Nokkur atriði sem hafa verið rædd hér í þræðinum og mitt sjónarhorn á einhver þeirra. Afsakið langlokuna.
- Dómarar séu bara að dæma fyrir stakar beygjur á svæðum.Dómarar fá úthlutað ákveðnum svæðum og eiga að dæma þau í heild sinni, þ.e. hvernig er driftað í gegnum allt svæðið,
við munum klárlega skerpa á þessu atriði með dómurum fyrir næstu keppnir!Mér skilst líka að erlendis séu það yfirleitt lítill hluti brautarinnar sem sé dæmdur en við erum að nota mestalla brautina, enda auðvitað "smá" stærðarmunur á keppnisbrautum erlendis og hér. Kannski er það eitthvað sem við ættum að skoða í framtíðinni að minnka svæðin sem eru dæmd eða fækka þeim?
- Birta stig dómaraKerfið er byggt upp þannig að stig dómara eru ekki nafngreind heldur er farið yfir stigin af stigaverði og skoðað hvort einhverjir dómarar séu að gefa áberandi lítil stig miðað við hinn dómarann á sama svæði. Eins er dómgæslunni skipt niður í svæði á brautinni með tvo dómara á hverjum stað. Ef áberandi tengsl eru á milli tveggja dómara er reynt að komast hjá því að þeir dæmi saman á sama svæði. Og loks er dómarapörunum stokkað upp á milli umferða. Stigakerfið sem dómararnir nota, hvaða atriðum þeir dæma eftir, vægi atriða og svæðaskiptingin er kynnt fyrir keppendum fyrir hverja keppni. Eins er haldinn fundur með dómurum fyrir keppni þar sem þessi mál eru rædd. Dómararnir gefa stig fyrir 5 mismunandi atriði á hverju svæði auk 3 frádráttaratriða, þetta auðveldar líka dómurum að halda þessu ópersónutengdu með því að einbeita sér að þessum atriðum. En auðvitað verður dómgæslan í driftinu samt alltaf huglægt mat dómara frá því sjónarhorni sem hann horfir á keppendur og hvort Gísli í pittinum eða Eiríkur á áhorfendasvæðinu hafi réttara fyrir sér en Helgi dómari er að mínu mati að mestu tilgangslaus pæling. Eins og Árni Björn orðaði það, ef þú ert kominn í þessar pælingar þyrftirðu að komast inn í huga dómararns á því augnabliki.
Eins og fram hefur komið þá er þetta lítið land með ennþá minna samfélagi mótorsportáhugafólks þar sem allir þekkja alla og því erfitt að finna dómara sem bæði eru algerlega hlutlausir. Athugið líka að það er ekki bara hætta á að dómari gefi kunningja sínum of hátt, ef þetta væri nafngreint gæti hann líka hikað við að gefa kunningja sínum lága einkunn fyrir það sem honum finnst lakari akstur.
Og varðandi birtingu stiga þá held ég að við séum að fara langt fram úr fyrri keppnum í birtingu stiga þar sem keppendur hafa fengið sundurliðuð stigin sín alveg niður á hvert atriði á hverju svæði á hverjum hring.
En ég er ekki að segja að þetta sé eitthvað endanlegt óbreytanlegt besta kerfi í heimi. Þetta er það kerfi sem við settum saman fyrir mótið með helstu áhersluna á að reyna að gera dómgæsluna sem hlutlausasta án þess að dómararnir eigi það á hættu að dragast inn í persónuleg rifrildi og röfl og engin leið verði að fá dómara til starfa. Mér þætti það verra að gera miklar breytingar á kerfinu á miðju tímabili og eiga þá á hættu að eyðileggja möguleika á samanburði á milli einstakra keppna en auðvitað má stilla kerfið eitthvað til í samráði við þá sem koma að málinu: mótshaldara, keppendur og dómara.
Dóri nefnir líka tengsl eins dómarans við málaferli sem eru í gangi í dómskerfinu. Þarna verð ég að viðurkenna að við vorum í bölvaðri klípu. Einn dómarinn forfallaðist og lét okkur ekki vita svo við vorum komnir í tímapressu að finna dómara. Ég talaði við Dóra um að dæma en hann afþakkaði vegna tengsla (sem er bara í fínu lagi). Þá ákváðum við að fá Gunnar í þetta þar sem hann var hluti af starfsmönnum á svæðinu og ekki í stjórn DDA. Enn og aftur, þetta var mikil tímapressa og ákvörðunin var þessi og þá líka að rýna tölurnar vel frá honum eftir keppni frekar en að hætta við keppni vegna dómaraskorts.
- Efstu keppendur mjög jafnir og spurning hvort röð efstu hafi verið réttFimm stiga munur ( ~1,3% )á milli 1-2 og 2-3 segir mér eiginlega að þessir þrír (og eiginlega fjórða sætið líka 11 stigum frá þriðja sæti) voru einfaldlega hnífjafnir í keppninni og þeir geta allir verið stoltir af árangrinum. En það eru gefin stig til að úrskurða sætin og það munaði þessum örfáu stigum og þessvegna raðast þeir svona upp. Að mínu mati eru þeir allir sigurvegarar!
Keppnin var bara svo miklu jafnari núna. Til dæmis var efsti maður í fyrstu keppni 50 stigum fyrir ofan annað sætið. Núna þarf að fara niður í sjötta sætið til að finna mann sem er 50 stigum frá fyrsta sæti! Þetta finnst mér benda til þess að það geti allt gerst í sumar!

