Hæ hó

Mynd frá Sæma/Aroni
Það verður drift æfing uppá rallýkrossbraut á morgun, föstudaginn 3. júlí
Spáin er bilað góð þannig að hvetjið alla til að mæta!
Opið verður kl. 19:00 til 22:00(jafnvel lengur ef mæting verður góð eins og á síðustu föstudagsæfingu!)
Fyrirkomulagið verður með sama sniði og vanalega:
5 hringir keyrðir í einu og aðeins einn bíll í brautinni í einu.
Það sem þarf til að fá að keyra er:
Dagskort/árskort á brautinaSkoðaður bíll eða endurskoðun svo lengi sem að ekki er sett útá öryggisatriði. Framvísa þarf skoðunarvottorði ef að bíll er ekki með fullgilda skoðun.
Gilt ökuskírteini
Löglegur hjálmur
Við mælum svo endilega með því að menn hafi samband við sín tryggingarfélög og fá að vita hvort þeir þurfa viðauka eða ekki.
Farþegar eru leyfðir.Bæði ökumenn og farþegar skrifa undir ábyrgðaryfirlýsingu á svæðinu.
Gjaldið fyrir að keyra eru 1000 kr fyrir þá sem eru skráðir í DDA og ef þú ert ekki skráður í DDA þá er árgjaldið 2000kr og þú færð frítt á fyrstu æfingu.
MIKILVÆGTNú er komið í gagnið miðasala hjá N1 bæði í Strandgötu í hafnarfirði og í reykjanesbæ.
Hægt er að kaupa dagskort, bæði innan og utan félags.
Það kostar 1000kr fyrir meðlimi og 2000 kr fyrir þá sem eru ekki skráðir.
Biðjið bara um dagskort á Rallýkrossbrautina.
Það keyrir enginn án miða!Einnig erum við komnir með árskortin til sölu og kosta þá 10.000 kr og fást hjá okkur upp á braut.
Þið sem eruð komnir með meðlimaskírteinin skuluð hafa þau meðferðis.
Það eru N1 kortin sem þið fenguð send heim nýlega
Hér eru svo upplýsingar um hvernig á að skrá sig í driftdeildina:
http://www.drift.is/driftdeildaih.htmlMuna svo:
Áhorfendur eiga ekki að leggja inní pitt, þeir skulu leggja hægra megin við brautina.
Keyra varlega á malarveginum upp að braut.
Koma með góða skapið
Vona að ég sé ekki að gleyma neinu!
mbk
Aron Andrew f. hönd Driftdeildar AÍH