Ég skelti mér á hana í góða veðrinu í gær eftir 2vikna pásu í henni vegna lélegs umgangs og leiðindi í henni.
Fanst alltaf frekar fúlt að mæta þarna búinn að kaupa miða og maður er bara í stórgrítum þarna og vesen.
En við félagarnir fórum samt í gær og hvað.. brautinn hefur sjaldann séð bjartari daga! Hún er stórkostleg.
Búið að yfirfara alla brautina, betrumbæta alla palla og bæta inní lengri köflum með fleyrri pöllum, lítill woopsu kafli kominn niðri í brautinni ásamt böttum í flest öllum beyjum og skemtileg heit, búið er að breyta tveimur af niður/upp brekkunum stóru í stóra U-breyju sem er gamann að spæna í upp sem niður.
Stóru woopsurnar uppfrá eru búnar að tvöfaldast og ég verð bara að segja, brautinn var allt sem maður hefur borgað fyrir síðustu skipti.
Ég mæli eindregin að fólk kíki næst þegar það ætlar að farað hjóla í góða veðrinu því ég veit að ég mun gera það

Vildi bara deila þessu með ykkur, alltaf gaman að sjá menningu þarna og í keppniskapinu.
