bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Mótorsport svæði
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=20&t=34185
Page 1 of 1

Author:  arnibjorn [ Thu 08. Jan 2009 09:32 ]
Post subject:  Mótorsport svæði

Sælir,

Okkur datt í hug að þetta gæti verið sniðug viðbót við spjallið. Látið okkur vita hvað ykkur finnst um þetta :)

kv. stjórnin

Author:  Einarsss [ Thu 08. Jan 2009 09:41 ]
Post subject: 

Mjög sniðugt 8)

Væri flott að fá tilkynningar um skemmtilegar keppnir í sjónvarpinu t.d ef einhver veit um

Author:  arnibjorn [ Thu 08. Jan 2009 09:45 ]
Post subject: 

einarsss wrote:
Mjög sniðugt 8)

Væri flott að fá tilkynningar um skemmtilegar keppnir í sjónvarpinu t.d ef einhver veit um


Já þetta er einmitt rétti staðurinn fyrir þannig.

Menn geta póstað frétta tilkynningum, keppnum eða bara hverju sem er tengt mótorsporti :)

Author:  JonFreyr [ Thu 08. Jan 2009 09:45 ]
Post subject: 

Mjög sniðugt, hef séð þetta á öðrum spjallborðum og þá oft tengt plönuðum "hittingum" og trackdays og þess háttar. Góð viðbót :)

Author:  gstuning [ Thu 08. Jan 2009 12:00 ]
Post subject: 

Þetta er mjög sniðugt.

Hægt að henda spurningum um tjúningar á
fjöðrun
bremsum
stýrisbúnaði
vélum

og svo framvegis.
Ef menn halda off topici í þráðum í burtu þá getur þetta verið mjög góður grunnur af upplýsingum fyrir þá sem eru að koma nýjir inní mótorsport á íslandi sem og á BMW bílum.

Þegar góðir þræðir myndast þá á endanum verður hægt að hafa smá sticky þráð fremst sem vísar í þá bestu þræði, sbr. á s14.net t,d
Mikið smekklegra heldur enn að hafa tonn af sticky þráðum.
Held líka að ef menn detta inná sniðuga torrenta með einhverjum sniðugum bókum tengdum mótorsporti þá væri þetta góður staður að henda þeim inn.

Get allaveganna sagt ykkur að lesa skilar sér mjög vel ;)

Author:  Zed III [ Thu 08. Jan 2009 13:20 ]
Post subject: 

gstuning wrote:
Þetta er mjög sniðugt.

Hægt að henda spurningum um tjúningar á
fjöðrun
bremsum
stýrisbúnaði
vélum

;)


Er þetta ekki tæknileg umræða sem færi í þann þráð eða væri það þá meira DIY ?

Author:  gstuning [ Thu 08. Jan 2009 13:45 ]
Post subject: 

Mér er svona að detta í hug að þetta mótorsport dæmi
haldi betur utan um tjúninga/motorsport tengda hluti, ekki beint viðgerðar hluti , sem ættu þá heima í tæknilegar umræður,
það er svona það sem mér finnst.

Ef menn eru í veseni með bílinn á því leveli að hann funkerar bara ekki rétt þá væri það bilun/viðhald tengt. Tæknilegar umræður
En ef menn eru að pæla í stærri bremsum eða fleiri hestöflum að þetta sé þá réttari svæði fyrir svoleiðis pælingar. Mótorsport

Fyrir utan að mótorsport myndi þá halda utan um eins og hefur komið fram, mótorsport tengt efni hvað sem það er.

Ég á eftir að henda inn nokkrum þráðum, þá einna helst byrja á öllum innspýttingar kerfunum sem hafa verið í BMW uppað þeim sem eru í nýjustu bílunu, og þá sérstaklega beint að því hvernig hvert og eitt virkar og hvernig svoleiðis kerfi er tjúnað, oftast er ekki bara einn möguleiki heldur enn nokkrir og þá myndi ég reyna að útskýra kosti og galla hvers og eins.

Mun þá sleppa KE-Jet, LE-Jet, K-jet kerfunum. þar sem að næstum enginn er með svoleiðis og ef menn væru með svoleiðis þá myndu þeir mjög líklega uppfæra í annað eða standalone.

??
Hvað finnst mönnum

Author:  Zed III [ Thu 08. Jan 2009 13:50 ]
Post subject: 

Ég held að það sé mjög sniðugt að hafa tjúning og upgrades sér, vantar ekki bara svoleiðis þráð og mótorsport keppnir og slíkt væri þá í samkomum/events þráð ?

Author:  gstuning [ Thu 08. Jan 2009 13:56 ]
Post subject: 

Þá mætti það alveg eins heima í tæknilegar umræður ef þessir hlutir er ekki haldið á sama stað,
þ.e motorsport hlutir og motorsport breytingar.

Þar sem að þetta er nýtt sub forum þá þyrfti að pósta alveg ótrúlega mikið í það svo það teldist óskipulagt, enn ég held að þetta eigi eftir að ákveða sig sjálft á endanum hvað menn vilja pósta í þetta sub forum, ég mun pósta tæknilegum umræðum í sambandi við tjúningar.

Author:  arnibjorn [ Thu 08. Jan 2009 13:59 ]
Post subject: 

Bara svo lengi sem að þetta tengist mótorsporti þá á það heima hér.

Hvort það eru mótorsport tengdar tjúnningar eða keppnir þá skiptir það ekki :)

Author:  Zed III [ Thu 08. Jan 2009 13:59 ]
Post subject: 

Cool, ég læt mér fróðari menn um að ákveða þetta. Ég mun fylgjast með báðum þráðunum.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/