bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Akstursíþróttasvæði B.A.
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=20&t=37612
Page 1 of 2

Author:  lulex [ Thu 28. May 2009 12:20 ]
Post subject:  Akstursíþróttasvæði B.A.

jæja þá er loksins komið að því.. 8)

http://ba.is/is/news/skoflustunga_-_aks ... aedi_b.a./

Author:  arnibjorn [ Thu 28. May 2009 12:35 ]
Post subject:  Re: Akstursíþróttasvæði B.A.

Líst vel á þetta, vonandi að þetta verði að veruleika. Verður gaman að taka roadtrip til AK city til að keppa í drifti :D

Vonum að þetta verði ekki flopp eins og Iceland Motopark. Eina sem var gert þar voru einmitt fyrstu skóflustungurnar :lol:

Author:  Einarsss [ Thu 28. May 2009 12:36 ]
Post subject:  Re: Akstursíþróttasvæði B.A.

já glæsilegt þetta!

Hvenær á þessu að vera lokið? Mér líður eins og maður muni fara oft til akureyrar þegar þetta er komið gang 8)

Author:  gunnar [ Thu 28. May 2009 13:04 ]
Post subject:  Re: Akstursíþróttasvæði B.A.

Djö, maður verður búinn í háskólanum þegar þetta verður tilbúið :? :?

En annars :thup: :thup:

Author:  Einarsss [ Thu 28. May 2009 13:12 ]
Post subject:  Re: Akstursíþróttasvæði B.A.

fáum vonandi að halda track daga þarna á 1-2 mánaðarfresti... það væri awesome 8)

Author:  arnibjorn [ Thu 28. May 2009 13:33 ]
Post subject:  Re: Akstursíþróttasvæði B.A.

einarsss wrote:
fáum vonandi að halda track daga þarna á 1-2 mánaðarfresti... það væri awesome 8)

Sjáum fyrst hvort að þessi braut verði actually búin til.... það væri awesome 8) :lol:

Author:  ValliFudd [ Thu 28. May 2009 13:35 ]
Post subject:  Re: Akstursíþróttasvæði B.A.

Ætli það verði ekki byrjað á 1/8 braut eins og planið var..:)

Author:  gstuning [ Thu 28. May 2009 13:42 ]
Post subject:  Re: Akstursíþróttasvæði B.A.

Þetta er sko búið að vera í bígerð hjá þeim fyrir norðann í alveg svakalega langann tíma.
líklega lengur enn árni hefur verið lifandi :)

Og fyrst þetta er komið svona langt þá á ég ekki von á öðru enn að þetta verði afgreitt.

Author:  arnibjorn [ Thu 28. May 2009 14:08 ]
Post subject:  Re: Akstursíþróttasvæði B.A.

gstuning wrote:
Þetta er sko búið að vera í bígerð hjá þeim fyrir norðann í alveg svakalega langann tíma.
líklega lengur enn árni hefur verið lifandi :)

Og fyrst þetta er komið svona langt þá á ég ekki von á öðru enn að þetta verði afgreitt.

Hvernig fjármagna þeir þetta?

Author:  Stanky [ Thu 28. May 2009 14:23 ]
Post subject:  Re: Akstursíþróttasvæði B.A.

Afhverju byggðu þeir þetta ekki á vopnafirði ?

Author:  ValliFudd [ Thu 28. May 2009 14:39 ]
Post subject:  Re: Akstursíþróttasvæði B.A.

Af því að það er ófært þangað megnið af árinu :mrgreen:

Author:  lulex [ Thu 28. May 2009 15:38 ]
Post subject:  Re: Akstursíþróttasvæði B.A.

tjahh... ég held að þetta eigi að vera eins og myndin á síðunni er....


þórður helgason(gjaldkeri BA) ætti að geta svarað svosem öllum spurningum um þetta mál hér á spjallinu, hann er sá eini sem ég veit um sem er skráður hérna.



þetta er nú mjög stórt svæði að mínu mati þegar maður er þarna uppfrá, kannski maður taki myndir af þessu til að sýna þetta í réttu ljósi..


ps... svo er þarna gistiheimili nokkrum metrum frá sem þið sunnlendingar getið hrotið á :)

Author:  bebecar [ Fri 29. May 2009 09:50 ]
Post subject:  Re: Akstursíþróttasvæði B.A.

Þetta er frábært framtak og ég vona innilega að þetta gangi upp. Vonandi getum við á suðurhorninu veitt einhverja aðstoð svo þetta gangi upp!

Author:  Kristjan [ Sat 30. May 2009 11:21 ]
Post subject:  Re: Akstursíþróttasvæði B.A.

Þetta verður gert, góðir hlutir gerast hægt...

Author:  Alpina [ Sat 30. May 2009 14:33 ]
Post subject:  Re: Akstursíþróttasvæði B.A.

Er til uppdráttur af þessu skipulagi ??

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/