bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Driftæfing föstudaginn 14. ágúst
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=20&t=39102
Page 1 of 5

Author:  arnibjorn [ Tue 11. Aug 2009 11:13 ]
Post subject:  Driftæfing föstudaginn 14. ágúst

Hæ hó

Image
*Mynd frá Sæma Boom,

Brautin opnar klukkan 18:00 en ekki 19:00 eins og vanalega. Mæta á réttum tíma!! Þýðir ekki að mæta hálf 10 og væla svo yfir að hafa bara náð einu rönni ;)

Réttur hringur

Að öðru leiti verður fyrirkomulagið með sama sniði og vanalega:

5 hringir keyrðir í einu og aðeins einn bíll í brautinni í einu.

Það sem þarf til að fá að keyra er:

Skoðaður bíll eða endurskoðun svo lengi sem að ekki er sett útá öryggisatriði. Framvísa þarf skoðunarvottorði ef að bíll er ekki með fullgilda skoðun.
Gilt ökuskírteini
Löglegur hjálmur

Við mælum svo endilega með því að menn hafi samband við sín tryggingarfélög og fá að vita hvort þeir þurfa viðauka eða ekki.

Farþegar eru leyfðir.
Bæði ökumenn og farþegar skrifa undir ábyrgðaryfirlýsingu á svæðinu.

Gjaldið fyrir að keyra eru 1000 kr fyrir þá sem eru skráðir í DDA og ef þú ert ekki skráður í DDA þá er árgjaldið 2000kr og þú færð frítt á fyrstu æfingu.

Vegna misskilnings sem virðist hafa komið upp þá finnst mér gott að nefna það að menn þurfa auðvitað að vera í akstursíþróttaklúbbi innan ÍSÍ til að keyra. Semsagt ef þú ert í BA, KK ofl. þá kostar 2000kr. Ef þú ert í DDA þá kostar 1000kr.


MIKILVÆGT

Nú er komið í gagnið miðasala hjá N1 bæði í Lækjargjötu í hafnarfirði og í reykjanesbæ.

Hægt er að kaupa dagskort, bæði innan og utan félags.

Það kostar 1000kr fyrir meðlimi og 2000 kr fyrir þá sem eru ekki skráðir meðlimir í DDA.

Biðjið bara um dagskort á Rallýkrossbrautina.

Það keyrir enginn án miða!


Einnig erum við komnir með árskortin til sölu og kosta þá 10.000 kr og fást hjá okkur upp á braut.

Þið sem eruð komnir með meðlimaskírteinin skuluð hafa þau meðferðis.
Það eru N1 kortin sem þið fenguð send heim nýlega
Hér eru svo upplýsingar um hvernig á að skrá sig:
http://www.drift.is/skraningifelagid.php

Muna svo:
Áhorfendur eiga ekki að leggja inní pitt, þeir skulu leggja hægra megin við brautina.
Keyra varlega á malarveginum upp að braut.
Koma með góða skapið :D

Vona að ég sé ekki að gleyma neinu!

mbk
Árni Björn f. hönd Driftdeildar AÍH

Author:  Axel Jóhann [ Tue 11. Aug 2009 18:50 ]
Post subject:  Re: Driftæfing föstudaginn 14. ágúst

KUÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚL ÉG MÆTI OG MÖKKA FEITT! :thup:

Author:  arnibjorn [ Wed 12. Aug 2009 09:30 ]
Post subject:  Re: Driftæfing föstudaginn 14. ágúst

Minni á æfinguna!

Skulum fjölmenna uppá braut :D

Author:  Axel Jóhann [ Wed 12. Aug 2009 12:34 ]
Post subject:  Re: Driftæfing föstudaginn 14. ágúst

Allir að mæta! :thup:

Author:  T-bone [ Wed 12. Aug 2009 13:48 ]
Post subject:  Re: Driftæfing föstudaginn 14. ágúst

reikna med ad mæta nuna... Orðið soldið siðan eg mætti uppa braut...

Author:  Alpina [ Wed 12. Aug 2009 19:12 ]
Post subject:  Re: Driftæfing föstudaginn 14. ágúst

Team POSER mætir ..... :angel:

Author:  Axel Jóhann [ Wed 12. Aug 2009 19:42 ]
Post subject:  Re: Driftæfing föstudaginn 14. ágúst

Alpina wrote:
Team POSER mætir ..... :angel:



Mátt taka run á mínum. :D

Author:  gardara [ Wed 12. Aug 2009 20:16 ]
Post subject:  Re: Driftæfing föstudaginn 14. ágúst

Vill ekki einhver góðhjartaður kenna mér að drifta fyrir föstudaginn svo ég geti mætt? :angel:

Author:  Alpina [ Wed 12. Aug 2009 22:24 ]
Post subject:  Re: Driftæfing föstudaginn 14. ágúst

Axel Jóhann wrote:
Alpina wrote:
Team POSER mætir ..... :angel:



Mátt taka run á mínum. :D


Takk fyrir gott boð ..

