00:11 ]
Post subject:  Re: Driftæfing laugardaginn 3. okt

Kannski maður renni við og fái að sitja í :)

Author:  Alpina [ Sat 03. Oct 2009 08:40 ]
Post subject:  Re: Driftæfing laugardaginn 3. okt

Verð í skúrnum ...

menn eru velkomnir ,,

ATH bara E34 og E30 eigendur

Kaldur í boði :thup: :thup:

eftir hádegi

Author:  iar [ Sat 03. Oct 2009 11:15 ]
Post subject:  Re: Driftæfing laugardaginn 3. okt

Ég mæti á "nýja" ! :-)

Author:  arnibjorn [ Sat 03. Oct 2009 11:16 ]
Post subject:  Re: Driftæfing laugardaginn 3. okt

iar wrote:
Ég mæti á "nýja" ! :-)

Góður!

Það er gourmet veður núna!

Ég vil sjá sem flesta uppá braut! Mætiði bara með úlpu og vetlinga :D

Author:  gardara [ Sat 03. Oct 2009 11:17 ]
Post subject:  Re: Driftæfing laugardaginn 3. okt

Er ekki hægt að græja gaslampa upp á braut?

Author:  ingo_GT [ Sat 03. Oct 2009 12:14 ]
Post subject:  Re: Driftæfing laugardaginn 3. okt

Ætla að reyna og koma að horfa á :D

Vonandi að maður fái hring með einhverjum :mrgreen:

Author:  Jón Ragnar [ Sat 03. Oct 2009 12:27 ]
Post subject:  Re: Driftæfing laugardaginn 3. okt

Alpina wrote:
Verð í skúrnum ...

menn eru velkomnir ,,

ATH bara E34 og E30 eigendur

Kaldur í boði :thup: :thup:

eftir hádegi



En þeir sem eiga Gula bíla?
verðum nú að standa saman :lol:

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/