Ég ætla að reyna að svara þessum spurningum.
Bíll með 5 í seinasta staf er löglegur á götunum út júlí og því má hann keyra samkvæmt reglum driftdeildarinnar. Þú ert samt flottari með 11 miða
Ef þú sérð ekki fram á að taka þátt í neinni annari keppni í sumar þá borgaru bara 1.000kr ÍSÍ/LÍA gjaldið og átt alveg jafnan rétt og þeir sem borga 10.000kr. Nema að það komi til að það verði gefinn Íslandsmeistaratitill fyrir þetta, sem mér finnst virkilega ólíklegt, þá færðu ekki titilinn ef þú vinnur en samt færðu verðlaunin fyrir keppnina.
Varðandi dekkin, þið megið vera á hverju sem ykkur sýnst svo lengi sem það er ekki neglt eða skrúfað.
Við höfðum samband við TM, Vörð, Sjóvá og Vís og það er hvergi vandamál að fá viðauka, nema að hann kostar ~9000kr hjá Verði fyrir allt tímabilið.
Keppnin er haldin á Akstursíþróttasvæði AÍH sem er jú rallýcrossbrautin.
Fyrirkomulagið á keppninni verður þannig að um morguninn (frá kl 10:30) verður keyrð undankeppni. 16 efstu úr undankeppninni komast svo áfram og halda áfram að keppa kl 13:00, þá verður útsláttarkeppni.
Dúndrið bara inn fleiri spurningum ef einhverjar eru.
kv. Aron Andrew