bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Túrbó fræði - val á túrbínum
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=20&t=31377
Page 2 of 4

Author:  gardara [ Thu 08. Jan 2009 17:11 ]
Post subject: 

Jón Ragnar wrote:
valdi_kx wrote:
hvað myndir þú taka fyrir að breyta non turbo bíl í turbo bíl?

er að tala um benz... :cry:


Þennan mega AMG bíl sen þú átt? :lol:


Nei sko! c280 amg kominn á kraftinn! :lol:

Author:  ValliFudd [ Thu 08. Jan 2009 23:56 ]
Post subject: 

ein spurning sem ég og líklega fleiri eru að spá í.. Ef ég er með mótor og mig langar að túrbóa.. Tökum sem dæmi bara 2 mjög algenga.

m50b25 og m20b25

Langar í kannski 300 hö.. Hvað þarf ég að gera annað en að kaupa mér túrbínu, tölvu og intercooler? (og smádrasl) Hvað þarf ég að gera við sjálfan mótorinn? Maður er að sjá menn skipta út stimplum og alls konar dótaríi.. Hvað komast menn langt með því að eingöngu troða bínunni á mótorinn? Taka þeir alveg við lofti án breytinga?

Bara pæling.. Og einnig, hvað þarf ég?
Turbínu
Intercoler
Blowoff?
Wastegate?
o.s.frv...

Author:  gstuning [ Fri 09. Jan 2009 00:03 ]
Post subject: 

Í grundvallar atriðum fyrir M50.


innvols þolir 550hö, ef menn eru tilbúnir að skipta út heddpakkningu fyrir stál sem er þykkara og setja ARP heddbolta sem teygjast ekki.

Þetta lækkar þjöppuna nálægt 8.6-9.0 sem hentar flott í túrbó á M50.

Ef þig langar í 300hö þá þarftu ekki að gera neitt við M50 vélina þína.
Gefið að hún sé í þá góðu standi fyrir. Þjappan er ekkert fyrir þér þar.

Littli listinn yfir turbo breytingu.

wastegate
Turbo
Turbo manifold
intercooler rör
intercooler þá væntanlega
nýtt púst ekki minna enn "3 , sama hvaða BMW það er.
ný loftsía
stærri spíssar.


Einhverskonar tölvubreytingu og eða aðra tölvu sem hentar í það sem þú vilt gera,

Þetta coverar
að koma boostinu frá túrbínu yfir í vélina
að koma loftinu frá vél yfir í túrbínu og þaðann í pústið einnig wastegate til að stýra þrýstingsleka framhjá túrbínu hjólinu til að stilla inntaks þrýsting.
Að spíssarnir geti komið nógu miklu bensíni inn.

Þetta myndi ég kalla littla listann :)

Author:  Aron Fridrik [ Fri 09. Jan 2009 00:37 ]
Post subject: 

það þarf líka að koma olíu að túrbínunni ekki satt ?

Author:  Aron Andrew [ Fri 09. Jan 2009 00:41 ]
Post subject: 

Aron Fridrik wrote:
það þarf líka að koma olíu að túrbínunni ekki satt ?


Frekar lítið mál, nokkrir þúsundkallar í Barka.

Svo þarf olían að komast frá túrbínunni, það eru einn eða tveir þúsundkallar í áliðjunni fyrir múffu og suðu í pönnuna.

En ég held ég geti alveg talað af reynslu að það kemur ALLTAF upp einhver auka kostnaður.

Author:  Alpina [ Fri 09. Jan 2009 00:45 ]
Post subject: 

Aron Andrew wrote:

En ég held ég geti alveg talað af reynslu að það kemur ALLTAF upp einhver auka kostnaður



.


Þetta er það sem ég er búinn að hafa orð á .......

og svo skulum við vitna í málshátt

Ungur nemur gamall temur,,,,,

eða

Ungur lemur gamlann garm :lol:

Author:  Stefan325i [ Fri 09. Jan 2009 18:52 ]
Post subject: 

Túrbókerfið í bílnum mínum eins og hann er núna RV048

Þetta er m20b25 og það sem ég notaði

Túrbógrein. 25þ
Túrbína. 50þ
Púst, 50þ
Intercooler 20þ
ARP heddstuddar 25þ
MSL stálheddpakning 25þ
rör frá túrbínu inná vél 25þ
Hosuklemmur uþb 20-30 st mismunandi stærðir 10þ
Silicon hosur 15þ
olíuleiðsla með niplum frá vél að túrbínu og skynjurum 10þ
oliuleiðsal frá túrbínu 5þ
gata olíupönnu fyrir olíuaffall 5þ
stærri spíssar 20þ
bleedventill til að stilla boost 10þ
Smt 6 tölva 35þ
merkja innverter 10þ
mega spark kveikjumagnari 15þ
msd háspennukefli 15þ
UUC kúpling og pressa 60þ
Map skynjari 10
Widebandcontroler 20þ
Wideband skynjari 10þ
pústhita skynjari 10þ
Bosst mælir 5þ
Tjúning og stilling á krerfinu ????? spurja gunna. 20-50þ

Grófáskotið hjá mér og er ég að miða við gamla gengið og verð sem þú gætir séð ef þú værir að fara að gera þetta í fyrsta skiptið.

