bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Driftæfing föstud. 24 júlí - Öfugur hringur! https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=20&t=38756 |
Page 1 of 2 |
Author: | arnibjorn [ Wed 22. Jul 2009 12:58 ] |
Post subject: | Driftæfing föstud. 24 júlí - Öfugur hringur! |
Hæ hó ![]() Mynd frá Sæma/Aroni Það verður drift æfing uppá rallýkrossbraut næsta föstudag, 24 júlí. Opið verður kl. 19:00 til 22:00(jafnvel lengur ef mæting verður góð eins og á síðustu föstudagsæfingu!) Í þetta skiptið verður keyrður öfugur hringur! Að öðru leiti verður fyrirkomulagið með sama sniði og vanalega: 5 hringir keyrðir í einu og aðeins einn bíll í brautinni í einu. Það sem þarf til að fá að keyra er: Skoðaður bíll eða endurskoðun svo lengi sem að ekki er sett útá öryggisatriði. Framvísa þarf skoðunarvottorði ef að bíll er ekki með fullgilda skoðun. Gilt ökuskírteini Löglegur hjálmur Við mælum svo endilega með því að menn hafi samband við sín tryggingarfélög og fá að vita hvort þeir þurfa viðauka eða ekki. Farþegar eru leyfðir. Bæði ökumenn og farþegar skrifa undir ábyrgðaryfirlýsingu á svæðinu. Gjaldið fyrir að keyra eru 1000 kr fyrir þá sem eru skráðir í DDA og ef þú ert ekki skráður í DDA þá er árgjaldið 2000kr og þú færð frítt á fyrstu æfingu. Vegna misskilnings sem virðist hafa komið upp þá finnst mér gott að nefna það að menn þurfa auðvitað að vera í akstursíþróttaklúbbi innan ÍSÍ til að keyra. Semsagt ef þú ert í BA, KK ofl. þá kostar 2000kr. Ef þú ert í DDA þá kostar 1000kr. Bara klúður hjá okkur að hafa ekki nefnt þetta fyrr. MIKILVÆGT Nú er komið í gagnið miðasala hjá N1 bæði í Lækjargjötu í hafnarfirði og í reykjanesbæ. Hægt er að kaupa dagskort, bæði innan og utan félags. Það kostar 1000kr fyrir meðlimi og 2000 kr fyrir þá sem eru ekki skráðir meðlimir í DDA. Biðjið bara um dagskort á Rallýkrossbrautina. Það keyrir enginn án miða! Einnig erum við komnir með árskortin til sölu og kosta þá 10.000 kr og fást hjá okkur upp á braut. Þið sem eruð komnir með meðlimaskírteinin skuluð hafa þau meðferðis. Það eru N1 kortin sem þið fenguð send heim nýlega Hér eru svo upplýsingar um hvernig á að skrá sig: http://rca.forumcircle.com/viewtopic.php?t=457 Það er síðan verið að vinna í að útbúa árskort og munu þau koma til með að kosta ~10.000kr Muna svo: Áhorfendur eiga ekki að leggja inní pitt, þeir skulu leggja hægra megin við brautina. Keyra varlega á malarveginum upp að braut. Koma með góða skapið ![]() Vona að ég sé ekki að gleyma neinu! mbk Árni Björn f. hönd Driftdeildar AÍH |
Author: | SteiniDJ [ Wed 22. Jul 2009 14:08 ] |
Post subject: | Re: Driftæfing föstud. 24 júlí - Öfugur hringur! |
Snilld, sumir voru farnir að keyra þetta með lokuð augun. ![]() |
Author: | arnibjorn [ Wed 22. Jul 2009 14:10 ] |
Post subject: | Re: Driftæfing föstud. 24 júlí - Öfugur hringur! |
SteiniDJ wrote: Snilld, sumir voru farnir að keyra þetta með lokuð augun. ![]() Já ég veit, takk. ![]() En Jarlinn ætti að vera sáttur núna.. hann var orðinn æstur í öfugan hring(enda öfugur gaur,, eða hvað??). Ég kemst samt því miður ekki í þetta skiptið ![]() |
