bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Braut í fæðingu á Íslandi
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=20&t=35549
Page 1 of 5

Author:  Einarsss [ Sun 08. Mar 2009 18:57 ]
Post subject:  Braut í fæðingu á Íslandi

Quote:
Góðan daginn áhugafólk um kappakstur á öllum ökutækjum sem ná allt að 300km hraða...(Á lokuðum Brautum)
Er að vinna að stórri viðskiptaáætlun með smíði á alvöru malbikaðri braut allt að 4000metra löng og lámark 12 metra breið með öllu tilheirandi og hefði áhuga á að kanna áhuga ykkar akstursíþróttafólks hvort áhugi sé virkilega fyrir þessari stærð af braut...

Hef vélar og tæki til að láta þetta gerast með stuttum fyrirvara..Tek það fram að ég var aðeis 45 daga að byggja 600 metra langa braut (Reisbrautin) árið 2000 með færri vélum en ég hef til umráða nú.

Landið undir brautina er til og teikningar en nú kemur að ykkur kæra akstursíþróttafólk er virkilega vilji til að láta DRAUM okkar allra verða að veruleika..

Nú vil ég sjá viðbrögð ykkar koma skýrt framm á þessum miðli, og ef virkilega er vilji til að ráðast í þetta verkefni vil ég sjá skýr svör, (NAFN og KENNITÖLU). Og fyrir aftan nafn ykkar sem áhuga hafa skal merkja (Bíll) fyri þá sem hyggjast aka bíl á brautini og (HJÓL) hjá þeim sem ætla að aka hjóli á brautini. (Bara til að hafa tölfræðina á hreinu)

Bara til að upplýsa ykkur akstursýþróttafólk að ef ég tek að mér verkefni þá fer ég í það til að klára það,,það getið þið séð með tilkomu Gokartbrautarinnar í Reykjanesbæ hja Reisbílum..

Mér er mikið í mun að koma þessari braut á kortið og til þess þarf ég ykkar stuðning.
Ekki dugir að fá einhverja tugi jákvæða pósta til að kvetja mig til að koma þessu verkefni af stað mig vantar alvöru stuðning..
Óska ég eftir svörum hér og eins að senda mér mail á póst minn (reisbilar@simnet.is) gamla Gokartmeilinn..
Látið þetta berast út á meðal félaga og sjáum hvort brautin verði ökufær í sumar.....eða haust...

Ég þykist vita að allmargir hafa áhuga á að þessi braut verði að veruleikaog þurfa menn ekki að eiga bíl eða hjól til að skrá sig sem meðlimur. Allir geta verið meðlimir og sínt þessu stuðning. Bara merkja við ef um stuðning við verkefnið er að ræða (STUÐNINGUR).
Ef það hrúgast ekki inn svörun við þessum pósti á næstu dögum þá þurfum við sennilega að bíða nokkuð lengi eftir að braut muni fæðast... á Islandi..

Kveðja
Stefán Guðmundsson.
Reisbílar Ehf.
Gokart.
893-1992


Fékk invite í grúbbu á facebook, mæli með að fólk joini þessa grúbbu og skrifi sig á undirskriftalistann/sendi mail á kappann

hérna er linkur á grúbbuna

http://www.facebook.com/topic.php?topic ... 6346405552

Author:  ömmudriver [ Sun 08. Mar 2009 19:00 ]
Post subject:  Re: Braut í fæðingu á Íslandi

Done 8)

Author:  gstuning [ Sun 08. Mar 2009 19:07 ]
Post subject:  Re: Braut í fæðingu á Íslandi

Mér er sama hver kemur með svona ,
á meðan svona kemur :)


Ég joinaði.

Author:  Einarsss [ Sun 08. Mar 2009 19:10 ]
Post subject:  Re: Braut í fæðingu á Íslandi

líka skrifa undir... ekki bara joina ;)

Author:  Alpina [ Sun 08. Mar 2009 19:26 ]
Post subject:  Re: Braut í fæðingu á Íslandi

Er þetta einn af þeim sem var í ,,,,,, Iceland Motorpark

Author:  Einarsss [ Sun 08. Mar 2009 19:27 ]
Post subject:  Re: Braut í fæðingu á Íslandi

það held ég ekki

Author:  gstuning [ Sun 08. Mar 2009 19:30 ]
Post subject:  Re: Braut í fæðingu á Íslandi

Alpina wrote:
Er þetta einn af þeim sem var í ,,,,,, Iceland Motorpark



Nei.
Þetta er sá sem bjó til go-kart brautinna í Njarðvík.

Author:  emilth [ Sun 08. Mar 2009 19:54 ]
Post subject:  Re: Braut í fæðingu á Íslandi

gstuning wrote:
Alpina wrote:
Er þetta einn af þeim sem var í ,,,,,, Iceland Motorpark



Nei.
Þetta er sá sem bjó til go-kart brautinna í Njarðvík.


Já þetta er hann, en hann átti samt held ég að fá go-kart braut þara við stóru brautina :)

Author:  GunniT [ Sun 08. Mar 2009 21:42 ]
Post subject:  Re: Braut í fæðingu á Íslandi

Done...


Hef trú á Stebba í þessu 8)

Author:  rockstone [ Sun 08. Mar 2009 21:50 ]
Post subject:  Re: Braut í fæðingu á Íslandi

búinn að joina, en hvar skrifa ég undir, og hvað er ég þá að skrifa undir?

langar rosalega til þess að fá góða braut hingað! :P

Author:  GunniT [ Sun 08. Mar 2009 21:56 ]
Post subject:  Re: Braut í fæðingu á Íslandi

Hérna skrifar maður undir

http://www.facebook.com/group.php?gid=1 ... opic=10989

Author:  Aron Fridrik [ Sun 08. Mar 2009 22:29 ]
Post subject:  Re: Braut í fæðingu á Íslandi

hvaðan fær hann pening í þetta ? :)

ég kvittaði undir og allt.. er bara að spá.. hann var á stöð 2 að tala um að hann væri atvinnulaus um daginn..

Author:  Alpina [ Sun 08. Mar 2009 22:51 ]
Post subject:  Re: Braut í fæðingu á Íslandi

Aron Fridrik wrote:
hvaðan fær hann pening í þetta ? :)

ég kvittaði undir og allt.. er bara að spá.. hann var á stöð 2 að tala um að hann væri atvinnulaus um daginn..


Akkúrat.......


MEGA dream ,, sem er seint að verða að veruleika ..

þetta kostar ,,, €€€€€€€€€€€€€€€€€€€€€€€€€€€€€€€€€€€€€€€€€€€€€€€€€€€€€€€€€€€ og rúmmlega það

hafa allavega 5 km braut :santa:

segi ég

Author:  Djofullinn [ Sun 08. Mar 2009 23:10 ]
Post subject:  Re: Braut í fæðingu á Íslandi

Aron Fridrik wrote:
hvaðan fær hann pening í þetta ? :)

ég kvittaði undir og allt.. er bara að spá.. hann var á stöð 2 að tala um að hann væri atvinnulaus um daginn..

Fjárfestar maður :)

Author:  Djofullinn [ Sun 08. Mar 2009 23:12 ]
Post subject:  Re: Braut í fæðingu á Íslandi

Done

Page 1 of 5 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/