bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Driftkeppni: Vantar dómara og staff á laugardaginn.
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=20&t=38618
Page 1 of 1

Author:  arnibjorn [ Tue 14. Jul 2009 21:29 ]
Post subject:  Driftkeppni: Vantar dómara og staff á laugardaginn.

Hæ hó

Okkur vantar ennþá dómara og menn í staff á laugardaginn.

Frekar basic að vera dómari, færð skor blað og það er farið yfir allt með dómurunum fyrir keppni. :D

Staff er aðallega bara að vera tilbúnir á sópunum og svona.

Engin erfiðis vinna og öll hjálp gífurlega vel þegin!

Senda mér bara PM ef menn hafa áhuga.

Author:  arnibjorn [ Fri 17. Jul 2009 13:57 ]
Post subject:  Re: Driftkeppni: Vantar dómara og staff á laugardaginn.

Jæja keppni á morgun og okkur vantar ennþá 2 dómara :?

Enginn hérna af kraftinum sem hefur áhuga á að hjálpa okkur alveg þvílíkt og dæma á morgun?

Author:  doddi1 [ Fri 17. Jul 2009 14:12 ]
Post subject:  Re: Driftkeppni: Vantar dómara og staff á laugardaginn.

arnibjorn wrote:
Jæja keppni á morgun og okkur vantar ennþá 2 dómara :?

Enginn hérna af kraftinum sem hefur áhuga á að hjálpa okkur alveg þvílíkt og dæma á morgun?


hvað þarf að dæma eiginlega? flottleika driftsins? ef svo er þá get ég alveg tekið þetta að mér :lol:

Author:  arnibjorn [ Fri 17. Jul 2009 14:16 ]
Post subject:  Re: Driftkeppni: Vantar dómara og staff á laugardaginn.

doddi1 wrote:
arnibjorn wrote:
Jæja keppni á morgun og okkur vantar ennþá 2 dómara :?

Enginn hérna af kraftinum sem hefur áhuga á að hjálpa okkur alveg þvílíkt og dæma á morgun?


hvað þarf að dæma eiginlega? flottleika driftsins? ef svo er þá get ég alveg tekið þetta að mér :lol:


Það er dæmt eftir þessum atriðum.
Hraði 0-5
Gráða 0-10
Fjarlægð frá keilum 0-10
Tenging 0-10
Reykur 0-5

Og mínusstig fyrir að:
Snúa
Stoppa
bakka
útaf akstur
keyra niður keilur

Minnir að þetta sé einhvern vegin svona :)

Þetta er síðan bara mat hvers og eins dómara. Það er ekkert farið yfir skorblöðin eins og það sé verið að fara yfir próf :lol:

Author:  ///M [ Fri 17. Jul 2009 14:36 ]
Post subject:  Re: Driftkeppni: Vantar dómara og staff á laugardaginn.

Finnst ekki skrítið að það sé erfitt að manna dómarastöður miðað við vælið í sumum keppendum... :thdown:

Author:  arnibjorn [ Fri 17. Jul 2009 14:43 ]
Post subject:  Re: Driftkeppni: Vantar dómara og staff á laugardaginn.

///M wrote:
Finnst ekki skrítið að það sé erfitt að manna dómarastöður miðað við vælið í sumum keppendum... :thdown:

Já það eru alltaf einhverjir sem að þurfa að væla og kvarta.

En menn eiga ekkert að láta þannig stoppa sig. Bara mæta og dæma.

Þeir sem að vilja væla þurfa þá að ræða við stjórn DDA bara :D

Author:  gunnar [ Fri 17. Jul 2009 14:47 ]
Post subject:  Re: Driftkeppni: Vantar dómara og staff á laugardaginn.

Ég lofa að væla ekkert á morgun :argh: :argh: :argh:

Ætla bara vera með uppá fjörið :thup:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/