480-550þ

Svo er óvæntur kostnaður sem er að minni reinslu um 20- 25% af heildarkostnaði á kerfinu, og það eru peningar sem þu veist ekkert í hvað fóru

þannig ofan á þessa tölu hér að ofan er um 100þ

og þá áttu kanski eftir að kaupa viftukúplingu tímareim vatnsdælu ofl ofl

Þetta kostar peninga.

Spurðu Danna,Einar, Steina , Eða mig og ég held að þerir sammþyggi þetta.

Author:  Djofullinn [ Fri 09. Jan 2009 19:35 ]
Post subject: 

700+ hjá mér. Reyndar með standalone og allt keypt nýtt.
Og náttúrulega á gamla genginu þannig að þetta er eflaust x2 í dag.
Pústið er ekki inn í þessu reyndar, það var 40k.
Dótið fyrir vélina sjálfa, s.s tímareim, strekkjari og eitthvað er ekki inní þessu.
Síðan fer alveg mega vinna í þetta :)

Author:  Einarsss [ Fri 09. Jan 2009 19:54 ]
Post subject: 

Djofullinn wrote:
700+ hjá mér. Reyndar með standalone og allt keypt nýtt.
Og náttúrulega á gamla genginu þannig að þetta er eflaust x2 í dag.
Pústið er ekki inn í þessu reyndar, það var 40k.
Dótið fyrir vélina sjálfa, s.s tímareim, strekkjari og eitthvað er ekki inní þessu.
Síðan fer alveg mega vinna í þetta :)



minnir að ég hafi talið mitt í 750 kall með öllu, pústvinnu, heddvinnu og tuning

Allt nýtt sem ég keypti. Ég keypti ýmsa hluti með öðrum (danni eða steina) og sparaði þar á sendingarkostnaði. Svo skipti ég nánast öllu dóti sem ég gat skipt um þegar ég var að rífa í sundur og keypti í BogL.

Ef maður er ekki vel græjaður af verkfærum þá er slatti kostnaður þar, allskonar aukakostnaður ... þússari hér og þar.

Ég gerði ráð fyrir að þetta myndi kosta mig svona 400-450 þúsund til að byrja með

Author:  Stefan325i [ Fri 09. Jan 2009 19:54 ]
Post subject: 

Þetta eru bara svona skot í myrkri þessar tölur
pústið mitt var 20þ það er bara efni og heimasmíðað


Sjáið það ég er að skjóta á 580-650 miðað við svipað kerfi og ég er með og þið eruð í stærri pakka en ég með standalone og stærri túrbínur waistgate og bow.

þannig að á gamla genginu er þetta

550 til 800þ

Hvað segir steini varstu búinn að taka þetta saman eða ætlaru bara að sleppa því :? 8)

Author:  Einarsss [ Fri 09. Jan 2009 19:56 ]
Post subject: 

Og þetta allt fyrir peninginn! sé ekki eftir að hafa lagt í þetta.

Author:  Djofullinn [ Fri 09. Jan 2009 20:02 ]
Post subject: 

einarsss wrote:
Og þetta allt fyrir peninginn! sé ekki eftir að hafa lagt í þetta.
Algjörlega. Samt er ég bara ennþá að blása lítið :)

Author:  gunnar [ Fri 09. Jan 2009 20:26 ]
Post subject: 

Þar sem þið eruð ekkert að fela verðina eða neitt á þessu. Sjáiði ekkert eftir því að hafa ekki farið í M50B25 Turbo ? Það hefði sjálfsagt kostað þó með kaup á mótor og slíku.

Author:  Einarsss [ Fri 09. Jan 2009 20:35 ]
Post subject: 

gunnar wrote:
Þar sem þið eruð ekkert að fela verðina eða neitt á þessu. Sjáiði ekkert eftir því að hafa ekki farið í M50B25 Turbo ? Það hefði sjálfsagt kostað þó með kaup á mótor og slíku.


nei þannig séð ekki, kostar ekki mikið að skipta svo yfir í m50 seinna ... eina sem vantar er turbo manifold. Nógu mikill kostnaður að gera m20 túrbo til að byrja með.

plús að þetta hefði tekið lengri tíma að swappa og ábyggilega lágmark 200k í viðbót.

Ég útiloka ekki að fara í m50 seinna en 350hö í e30 eins og er ... er ógeðslega gaman. Bíllinn hjá jarlinum verður KLIKKAÐUR

Author:  Djofullinn [ Fri 09. Jan 2009 22:04 ]
Post subject: 

gunnar wrote:
Þar sem þið eruð ekkert að fela verðina eða neitt á þessu. Sjáiði ekkert eftir því að hafa ekki farið í M50B25 Turbo ? Það hefði sjálfsagt kostað þó með kaup á mótor og slíku.

Ég hugsaði þetta þannig að fyrir 450 hö-in sem ég ætla í þá þarf ég ekki m50, m20 dugar.
En ég væri vel til í að gera M3inn M50 Turbo 8)

Page 2 of 4 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/