bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Aukadriftæfing Föstudaginn 31.7.2009
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=20&t=38907
Page 1 of 3

Author:  Jón Ragnar [ Thu 30. Jul 2009 20:20 ]
Post subject:  Aukadriftæfing Föstudaginn 31.7.2009

HEYHEY!

Það verður drift æfing uppá rallýkrossbraut á morgun, Föstudaginn 31. Júlí
Ég ákvað að halda æfingu fyrir innipúkana sem verða í bænum um helgina

Opið verður kl. 19:00 til 22:00

Í þetta skiptið verður keyrður öfugur hringur

Að öðru leiti verður fyrirkomulagið með sama sniði og vanalega:

5 hringir keyrðir í einu og aðeins einn bíll í brautinni í einu.

Það sem þarf til að fá að keyra er:

Skoðaður bíll eða endurskoðun svo lengi sem að ekki er sett útá öryggisatriði. Framvísa þarf skoðunarvottorði ef að bíll er ekki með fullgilda skoðun.
Gilt ökuskírteini
Löglegur hjálmur

Við mælum svo endilega með því að menn hafi samband við sín tryggingarfélög og fá að vita hvort þeir þurfa viðauka eða ekki.

Farþegar eru leyfðir.
Bæði ökumenn og farþegar skrifa undir ábyrgðaryfirlýsingu á svæðinu.

Gjaldið fyrir að keyra eru 1000 kr fyrir þá sem eru skráðir í DDA og ef þú ert ekki skráður í DDA þá er árgjaldið 2000kr og þú færð frítt á fyrstu æfingu.

Vegna misskilnings sem virðist hafa komið upp þá finnst mér gott að nefna það að menn þurfa auðvitað að vera í akstursíþróttaklúbbi innan ÍSÍ til að keyra. Semsagt ef þú ert í BA, KK ofl. þá kostar 2000kr. Ef þú ert í DDA þá kostar 1000kr.

Bara klúður hjá okkur að hafa ekki nefnt þetta fyrr.

MIKILVÆGT

Nú er komið í gagnið miðasala hjá N1 bæði í Lækjargjötu í hafnarfirði og í reykjanesbæ.

Hægt er að kaupa dagskort, bæði innan og utan félags.

Það kostar 1000kr fyrir meðlimi og 2000 kr fyrir þá sem eru ekki skráðir meðlimir í DDA.

Biðjið bara um dagskort á Rallýkrossbrautina.

Það keyrir enginn án miða!


Einnig erum við komnir með árskortin til sölu og kosta þá 10.000 kr og fást hjá okkur upp á braut.

Þið sem eruð komnir með meðlimaskírteinin skuluð hafa þau meðferðis.
Það eru N1 kortin sem þið fenguð send heim nýlega
Hér eru svo upplýsingar um hvernig á að skrá sig:
http://rca.forumcircle.com/viewtopic.php?t=457

Muna svo:
Áhorfendur eiga ekki að leggja inní pitt, þeir skulu leggja hægra megin við brautina.
Keyra varlega á malarveginum upp að braut.
Koma með góða skapið :D

Vona að ég sé ekki að gleyma neinu!

mbk
Jón Ragnar Vilhjálmsson f. hönd Driftdeildar AÍH

Author:  Jón Ragnar [ Thu 30. Jul 2009 20:22 ]
Post subject:  Re: Aukadriftæfing Föstudaginn 31.7.2009

Svo vill ég minna á það að öfugur hringur á brautini hentar framdrifs/awd bílum MJÖG vel og hafa þannig bílar verið algengari í pittnum hjá okkur.

Væri gaman að sjá fleiri ný andlit :)

Author:  Alpina [ Thu 30. Jul 2009 22:39 ]
Post subject:  Re: Aukadriftæfing Föstudaginn 31.7.2009

Flott framtak Jón ...... :thup:

Author:  agustingig [ Thu 30. Jul 2009 23:52 ]
Post subject:  Re: Aukadriftæfing Föstudaginn 31.7.2009

má feiti gaurinn sitja í nokkra hringi hjá einhverjum? :lol: hef aldrei farið hring í brautinni..

Author:  sh4rk [ Thu 30. Jul 2009 23:53 ]
Post subject:  Re: Aukadriftæfing Föstudaginn 31.7.2009

Ég mæti klárlega þetta er bara gaman

Author:  Einarsss [ Fri 31. Jul 2009 08:38 ]
Post subject:  Re: Aukadriftæfing Föstudaginn 31.7.2009

ég mæti sennilega til að horfa á, ekki gott að ná ekki að bremsa nógu vel þarna :lol:

Author:  Daníel [ Fri 31. Jul 2009 08:43 ]
Post subject:  Re: Aukadriftæfing Föstudaginn 31.7.2009

Mig langar að koma, en ég er ekki búinn að græja bílinn fyrir skoðun, verður ekki klár fyrr en eftir helgi.

Author:  Dóri- [ Fri 31. Jul 2009 13:12 ]
Post subject:  Re: Aukadriftæfing Föstudaginn 31.7.2009

Ég mæti

Author:  Alpina [ Fri 31. Jul 2009 17:07 ]
Post subject:  Re: Aukadriftæfing Föstudaginn 31.7.2009

Dóri- wrote:
Ég mæti



ÆÐI :thup: :thup: :thup:

er með 2 farþega sem ég vil biðja þig um að fá að sitja í , ??????

Author:  Bartek [ Fri 31. Jul 2009 18:20 ]
Post subject:  Re: Aukadriftæfing Föstudaginn 31.7.2009

Ó Já:D

Author:  -Siggi- [ Fri 31. Jul 2009 18:24 ]
Post subject:  Re: Aukadriftæfing Föstudaginn 31.7.2009

Ég ætla mæta líka og prófa að keyra öfugt. :D

Author:  Alpina [ Fri 31. Jul 2009 18:37 ]
Post subject:  Re: Aukadriftæfing Föstudaginn 31.7.2009

-Siggi- wrote:
Ég ætla mæta líka og prófa að keyra öfugt. :D



Verð að fá run hjá þér 8)

Author:  -Siggi- [ Fri 31. Jul 2009 23:19 ]
Post subject:  Re: Aukadriftæfing Föstudaginn 31.7.2009

Þetta er alltaf jafn gaman.

Komst reyndar bara sirka 10 hringi og slátraði 6 dekkjum.

Author:  sh4rk [ Fri 31. Jul 2009 23:21 ]
Post subject:  Re: Aukadriftæfing Föstudaginn 31.7.2009

6 dekk á 10 hringjum :shock: ég komst þó 15 hringi á 2 dekkjum og þetta er bara gaman

Author:  Jón Ragnar [ Fri 31. Jul 2009 23:24 ]
Post subject:  Re: Aukadriftæfing Föstudaginn 31.7.2009

Þetta var BILAÐ gaman og damn hvað það er mikil snilld að fá frúnna til að renna eftir pizzu :lol:

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/