Afar höfðinglegt af þér. :thup: :thup:

held ekki ,, en sjáum til

Author:  arnibjorn [ Wed 12. Aug 2009 23:33 ]
Post subject:  Re: Driftæfing föstudaginn 14. ágúst

gardara wrote:
Vill ekki einhver góðhjartaður kenna mér að drifta fyrir föstudaginn svo ég geti mætt? :angel:

Brautin er einmitt rétti staðurinn til að læra :wink:

Mættu á svæðið og ég skal kenna þér!

Síðan geturu líkað pantað tíma hjá Jarlinum. En mér skilst að hann taki 15.000kr fyrir 30 mín kennslu.

Author:  gardara [ Wed 12. Aug 2009 23:39 ]
Post subject:  Re: Driftæfing föstudaginn 14. ágúst

arnibjorn wrote:
i staðurinn til að læra :wink:

Mættu á svæðið og ég skal kenna þér!


Maður er svona búinn að reyna þetta aðeins, hvaða tækni eru menn helst að nota hérna heima? Shift lock?


Quote:
Síðan geturu líkað pantað tíma hjá Jarlinum. En mér skilst að hann taki 15.000kr fyrir 30 mín kennslu.


fylgir ekki örugglega happy ending?

Author:  arnibjorn [ Wed 12. Aug 2009 23:42 ]
Post subject:  Re: Driftæfing föstudaginn 14. ágúst

gardara wrote:
arnibjorn wrote:
i staðurinn til að læra :wink:

Mættu á svæðið og ég skal kenna þér!

Maður er svona búinn að reyna þetta aðeins, hvaða tækni eru menn helst að nota hérna heima? Shift lock?
Quote:
Síðan geturu líkað pantað tíma hjá Jarlinum. En mér skilst að hann taki 15.000kr fyrir 30 mín kennslu.


fylgir ekki örugglega happy ending?


Prófaðu bara að keyra uppá braut áður en þú ferð að spá í hvaða tækni þú ætlar að nota :lol:

Og jú þegar það kemur að Jarlinum þá er happy ending alltaf málið!

Author:  tinni77 [ Wed 12. Aug 2009 23:46 ]
Post subject:  Re: Driftæfing föstudaginn 14. ágúst

gardara wrote:
arnibjorn wrote:
i staðurinn til að læra :wink:

Mættu á svæðið og ég skal kenna þér!


Maður er svona búinn að reyna þetta aðeins, hvaða tækni eru menn helst að nota hérna heima? Shift lock?


Quote:
Síðan geturu líkað pantað tíma hjá Jarlinum. En mér skilst að hann taki 15.000kr fyrir 30 mín kennslu.


fylgir ekki örugglega happy ending?


haha bara mæta og keyra, ekkert vera að spá í hvað aðrir eru að hugsa ;) og það er ekkert til að skammast sín fyrir ef þú snýrð eða ferð útaf, þá allavega sést að þú ert að reyna á þig ;)

Author:  gardara [ Wed 12. Aug 2009 23:49 ]
Post subject:  Re: Driftæfing föstudaginn 14. ágúst

arnibjorn wrote:

Prófaðu bara að keyra uppá braut áður en þú ferð að spá í hvaða tækni þú ætlar að nota :lol:



Hvaða hvaða! Spill the beans!
Ég þarf að æfa mig á götunum líka! (með leyfi lögreglustjóra að sjálfsögðu)

Author:  Axel Jóhann [ Thu 13. Aug 2009 00:07 ]
Post subject:  Re: Driftæfing föstudaginn 14. ágúst

gardara wrote:
arnibjorn wrote:

Prófaðu bara að keyra uppá braut áður en þú ferð að spá í hvaða tækni þú ætlar að nota :lol:



Hvaða hvaða! Spill the beans!
Ég þarf að æfa mig á götunum líka! (með leyfi lögreglustjóra að sjálfsögðu)




Það á einungis að spóla á þar til gerðri braut! :!:

Page 1 of 5 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/