bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 02. May 2025 14:00

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 2 posts ] 
Author Message
 Post subject: Blöndungar
PostPosted: Tue 09. Jun 2009 10:00 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
Blöndungur , Carburator

Án þess að fara of mikið út í hvernig stakir blöndungar virka þá ætla ég bara að fara yfir hvernig grundvallar blöndungar virkar og nokkrar mismunandi útfærslur af því hvernig er reynt að stýra bensín magni.

Image

Á myndinni sést
Hvernig bensín hefur verið dælt inní "Float Chamber"
Hérna situr svo bensín og bíður eftir að vera dregið inn af vélinni.

Það sem lætur blöndung virka er að þegar loft fer í gegnum "Venturi" þá hækkar hraðinn á loftinu svo að allt loftið komist í gegn, það sem gerist er að það myndast undirþrýstingur akkúrat í miðjunni á Venturi-inu. Þessi undirþrýstingur veldur því að bensín flyst úr flotinu yfir í runnerinn því að vökvi færist alltaf frá hærri þrýsting yfir í lægri þrýsting.

"Jet" þarna er einföldun á því hvernig bensín magn er ákveðið. Stærra gat þar þýðir hreinlega meira magn af bensíni fyrir sama þrýstingsmun á milli flots og Venturi´s

"Bensíngjöf" er soldið gamalt og að hluta rangt nafn, það sem bensíngjöf gerir er í raun "loft þrýstings stillir" :)
Enn það sem gerist þá er að með bensíngjöfinni er maður að hækka þrýstinginn sem soggrein sér , þetta á sama tíma veldur því að það er meira loft að komast inn, sem þýðir að loftið þarf að auka hraðann enn frekar og þá færist meira bensín til.

Eins einfalt og þetta hljómar þá er þetta hreinlega svona einfalt í grundvallar atriðum.

Vandamálið verður svo það að mixtúran er ekki rétt fyrir alla snúninga og allar "throttle valve" stöður.
Menn auðvitað fundu upp leiðir til að komast hjá því.

Ein leiðin er að nota "Jet" stærð sem hentar fyrir almennan akstur og nota svo auka ventil sem er vanalega haldið niðri með sogkrafti þegar er lítil gjöf. Þegar gjöfin er opnuð þá minnkar sogkrafturinn og gormur ýtir ventlinum sem hleypir þá meira bensíni,

Önnur leið var að nota nál sem var í "jet" rásinni, þegar er gefið betur í þá lyftist nálin og opnar aðgang gata í blöndungnum sem eru tengd í flotið sem veldur auknu bensíni.

Vandamál með vélar og bensín er að þegar er gefið hratt inn þá er loftið á leið inni sneggra að auka hraðann heldur enn bensín að taka við sér útaf því að það er erfiðarra að auka hraða á hlutum sem eru þyngri.

Það þarf því að hafa bensín aukningu þegar gjöf er hreyfð snögglega.
Á blöndung er þetta gert með þind sem er full af bensíni, þegar gjöfin er hreyfð snögglega þá fer hluti af þessu bensíni inní soggreinina. Þegar gjöfin kemur tilbaka þá fyllist þyndin strax aftur.

Kostir
Ódýrir
Lítill "pakki" uppá bensín stýringu að gera.
Gefur langann tíma fyrir loft og bensín að mixast sem hjálpar til við að ná sem mestum krafti fyrir það magn af lofti

Ókostir
Henta ekki við ALLAR aðstæður, þótt við lang flestar
Nákvæmni,
Þegar nákvæmni og fínstillingar verða betri þá verður blöndungurinn töluvert flóknari í uppsetningu.

Þetta eru algjörlega grundvallar atriðin í sambandi við blöndunga.
Kannski meira seinna.

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Blöndungar
PostPosted: Thu 18. Jun 2009 10:13 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 08. May 2008 22:17
Posts: 4849
Location: Hfj City
Þetta eru snilldar póstar hjá þér, wiki in the making...

_________________
Benedikt Guðmunds. 615-2630
The Small : BMW Z3 '97 , The Big : BMW X5 4.4i us '00 & The Beater : BMW X5 4.4i '01

Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 2 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 2 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group