Author: | Einarsss [ Wed 22. Jul 2009 14:14 ] |
Post subject: | Re: Driftæfing föstud. 24 júlí - Öfugur hringur! |
væri vel til í að mæta. En er nokkuð bannað að keyra réttan hring? Langar að taka nýju beygjuna á hraða næst þegar ég mæti á æfingu ![]() |
Author: | arnibjorn [ Wed 22. Jul 2009 14:16 ] |
Post subject: | Re: Driftæfing föstud. 24 júlí - Öfugur hringur! |
einarsss wrote: væri vel til í að mæta. En er nokkuð bannað að keyra réttan hring? Langar að taka nýju beygjuna á hraða næst þegar ég mæti á æfingu ![]() Við reynum nú yfirleitt að láta alla keyra í sömu átt ![]() En næst þegar að þú kemst á æfingu þá verður eflaust keyrður réttur hringur... svo langt þangað til að þú kemst Mr. Buzy ![]() |
Author: | arnibjorn [ Wed 22. Jul 2009 15:30 ] |
Post subject: | Re: Driftæfing föstud. 24 júlí - Öfugur hringur! |
Uppfærði aðeins fyrsta póstinn. Var víst eitthvað vafamál með hvort mætti keyra án þess að vera meðlimur í akstursíþróttafélagi innan ÍSÍ. |
Author: | Jón Ragnar [ Wed 22. Jul 2009 22:26 ] |
Post subject: | Re: Driftæfing föstud. 24 júlí - Öfugur hringur! |
Ætlaru að láta mig hafa bílinn þinn árni? ![]() |
Author: | sh4rk [ Thu 23. Jul 2009 22:13 ] |
Post subject: | Re: Driftæfing föstud. 24 júlí - Öfugur hringur! |
é er búinn að skrá mig í DDA þannig að ég læt sjá mig á morgun og refsa kannski 2 stk af dekkjum, kannski annars bara tracka |
Author: | Daníel [ Thu 23. Jul 2009 22:26 ] |
Post subject: | Re: Driftæfing föstud. 24 júlí - Öfugur hringur! |
Ohhh, minn er ekki kominn á númer, annars væri ég alveg til í að láta sjá mig og spreyta mig aðeins á gripnum. |
Author: | Svezel [ Thu 23. Jul 2009 22:27 ] |
Post subject: | Re: Driftæfing föstud. 24 júlí - Öfugur hringur! |
ég er orðinn svo spól-graður að ég verð eiginlega að mæta ![]() |
Author: | Alpina [ Thu 23. Jul 2009 22:30 ] |
Post subject: | Re: Driftæfing föstud. 24 júlí - Öfugur hringur! |
Svezel wrote: ég er orðinn svo spól-graður að ég verð eiginlega að mæta ![]() Það er gott trix að svæsa frúnna áður .. taka mega run þar og mæta svo slakur og svalur upp á akstursbraut ,, og mökka hrikalega ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() |
Author: | Jón Ragnar [ Thu 23. Jul 2009 23:40 ] |
Post subject: | Re: Driftæfing föstud. 24 júlí - Öfugur hringur! |
Ég prufaði öfugan hring áðan, það er FUCKING gaman ![]() ![]() |
Author: | agustingig [ Fri 24. Jul 2009 17:29 ] |
Post subject: | Re: Driftæfing föstud. 24 júlí - Öfugur hringur! |
mæti sennilega á eftir.. sem áhorfandi.. |
Author: | Alpina [ Fri 24. Jul 2009 22:59 ] |
Post subject: | Re: Driftæfing föstud. 24 júlí - Öfugur hringur! |
Dóri á bláa E36 M50B25 var án vafa með LANGSTÆRSTU hreðjarnar ![]() ![]() ![]() ![]() |
Author: | SteiniDJ [ Fri 24. Jul 2009 23:05 ] |
Post subject: | Re: Driftæfing föstud. 24 júlí - Öfugur hringur! |
Var búinn að gleyma þessu. ![]() |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |