bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
LeX Games '09 https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=20&t=39275 |
Page 1 of 2 |
Author: | Aron Andrew [ Wed 19. Aug 2009 13:01 ] |
Post subject: | LeX Games '09 |
Held að þetta sé alveg þess virði að skoða ![]() ![]() Quote: 29. Ágúst er dagur sem verður tileinkaður mörgum helstu jaðar og Mótorsportum á íslandi.
Þar fær hver grein stutta stund til að vera með keppnir og sýningar og kynna sitt sport fyrir almenning. Þéttpökkuð dagskrá, X-ið sér um hörku tónlist allann daginn. Síðan verður party á Sódóma Reykjavík um kvöldið þar sem Dr. Spock sér um að trilla gengið eftir daginn. 50.000kr verða í verðlaun fyrir hverja keppnisgrein. Dagskráin hefst kl 12.00. Þarna verða sýningar og keppnir í sportum eins og: Fjórhjólacross Þétt ráslína af öflugum fjórhjólum sem keppa um holuskotsverðlaun (sá sem er fyrstur í fyrstu begju) og 50.000 fyrir að sigra. Krakkakross Ungir krakkar sem eru á námskeiðum hjá VÍK sýna getu á 65 og 85cc hjólum. Motocross Þar eru boðnir efstu einstaklingar í kvenna,unglinga, B- og Open síðan eru um ca 10 boðin sæti. Aðeins 1 umferð. Holuskotverðlaun og 50.000kr fyrir að sigra. Freestyle Sýning þar sem nokkrir aðilar sýna stökk listir á Motocrosshjólum. Drullupyttur á fjórhjólum Mittisdjúpur pollur með nokrum hliðum útí og stóran stall sem þarf að komast uppá. Bara skemmtun og drulla. Downhill Farið niður bratta brekku á svaka Downhill reiðhjólum, sá sem er með besta tímann vinnur 50.000 kr. Dirt Jump BMX hjól fara í stutta braut fulla af stökkpöllum og setja saman bestu atrennuna. 50.000kr í verðlaun. BMX Nokkrir af færustu BMX hjólamönnum landsins sýna listir sínar. Trial Sýning þar sem sýnt er þetta skemmtilega sport á sérgerðum Motorhjólum. Listflugvélar Nokkrar flottar listflugvélar verða með flotta flug sýningu. Rally Flottir og öflugir 4x4 Rallybílar mætast, einn stendur uppi. 50.000kr í verðlaun. Rallycross Góð sýning þar sem öflugir bílar syna rallycross, með öllum látunum. Torfæra Öflugir torfærubílar keppast í tímaþraut um hver er fljótastur. 50.000kr í verðlaun. Allt á einum degi í Motocross brautinni í Jósepsdal, Bolaöldu, hjá Litlu kaffistofunni á leið til selfoss. |
Author: | arnibjorn [ Wed 19. Aug 2009 13:03 ] |
Post subject: | Re: LeX Games '09 |
Klárt mál að ég kíki á þetta. |
Author: | ValliFudd [ Wed 19. Aug 2009 13:58 ] |
Post subject: | Re: LeX Games '09 |
hljómar MJÖG spennandi ![]() |
Author: | Einarsss [ Wed 19. Aug 2009 14:01 ] |
Post subject: | Re: LeX Games '09 |
Hugsa að maður mæti þarna .. hljómar bara vel ![]() |
Author: | agustingig [ Wed 19. Aug 2009 15:31 ] |
Post subject: | Re: LeX Games '09 |
![]() ![]() |
Author: | arnibjorn [ Tue 25. Aug 2009 15:11 ] |
Post subject: | Re: LeX Games '09 |
Ætla menn að kíkja á þetta? ![]() Veit einhver hvað kostar? |
Author: | agustingig [ Tue 25. Aug 2009 15:26 ] |
Post subject: | Re: LeX Games '09 |
held það sé 1000kall inn..ekki 100% á því samt.. ![]() |
Author: | Dorivett [ Fri 28. Aug 2009 17:08 ] |
Post subject: | Re: LeX Games '09 |
það kostar 1500kr og miðar seldir á n1 bíldshöfða og á staðnum |
Author: | ///M [ Fri 28. Aug 2009 17:11 ] |
Post subject: | Re: LeX Games '09 |
Þarf maður að borga inn á kynningu ![]() |
Author: | Alpina [ Fri 28. Aug 2009 17:18 ] |
Post subject: | Re: LeX Games '09 |
Er þetta ekki svolítil froða ![]() |
Author: | tinni77 [ Fri 28. Aug 2009 18:21 ] |
Post subject: | Re: LeX Games '09 |
maður mætir eflaust, en eitt skil ég ekki, í einhverri auglýsingunni hjá þeim segir að verði að keppa öflugir RC-bílar og eitthvað meira, skrýtið að enginn af þessum RC-gæjum vissi af þessu ![]() |
Author: | Bjöggi [ Sun 30. Aug 2009 21:51 ] |
Post subject: | Re: LeX Games '09 |
Fyrsta opinbera íslenska backflipið er það ekki örugglega? |
Author: | Alpina [ Sun 30. Aug 2009 22:08 ] |
Post subject: | Re: LeX Games '09 |
Bjöggi wrote: http://www.youtube.com/watch?v=l80ncAui03E Fyrsta opinbera íslenska backflipið er það ekki örugglega? Það er búið að gera slíkt áður,,, en official ?? veit ekki |
Author: | Jón Ragnar [ Mon 31. Aug 2009 11:57 ] |
Post subject: | Re: LeX Games '09 |
Alpina wrote: Bjöggi wrote: http://www.youtube.com/watch?v=l80ncAui03E Fyrsta opinbera íslenska backflipið er það ekki örugglega? Það er búið að gera slíkt áður,,, en official ?? veit ekki Þetta er 3ðja skiptið sem þetta er gert á cameru held ég. |
Author: | Einarsss [ Mon 31. Aug 2009 12:39 ] |
Post subject: | Re: LeX Games '09 |
Hvernig fannst ykkur þetta annars? Persónulega var þetta bara gaman, fyrsta skipti sem ég sá motocross keppni og get alveg hugsað mér að mæta á svoleiðis. Alveg vel færir gaurar á BMX hjólunum, gaman að sjá freestyleið hjá þeim og og þegar þeir voru á stökkpöllunum. Eina sem var ekki alveg nógu töff voru torfærugrindurnar .. hefði mátt taka almennilega tímabraut hjá þeim með miklum hraða í hliðarhalla eða bara eins og þeir gera þetta venjulega á alvöru torfærukeppnum. |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |