Held að þetta sé alveg þess virði að skoða

Quote:
29. Ágúst er dagur sem verður tileinkaður mörgum helstu jaðar og Mótorsportum á íslandi.
Þar fær hver grein stutta stund til að vera með keppnir og sýningar og kynna sitt sport fyrir almenning.
Þéttpökkuð dagskrá, X-ið sér um hörku tónlist allann daginn.
Síðan verður party á Sódóma Reykjavík um kvöldið þar sem Dr. Spock sér um að trilla gengið eftir daginn.
50.000kr verða í verðlaun fyrir hverja keppnisgrein. Dagskráin hefst kl 12.00.
Þarna verða sýningar og keppnir í sportum eins og:
Fjórhjólacross
Þétt ráslína af öflugum fjórhjólum sem keppa um holuskotsverðlaun (sá sem er fyrstur í fyrstu begju) og 50.000 fyrir að sigra.
Krakkakross
Ungir krakkar sem eru á námskeiðum hjá VÍK sýna getu á 65 og 85cc hjólum.
Motocross
Þar eru boðnir efstu einstaklingar í kvenna,unglinga, B- og Open
síðan eru um ca 10 boðin sæti. Aðeins 1 umferð. Holuskotverðlaun og 50.000kr fyrir að sigra.
Freestyle
Sýning þar sem nokkrir aðilar sýna stökk listir á Motocrosshjólum.
Drullupyttur á fjórhjólum
Mittisdjúpur pollur með nokrum hliðum útí og stóran stall sem þarf að komast uppá.
Bara skemmtun og drulla.
Downhill
Farið niður bratta brekku á svaka Downhill reiðhjólum, sá sem er með besta tímann vinnur 50.000 kr.
Dirt Jump
BMX hjól fara í stutta braut fulla af stökkpöllum og setja saman bestu atrennuna. 50.000kr í verðlaun.
BMX
Nokkrir af færustu BMX hjólamönnum landsins sýna listir sínar.
Trial
Sýning þar sem sýnt er þetta skemmtilega sport á sérgerðum Motorhjólum.
Listflugvélar
Nokkrar flottar listflugvélar verða með flotta flug sýningu.
Rally
Flottir og öflugir 4x4 Rallybílar mætast, einn stendur uppi. 50.000kr í verðlaun.
Rallycross
Góð sýning þar sem öflugir bílar syna rallycross, með öllum látunum.
Torfæra
Öflugir torfærubílar keppast í tímaþraut um hver er fljótastur. 50.000kr í verðlaun.
Allt á einum degi í Motocross brautinni í Jósepsdal, Bolaöldu,
hjá Litlu kaffistofunni á leið til selfoss.