bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Alonso til Ferrari
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=20&t=40211
Page 1 of 1

Author:  zazou [ Wed 30. Sep 2009 17:28 ]
Post subject:  Alonso til Ferrari

Ég ætla bara að tilkynna það að ég er hættur að styðja Ferrari, amk næstu 3 árin.

http://www.mbl.is/mm/sport/formula/2009/09/30/ferrari_stadfestir_radningu_alonso/
Quote:
Ferrariliðið staðfesti í dag, að Fernando Alonso hafi verið ráðinn sem ökuþór til liðsins á næsta ári í stað Kimi Räikkönen. Alonso samdi til þriggja ára.

Þar með er staðfestur margra mánaða þrálátur orðrómur og mesta opinbera leyndarmál formúlunnar í ár verið formlega viðurkennt. Alonso mun hafa Felipe Massa að liðsfélaga.

„Við erum einkar stoltir af því að bjóða velkominn í liðið okkar sigursælan ökuþór, sem sýnt hefur einstaka færni með því að vinna heimsmeistaratitil ökuþóra tvisvar til þessa,“ sagði Stefano Domenicali, liðsstjóri Ferrari í dag.

Líklegt þykir að Räikkönen hverfi aftur til síns fyrra liðs, McLaren og keppi þar samhliða Lewis Hamilton. Finninn vann titil ökuþóra á sínu fyrsta ári með Ferrari, 2007, en hefur dalað allar götur síðan. Því ákvað Ferrari að losa sig við Räikkönen þótt hann hafi verið samningsbundinn liðinu út 2010.

Author:  fart [ Wed 30. Sep 2009 20:00 ]
Post subject:  Re: Alonso til Ferrari

Töluvert meira varið í Alonso sem driver en Raikkonen :thup:

Author:  bimmer [ Wed 30. Sep 2009 20:01 ]
Post subject:  Re: Alonso til Ferrari

Ferrari verða unbeatable núna..... mesti svindlarinn mættur í flottasta liðið.

Author:  Grétar G. [ Thu 01. Oct 2009 00:10 ]
Post subject:  Re: Alonso til Ferrari

Cant beat the.. join them 8)

Author:  Alpina [ Thu 01. Oct 2009 07:10 ]
Post subject:  Re: Alonso til Ferrari

bimmer wrote:
Ferrari verða unbeatable núna..... mesti svindlarinn mættur í flottasta liðið.


mesti cheatarinn tók við af þeim mesta fyrrum

Author:  fart [ Thu 01. Oct 2009 08:13 ]
Post subject:  Re: Alonso til Ferrari

Er Alonso cheater að því að liðið ákvað að svindla?

Author:  Einarsss [ Thu 01. Oct 2009 08:25 ]
Post subject:  Re: Alonso til Ferrari

ætli alonso verði ekki brjálaður þegar massa fer að ganga betur en honum?

Author:  fart [ Thu 01. Oct 2009 09:50 ]
Post subject:  Re: Alonso til Ferrari

Voru ekki McLaren bannaðir fyrir að Njósna um Ferrari? Kemur það Hamilton eitthvað við?

Author:  bimmer [ Thu 01. Oct 2009 10:07 ]
Post subject:  Re: Alonso til Ferrari

fart wrote:
Er Alonso cheater að því að liðið ákvað að svindla?


Tja ef maður trúir því að hann hafi ekkert vitað þá er hann alveg stríheill í því tilviki......

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/