bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Driftæfing föstudaginn 12. júní
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=20&t=37922
Page 1 of 4

Author:  arnibjorn [ Thu 11. Jun 2009 10:00 ]
Post subject:  Driftæfing föstudaginn 12. júní

Hæ hó

Image
Mynd frá Sæma/Aroni

Það verður drift æfing uppá rallýkrossbraut næsta föstudag, 12 júní.

Spáin á að vera nokkuð góð, allavega þurrt sem að skiptir mestu!

Opið verður kl. 19:00 til 22:00

Fyrirkomulagið verður með sama sniði og vanalega:

5 hringir keyrðir í einu og aðeins einn bíll í brautinni í einu.

Það sem þarf til að fá að keyra er:

Skoðaður bíll eða endurskoðun svo lengi sem að ekki er sett útá öryggisatriði. Framvísa þarf skoðunarvottorði ef að bíll er ekki með fullgilda skoðun.
Gilt ökuskírteini
Löglegur hjálmur

Við mælum svo endilega með því að menn hafi samband við sín tryggingarfélög og fá að vita hvort þeir þurfa viðauka eða ekki.

Farþegar eru leyfðir.
Bæði ökumenn og farþegar skrifa undir ábyrgðaryfirlýsingu á svæðinu.

Gjaldið fyrir að keyra eru 1000 kr fyrir þá sem eru skráðir í DDA og ef þú ert ekki skráður í DDA þá er árgjaldið 2000kr og þú færð frítt á fyrstu æfingu.

Endilega reyna að millifæra inná okkur árgjaldið þar sem að við verðum ekki með posa. Greiða verður með seðlum.

Hér eru svo upplýsingar um hvernig á að skrá sig:
http://rca.forumcircle.com/viewtopic.php?t=457

Það er síðan verið að vinna í að útbúa árskort og munu þau koma til með að kosta ~10.000kr

Muna svo:
Áhorfendur eiga ekki að leggja inní pitt, þeir skulu leggja hægra megin við brautina.
Keyra varlega á malarveginum upp að braut.
Koma með góða skapið :D

Vona að ég sé ekki að gleyma neinu!

mbk
Árni Björn f. hönd Driftdeildar AÍH

Author:  arnibjorn [ Thu 11. Jun 2009 10:25 ]
Post subject:  Re: Driftæfing föstudaginn 12. júní

Ég vil sjá góða mætingu á morgun! Spáir þokkalega góðu veðri og það er ekki hægt að byrja helgina betur.

Bara allir að mæta og prufa, þarft ekki að vera á 400hp turbo E30 til að spóla þarna! Bara mæta, prufa og skemmta sér. Þetta kostar klink og er alveg fáránlega gaman.

Það byrjar enginn að mökka eins og Jarlinn í fyrsta skiptið sem hann keyrir þarna... en ég lofa því að það er samt ótrúlega gaman að keyra samt sem áður.

Author:  Einarsss [ Thu 11. Jun 2009 11:47 ]
Post subject:  Re: Driftæfing föstudaginn 12. júní

jú víst þarf 400hp túrbó e30 þarna! þannig að ég ætla reyna mæta :lol:

En á gríns þá er alveg hægt að skemmta sér fullt þarna á hvaða bíl sem er :twisted:

Author:  arnibjorn [ Thu 11. Jun 2009 11:50 ]
Post subject:  Re: Driftæfing föstudaginn 12. júní

einarsss wrote:
jú víst þarf 400hp túrbó e30 þarna! þannig að ég ætla reyna mæta :lol:

En á gríns þá er alveg hægt að skemmta sér fullt þarna á hvaða bíl sem er :twisted:

Ætlaru að keyra? :D

Ég vil sjá Danna djöful, Steinaeina, Stebba turbo mæta!! Síðan vil ég sjá Nonna mæta á M5 og mökka fyrir okkur, orðið allt of langt síðan hann mætti.

Binni shiii á líka að mæta á 335, kominn tími til að spóla eitthvað á honum!

