bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Drift keppni 9. maí *update 1. póst, æfing* https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=20&t=36997 |
Page 1 of 9 |
Author: | Aron Andrew [ Sat 02. May 2009 19:14 ] |
Post subject: | Drift keppni 9. maí *update 1. póst, æfing* |
Þá er komið að því. Fyrsta umferð í Íslandsmeistaramótinu í drifti árið 2009 verður haldin 9. maí næstkomandi. Keppnin verður haldin á akstursíþróttasvæði AÍH við Krísuvíkurveg. Dagskrá: 9:00 Svæði opnar/ Mæting keppanda 10:00 Mætingar frestur útrunninn 10:00 Skoðun keppnistækja/útbúnað ökutækja 10:30 Fundur með keppendum 11:00 Upphitun hefst 12:00 Upphitun lýkur 13:00 Ræsing 1.umferð 15:00 Hlé 15:20 Ræsing 2. Umferð 16:30 Lok keppni/dómarahlé 17:00 Kærufrestur liðinn 17:00 Tilkynning úrslita 17:00 Verðlaunaafhending Það kostar 500 kr inn fyrir áhorfendur og eru áhorfendur beðnir um að leggja við Sjoppuna, ekki við pittinn. Við erum ekki ennþá komin með posa þannig að borga verður í peningum, ekki með kortum. Til keppenda. Æfing verður fyrir keppendur á föstudagskvöldinu frá kl 19:00 til ca. 22(ekki fastur lokatími) Einungis þeim sem eru búnir að borga keppnisgjald verður leyft að keyra ![]() Keppendur verða að vera í einhverju af akstursíþróttafélögum ÍSÍ til að keppa, en þó mælum við með því að fólk skrái sig í DDA. Upplýsingar hér http://rca.forumcircle.com/viewtopic.php?p=2035#2035 Keppnisgjald er 5000 kr Skráning er opin til kl 15:00 föstudaginn 8. maí Til að skrá sig þarf að greiða 5000 kr inn á reikningsnúmer 322-26-25262 Kt: 450109-0880 og senda email á driftdeild@gmail.com sem inniheldur: Nafn Kennitölu Símanúmer Ökutæki Þau skilyrði sem ökutæki þurfa að uppfylla: Skoðaður bíll eða endurskoðun svo lengi sem að ekki er sett útá öryggisatriði. Framvísa þarf skoðunarvottorði ef að bíll er ekki með fullgilda skoðun. Gilt ökuskírteini Löglegur hjálmur Við mælum svo endilega með því að menn hafi samband við sín tryggingarfélög og fá að vita hvort þeir þurfa viðauka eða ekki. Keppendur skulu mæta á milli kl 9:00 og 10:00 Kv. Driftdeild AÍH |
Author: | Aron Andrew [ Sat 02. May 2009 19:18 ] |
Post subject: | Re: Drift keppni 9. maí |
Einnig er gott að taka það fram að það vantar starfsfólk ![]() Þeir sem hafa tök á að mæta og hjálpa til fá auðvitað frítt inn og betra útsýni og eru beðnir um að mæta á milli kl 10 og 11 ![]() Einnig eru þeir sem hafa áhuga á að vera dómarar beðnir um að senda okkur mail á driftdeild@gmail.com eða einfaldlega hringja í mig í síma 8696722. kv. Aron Andrew f. hönd DDA |
Author: | Stanky [ Sat 02. May 2009 20:17 ] |
Post subject: | Re: Drift keppni 9. maí |
Gríðarlega gott framtak ![]() En ein saklaus spurning.... afhverju kostar inn á keppnir en ekki æfingar? ![]() |
Author: | Aron Andrew [ Sat 02. May 2009 20:33 ] |
Post subject: | Re: Drift keppni 9. maí |
Stanky wrote: Gríðarlega gott framtak ![]() En ein saklaus spurning.... afhverju kostar inn á keppnir en ekki æfingar? ![]() Okkur datt nú bara aldrei í hug að rukka inn á æfingarnar. Væri það ekki frekar asnalegt? |
Author: | Steini B [ Sat 02. May 2009 20:42 ] |
Post subject: | Re: Drift keppni 9. maí |
Úúú, næs.. Fríhelgi ![]() Ætla að reyna að mæta Mundi bjóða mig fram í staff, en verð busy með videovélarnar ![]() |
Author: | Aron Andrew [ Sat 02. May 2009 20:43 ] |
Post subject: | Re: Drift keppni 9. maí |
Steini B wrote: Úúú, næs.. Fríhelgi ![]() Ætla að reyna að mæta Mundi bjóða mig fram í staff, en verð busy með videovélarnar ![]() varstu ekki kominn með sticky pod? |
Author: | Steini B [ Sat 02. May 2009 20:53 ] |
Post subject: | Re: Drift keppni 9. maí |
Aron Andrew wrote: Steini B wrote: Úúú, næs.. Fríhelgi ![]() Ætla að reyna að mæta Mundi bjóða mig fram í staff, en verð busy með videovélarnar ![]() varstu ekki kominn með sticky pod? Neibb, RAM mount Ódýrara og alveg nóg fyrir krílin mín... ![]() |
Author: | Aron Andrew [ Sat 02. May 2009 20:55 ] |
Post subject: | Re: Drift keppni 9. maí |
Smá leiðrétting Keppendur verða að vera í einhverju af akstursíþróttafélögum ÍSÍ til að keppa, en þó mælum við með því að fólk skrái sig í DDA. Upplýsingar hér http://rca.forumcircle.com/viewtopic.php?p=2035#2035 |
Author: | GunniT [ Sat 02. May 2009 21:10 ] |
Post subject: | Re: Drift keppni 9. maí |
Ein spurning.. Er einhverstaðar hægt að skoða keppnisdagatal?? |
Author: | Steini B [ Sat 02. May 2009 21:14 ] |
Post subject: | Re: Drift keppni 9. maí |
GunniT wrote: Ein spurning.. Er einhverstaðar hægt að skoða keppnisdagatal?? http://www.ba.is/is/page/keppnisdagatal_2009 ![]() |
Author: | GunniT [ Sat 02. May 2009 21:16 ] |
Post subject: | Re: Drift keppni 9. maí |
Þakka fyrir þetta. Og já þetta vantar alveg hér á kraftinn ![]() |
Author: | Aron Andrew [ Sat 02. May 2009 22:25 ] |
Post subject: | Re: Drift keppni 9. maí |
GunniT wrote: Þakka fyrir þetta. Og já þetta vantar alveg hér á kraftinn ![]() Sticky 4tw viewtopic.php?f=20&t=37000&start=0 |
Author: | Dóri- [ Sat 02. May 2009 22:38 ] |
Post subject: | Re: Drift keppni 9. maí |
Ég er að spá í að keppa ![]() |
Author: | Axel Jóhann [ Sat 02. May 2009 22:49 ] |
Post subject: | Re: Drift keppni 9. maí |
Dóri- wrote: Ég er að spá í að keppa ![]() x2 ![]() |
Author: | MR.BOOM [ Sat 02. May 2009 23:01 ] |
Post subject: | Re: Drift keppni 9. maí |
Um að gera....voruð að gera fína hluti í dag. ![]() |
Page 1 of 9 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |