bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sat 27. Apr 2024 23:39

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 57 posts ]  Go to page 1, 2, 3, 4  Next
Author Message
PostPosted: Wed 20. Aug 2008 12:25 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15127
Location: Spenge, DE
Þar sem að maður er farinn að svara mikið af túrbó spurningum ætla ég að reyna búa til svona on going þráð til að hjálpa þeim sem eru að pæla í törbó.


Áður enn menn leggja úti þennan þráð
þá er best að lesa þetta vel og vandlega

http://auto.howstuffworks.com/turbo1.htm


Fyrst ber að nefna túrbo greinina.

Það eru til 3 tegundir hérna.

Log manifold - Mosselman - TCD - SPA

M20 Manifold frá TCD

Image



Adapter - 666fab - heimasmíðað

Image

Grein - 666fab - sérsmíðað - PPF og fleiri

Image

Log manifold:

Þetta er meira og minna eitt stórt rör sem er tengt við öll portin á heddinu og tekur allt flæðið og sameinar það í eitt stærra rör sem flytur flæðið svo yfir í sameiginlegann útgang sem tengist svo við túrbínuna.

Ókostur : þetta virkar mjög fínt fyrir mid range power 0.5-1bar cirka, enn endar svo í því að flæðið nær hámarki á einhverjum stað í greininni og þá dregst úr nýtni og hlutir byrja að hitna verulega, oft getur orðið bakflæði aftur ofan í vélina ef túrbínan er ekki nógu stór.
Menn hafa komist í 11sek run með TCD manifold á M20B25 vél.
Og menn nota SPA manifold mjög mikið á M50 og hafa margir náð þokkalegu poweri þar.

Adapter :

Hérna er notað original pústgreinar og þær sameinaðar til að tengjast í túrbínuna,

Kostir: einfalt og þægilegt, ódýrt miðað við annað.
Ókostir : original púst greinar munu á endanum hætta að geta flætt og bakþrýstingur eykst.
Getur léttilega leyft 1.5bar boost á M20 t.d á töluvert stórri túrbínu.

Grein :
Flækjan er þannig að púströr er tekið frá hverjum og einum cyl og tengt í sameiginlegann flange við túrbínu,

kostir: heldur öllum púlsum og öllu flæði aðskildu frá öðrum stimplum, sem hjálpar til við spool og heildar flæði.
ókostir: flókið að smíða og tilbúin er frekar dýr.

Er smíðað eða keypt fyrir ákveðinn tilgang og flæðir því eftir óskum bara.

Túrbinur.

Ástæðan fyrir að menn eru að nota notaðar túrbínur af dísel vélum er sú að þær eru ódýrar af ebay og nóg til af þeim

Ég mæli samt með því að ef menn kaupa notaða að láti taka hana upp hérna heima, þá er hún svo gott sem ný og á samt ekki eftir að kosta sama og ný, hvort sem það er díesel eða venjulega notað fyrir bensín túrbína. Ef menn verða að kaupa XSPOWER túrbínu eða aðra kína copy að láta taka hana samt upp hérna heima því að það eru góðar líkur að þær séu ekki balanceraðar. Sumar þeirra endast lengi lengi enn aðrar varla vikuna,.

Hugtök :

Turbo threshold :


Túrbínur (afgashúsið) ganga fyrir loftflæði og þrýstingsfalli ( eins og veður kort þá fer vindurinn ALLTAF frá Hæð í Lægð útaf því að það er hærri þrýstingur í hæð og "tappast" þaðann í lægð til að jafn út þrýsting það veldur vindi(loftflæði) )

til að fá öxullinn á næga hreyfingu til að mynda boost þá þarf X mikið af flæði í gegnum afgashúsið. Þess vegna breytir bensíngjöfin boosti (breytir flæði í gegnum vélina)

turbo threshold er sá snúningur sem vélin nær að flæða nóg til að koma öxlinum af stað nógu mikið að compressor meginn byrji að geta myndað boost.

Turbo lag :
Þetta er viðbragðstími á túrbinu öxlinum til að snúa compressor hjólinu.
og hefur ekkert að gera með hvenær hún kemur inn í snúningsbandinu, það er öndunar vandamál vélarinnar ekki túrbínunar,
þegar túrbínur koma seint inn í snúningsbandinu ÞÁ ER ÞAÐ EKKI TURBO LAG.

Split pulse :

Image

Þetta er tækni sem gengur útá það að nota púlsa af hljóði og loftþrýsting sem myndast þegar "column" eða pakki af loftflæði úr einum cylender og ventillinn lokast á eftir. Vandamálið er að þegar tveir pakkar af lofti rekast á hvorn annan þá eyðist í þeim kinetic energy eða hreyfiorka og þá minnkar nýtni þeirra á að koma túrbínu hjólinu á ferð hraðar.

Þegar púlsar ná að flæða alveg aðskildir að túrbínuhjólinu þá næst þessi orka í það beint að "berja" á spaðann til að hreyfa hjólið hraðar.
Venjulega þegar þetta er ekki notað þá þarf að vera komið ákveðið mikið þrýstingsfall í gegnum túrbínuspaðann til að fá hann á hreyfingu ( pælið bara í því, ef maður setur svona viftu spaða leikfang í vind þá snýst það á fleygi ferð, enn ef það er ekki vindur þá gerist ekkert , ENN ef maður lemur á einn spaðann þá snýst viftan þrátt fyrir EKKERT flæði )

Það er heildar pæling að fá hjólið af stað á minna flæði!!

Compressor anti surge :

Image

Surge er þegar loftflæðið í gegnum compressor húsið er ekki nóg til að búa til boost við þann hraða sem hjólið er á. Það sem gerist þá er að loftflæðið fer inn í húsið og aftur út !

Anti surge compressor hús hjálpar til við að sporna gegn þessu,
Það sem þau gera er að það er rauf opin að compressor spöðunum yst, ekki eins og venjulega heldur líka á hliðarnar á spöðunum. Þetta gerir það að verkum að compressor þarf minna loft heldur enn ella til að mynda boost, þetta hjálpar til á vélum sem eru littlar enn með stóra compressora.

á myndinni sést raufin hjá spöðunum

MAP Width enhancement groove

Image

Á myndinni sést stærri hringurinn utan um compressor hjólið og bilið þar á milli er mwe groove.

MWE hjálpar til við að auka heildar flæðið á túrbínunni, þ.e stækka ekki bara þannig að hún getur flætt meira við sama boost heldur einnig hærra boost við minna flæði, sem þýðir í raun hraðara spool og nýtnin er hærri
nýtnin er % af því hversu vel henni gengur að halda loftinu köldu er það er þjappa.

Hlutir sem þarf að íhuga fyrst.

Hversu mikið af HÖ á vélin að skila. Þetta ætti að velja einu sinni. Þ.e final talann þótt menn ætli að taka það í stigum að ná þangað.

Afhverju ?

Svo menn séu ekki að versla sér túrbínur oftar enn einu sinni.

Hvenær á boostið að fara koma inn, lægri gírum þá einna helst.

Afhverju ?

Þetta ákvarðar hvernig túrbínu þarf að velja í ljósi hámarks HÖ og hversu lágir snúningarnir eru þegar hún á að koma inn. Einnig hvernig dýra túrbogrein þarf að kaupa eða smíða.

Hversu lítið turbo lag má vera

Afhverju ?

Þetta ákvarðast nokkurn veginn með hvenær boostið á að koma inn, því fyrr sem það kemur inn því minna lag er oftast. Hérna koma MWE og Anti surge vel inn til að flýta fyrir myndun boosts.



Hlutir sem ákvarða hestöflin sem túrbina getur veitt

compressor wheel stærð:
Image

Því stærri sem þetta er því meira flæði getur verið.
Þetta eru cirka tölur
45mm = cirka 320-330hö hámark
50mm = 400hö hámark
55mm = 450-460hö hámark
og svo fram eftir götunum.

Þegar er verið að skoða túrbínur skoðið þá INDUCER mælinguna

Hlutir sem ákvarða hegðun túrbínunar og nýtnis bætingu á vélinni :

Afgashjóla stærð
Því stærra sem hjólið er því meiri bæting er á nýtni á vélinni sjálfri, þ.e hún finnur síður fyrir bakþrýsting sem skemmir heildar flæðið.
Þetta er það sem svíarnir eltast við.

Því stærra sem það er því seinni kemur hún inn.
ENN ef við tökum sem dæmi
M20B25 vél sem kemur sjálf inn í um 4-4,5k þá er liggur við enginn túrbína svo stór að hún komi ekki inn á sama tíma og vélin.
Þannig að þetta er ekki línuleg seinkun á boosti eftir hvað hjólin stækka heldur er þetta meira tengt hvernig vélin andar heldur enn hversu stór túrbínan er.

Eitt sem skiptir miklu máli við notkun á stórum túrbínum er að nota gott boost control þá helst rafmangs eða ventil stýrt.

Þegar menn eru að skoða túrbínur þá mæli ég með því að menn kaupi túrbínur sem eru með mwe, anti surge og split pulse.
Allt þetta gerir það bara að verkum að hún spoolar fyrr, getur flætt meira og aukið nýtni vélarinnar.

Góður staður til að fá notaðar túrbínur er á ebay.
leitið að
Holset
Schwitzer
BorgWarner
KKK

Þessir framleiðendur eru fremstir í flokki þegar kemur að túrbínum þessa daganna.

Enn fremur er BorgWarner fremstir af öllum með svokallað
Extended Tip technology. Enn það er ákveðið útlit á compressor spaðanum sem gerir honum kleyft að flæða umtalsvert meira.
Þær túrbínur eru partur af S-series frá Borgwarner og eru fullkomnar í hvað sem er enn eru dýrar þegar eru keyptar nýjar frá aftermarket fyrirtækjum eins og www.bullseyepower.com eða öðrum.
Þær er samt hægt að fá á ebay annarslagið á lítið.


Inná garrett síðunni eru nokkrar ágætis síður um þetta allt samann :)


Basics
http://www.turbobygarrett.com/turbobyga ... ch101.html

Advanced
http://www.turbobygarrett.com/turbobyga ... ch102.html

Expert
http://www.turbobygarrett.com/turbobyga ... ch103.html

Hérna er sniðug síða með ágætis pælingum í sambandi við bakþrýsting og rafmangs boost control.
http://www.airpowersystems.com/350z/tur ... _boost.htm

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Last edited by gstuning on Mon 29. Sep 2008 23:25, edited 5 times in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 20. Aug 2008 12:49 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 28. Jun 2005 23:13
Posts: 12513
Location: Bitch viltu dick?
flottur þráður, mæli með límingu(sticky)

Svo er förum við fljótlega að slá svíunum út í túrbó madness... miðað við höfðatölu auðvitað :lol:

_________________
Fullt af CF sem rúllar


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 20. Aug 2008 13:05 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Wed 03. Aug 2005 18:16
Posts: 16512
Location: Rvk city
Gunni bað mig um að læsa þræðinum tímabundið á meðan hann er að klára! Verður opnaður aftur í dag :D

_________________
Enginn bíll!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 20. Aug 2008 15:22 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Wed 03. Aug 2005 18:16
Posts: 16512
Location: Rvk city
Mjög flottur þráður! Á eftir að hjálpa mér fullt þegar ég fer í turbó :D

_________________
Enginn bíll!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 20. Aug 2008 15:33 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 06. Nov 2003 15:38
Posts: 5952
Location: Akranes
Þetta er frábær þráður hjá þér Gunni, miklar pælingar í gangi.

_________________
Image
E30 - 325iC - 323iA - 320i - 318iS
E21 - 320
Honda CBR600 F2 Streetfighter


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 20. Aug 2008 15:39 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 18. May 2004 03:33
Posts: 15561
Location: Keflavík
ROSALEGA góður þráður.....

Innihaldsríkur og góður, 10/10 í einkunn ;)

_________________
Owner of: Anax Tuning IvS
Danmark
--------------
99' BMW E36 330i Turbo - 634whp/781wnm
ImolaRot
--------------
04' Ford F550 6.0 Powerstroke - ???hp/???nm
ImolaRot
--------------
06' BMW E61 535d - 442hp/871nm
Spacegrey Metallic


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 27. Aug 2008 19:20 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Sun 03. Aug 2008 03:00
Posts: 174
Location: Horsens,Danmörk
Hérna er ein góð með turbo kitum einhverskonar bolt on kitum http://www.carrindustries.com/catalog/turbocharging.htm

En hvernig haldiði að þetta virki http://store.nexternal.com/shared/Store ... oducts.asp


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 23. Dec 2008 16:54 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Sat 13. Dec 2008 15:30
Posts: 12
http://www.carrindustries.com/catalog/turbocharging.htm

Hvaða gjaldmiðill er notaður á þessarri síðu? :oops:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 23. Dec 2008 16:55 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15127
Location: Spenge, DE
Dr._Gizmo wrote:
http://www.carrindustries.com/catalog/turbocharging.htm

Hvaða gjaldmiðill er notaður á þessarri síðu? :oops:


$ er þarna útum allt,

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 23. Dec 2008 16:57 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Wed 03. Aug 2005 18:16
Posts: 16512
Location: Rvk city
gstuning wrote:
Dr._Gizmo wrote:
http://www.carrindustries.com/catalog/turbocharging.htm

Hvaða gjaldmiðill er notaður á þessarri síðu? :oops:


$ er þarna útum allt,


Semsagt dollarar ef að Gizmo skilur ekki $ :lol:

_________________
Enginn bíll!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 23. Dec 2008 17:28 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Sat 13. Dec 2008 15:30
Posts: 12
haha úpps.. þreyttur og lesblindur... heilabúið ekki að virka


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 23. Dec 2008 23:38 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 22. Nov 2004 13:31
Posts: 1905
Location: RVK
Image

Image

_________________
E39 530D ///M Sport


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 29. Dec 2008 10:02 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Mon 29. Dec 2008 09:36
Posts: 11
Location: vík
hvað myndir þú taka fyrir að breyta non turbo bíl í turbo bíl?

er að tala um benz... :cry:

_________________
mercedes benz c 280 sport 1995
mercedes benz c 180 classic 1997
mercedes benz 230 te 1988 partar til sölu


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 29. Dec 2008 10:05 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 28. Jun 2005 23:13
Posts: 12513
Location: Bitch viltu dick?
gerir það bara sjálfur ;) færð gstuning svo til að tjúnna fyrir þig.

en ekki off topica í þessum þræði, búðu frekar til annan þráð

_________________
Fullt af CF sem rúllar


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 08. Jan 2009 17:06 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 25. May 2003 23:50
Posts: 11977
Location: ::1
valdi_kx wrote:
hvað myndir þú taka fyrir að breyta non turbo bíl í turbo bíl?

er að tala um benz... :cry:


Þennan mega AMG bíl sen þú átt? :lol:

_________________

VW Golf GTi Cabriolet
VW Golf GTi MK4


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 57 posts ]  Go to page 1, 2, 3, 4  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 44 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group