Axel Jóhann verður að mæta!

Bartek verður að mæta á 535 og sýna okkur hvernig hann virkar.

Steinidj hlýtur að mæta á E46 og tracka fyrir okkur.

SævarM mætir á blæjunni, trúi ekki öðru.

Fjölmennum á brautina strákar!! :D

ALLIR AÐ MÆTA, ÞVÍ FLEIRI ÞVÍ BETRA. SÍÐAN GETUM VIÐ SLEGIÐ ÞESSU UPP Í KÆRULEYSI OG FENGIÐ OKKUR BJÓR EFTIR ÆFINGU!

Author:  gstuning [ Thu 11. Jun 2009 11:58 ]
Post subject:  Re: Driftæfing föstudaginn 12. júní

Bjór er algjörlega eitt af main points með þessu ferðalagi til íslands :)
Ég kem alveg BÓKAÐ á morgun að sjá driftið

Author:  Aron Andrew [ Thu 11. Jun 2009 12:14 ]
Post subject:  Re: Driftæfing föstudaginn 12. júní

Ef allt gengur upp þá verð ég á svæðinu á turbo

Author:  Axel Jóhann [ Thu 11. Jun 2009 12:17 ]
Post subject:  Re: Driftæfing föstudaginn 12. júní

Ég mæti kannski bara! :thup:

Author:  Einarsss [ Thu 11. Jun 2009 12:18 ]
Post subject:  Re: Driftæfing föstudaginn 12. júní

Aron Andrew wrote:
Ef allt gengur upp þá verð ég á svæðinu á turbo



8)

Author:  arnibjorn [ Thu 11. Jun 2009 12:22 ]
Post subject:  Re: Driftæfing föstudaginn 12. júní

Spurning um að rífa fram kraftsgrillið og hafa bara grillveislu í driftskúrnum eftir æfingu :D

Ætli meðleigendur mínir samþyki það... :lol:

Author:  Aron Andrew [ Thu 11. Jun 2009 12:24 ]
Post subject:  Re: Driftæfing föstudaginn 12. júní

arnibjorn wrote:
Spurning um að rífa fram kraftsgrillið og hafa bara grillveislu í driftskúrnum eftir æfingu :D

Ætli meðleigendur mínir samþyki það... :lol:


Þú reddar grillinu bara :wink:

Author:  arnibjorn [ Thu 11. Jun 2009 12:25 ]
Post subject:  Re: Driftæfing föstudaginn 12. júní

Aron Andrew wrote:
arnibjorn wrote:
Spurning um að rífa fram kraftsgrillið og hafa bara grillveislu í driftskúrnum eftir æfingu :D

Ætli meðleigendur mínir samþyki það... :lol:


Þú reddar grillinu bara :wink:

I'm on it!

Author:  Dr. E31 [ Thu 11. Jun 2009 14:39 ]
Post subject:  Re: Driftæfing föstudaginn 12. júní

Ég mæti, að vísu ekki á "the bedwetter".
Það er MINI RUN.

Author:  arnibjorn [ Thu 11. Jun 2009 14:43 ]
Post subject:  Re: Driftæfing föstudaginn 12. júní

Dr. E31 wrote:
Ég mæti, að vísu ekki á "the bedwetter".
Það er MINI RUN.

EEEEEEEEEEEEE-BRAKE.

Ég fílaða :) :lol:

Author:  T-bone [ Thu 11. Jun 2009 15:47 ]
Post subject:  Re: Driftæfing föstudaginn 12. júní

bókað mál ad eg mæti. Allir ad mæta! Er þetta ekki siðasta æfing fyrir Akureyri?

Author:  arnibjorn [ Thu 11. Jun 2009 15:50 ]
Post subject:  Re: Driftæfing föstudaginn 12. júní

pacifica wrote:
bókað mál ad eg mæti. Allir ad mæta! Er þetta ekki siðasta æfing fyrir Akureyri?

Júbb síðasta æfingin fyrir keppnina á bíladögum :shock: :shock: :D

Page 1 of 4 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/