Aðeins til að skýra út fyrir mönnum,

Það er verið að tala um þetta svæði sem Hafnarfjarðarbær hefur úthlutað til AÍH og KK. Þarna var upphaflega planað að hafa kvartmílu, mótorhjóla,gokart, rallycross, torfæruhjóla og hringakstursbraut.
Torfæruhjólabrautirnar eru þarna gular og stendu til að byrja á þeim núna. Hvítu svæðin er friðuð og setur það stórt strik í reikningin sértsaklega hvað varðar stóra hringaksturbraut og getum við þakkað Hraunavinafélaginu fyrir það.
Þessi hönnunarmynd var einungis sett fram fyrir nokkrum árum til að hafa eitthvað til að vinna með, þetta er engin teikning af komandi svæði heldur einungis til viðmiðunar það er okkar mat að svæðið þurfi nú að fara í hönnun til að sjá hvað hægt er að gera úr þessu svæði svo að það nýtist okkur öllum sem á sem bestan hátt.
Ekki er hægt að líkja þessu saman við það sem er í byggingu fyrir sunnan þar sem það er í eigu einka aðila en þetta er í eigu frjálsra félagasamtaka.
Lollypop er svæði uppá gamla varnarsvæðinu sem RR hefur reynt að fá afnot af.
MX deildin er eins og fram hefur komið svæðislaus og hefur því fengið að vera milliliðalaust í viðræðum við Hafnarfjarðarbæ til að flýta þar fyrir, enda eru þær framkvæmdir ekki beint viðkomandi hinum.