Það er talað um að Aron hafi verið verri í þessari keppni en þeirri á undan. Þetta finnst mér sjást á stigunum, ég sé ekki betur en hann hafi verið lakari alla hringi nema þennan eina (eða semsagt einn í hvorri umferð) sem hann náði betur en það er víst það sem dugir. Ég get líka staðfest þetta sem Fannar nefnir með Aron og stóru beygjuna, hann var ekki að skora nærri eins hátt þar og t.d. í skálinni.
- Dómari kvartar yfir öðrum dómara í fyrstu umferð vegna stiga sem ákveðin bíltegund fékkÞað að dómari kvarti yfir dómgæslu annars dómara... sýnir það ekki að eftirlit er vel virkt?

Eins virðist þetta ekki hafa mikil áhrif á heildarniðurstöðuna, amk. ekki í efstu sætunum með aðeins einn BMW í fimm efstu sætunum.
Við höfum ekki náð að rýna betur í tölurnar úr fyrstu umferð akkúrat varðandi þennan dómara og BMW bifreiðar en við munum gera það við fyrsta tækifæri núna þegar hægist um eftir keppnina um helgina. Sama var með tölurnar úr þessari keppni, þær voru rýndar enn betur en úr fyrstu keppninni og á sjálfsagt eftir að rýna enn betur og sama með restina af keppnum sumarsins.
Eins höfum við notað hvert tækifæri til að brýna fyrir dómurum að hafa í huga að þeir séu bara að dæma einhverja bíla með númer að drifta á braut, alveg óháð því hver er á bak við stýrið og hverrar tegundar bíllinn er. Og við munum halda því áfram og örugglega ekki minna en áður!
- Reglubók dómara og kynning fyrir keppendum, dómurum og almenningiÞað er ekki rétt hjá gstuning að reglur séu ekki til varðandi dómgæslu . Sú "bók" er í raun til en er aðeins eitt A4 blað með stuttri lýsingu á þeim atriðum sem er dæmt eftir. Þetta er kynnt fyrir keppendum fyrir keppni, líka dómurum, dómarar eru með eintök af blaðinu með dómblöðunum og farið yfir á fundi fyrir keppni. Eina sem er eftir er að gera þetta blað opið fyrir almenningi en þó má lesa mest úr þessu úr keppnisreglunum á vefsíðu félagsins.
Það sem Dóri póstar varðandi dómgæslu í drifti vorum við einmitt meðal annars búin að skoða og notuðum til viðmiðunar og aðlagað eftir íslenskum aðstæðum (lítið land, lítil braut, vinahópar/óvinahópar o.fl.)
En þetta eru auðvitað eins og ég hef nefnt áður allt saman hlutir sem má laga til eftir því sem meiri reynsla kemst á framkvæmd og útfærslu keppnanna. Við munum örugglega gera dómarabókina ítarlegri og aðgengilegri öllum.
- Óvæntar uppákomur / regluleysiVarðandi óvæntar uppákomur þá er aldrei hægt að skrifa niður reglur yfir alla óvænta hluti sem koma upp, það hlýtur alltaf að verða að vera einhver catch-all regla um að keppnisstjóri ákvarði í þeim óvæntu atriðum sem ekki er akkúrat til regla um.
Eftir því sem ég best voru þessi helstu mál tækluð svona:
Keppandi mætti aðeins of seint á keppnisstað: Viðkomandi var búinn að hringja og láta vita að hann hefði tafist en væri lagður af stað. Að helming ökumanna hafi vantað eins og Dóri talar um kannast ég ekki við nema ég hafi verið í einhverju öðru tímabelti (reyndar dauðþreyttur og ekki mikið sofinn og kannski að horfa á einhverja ímyndaða klukku eða mislesið dagskrána). Ég stóð amk. í þeirri meiningu að það hafi bara verið einn keppandi sem var seinn á keppnisstað.
Keppandi (með rásnúmer 1) skrapp í hléinu af keppnisstað og var aðeins of seinn til baka, keppni tafðist um 5-10 mín: Keppnisstjórn ráðfærði sig við keppendur og þeir voru sammála að hinkra þar sem vitað væri að það var stutt í að hann kæmi aftur.
Bíll bilar hjá keppanda rétt fyrir keppni: Keppanda var leyft að skipta um bíl og keppa á bíl annars bíl (með hans leyfi auðvitað!

)
Kannski hefði verið réttara að tækla þessi mál öðruvísi þegar þau komu upp en svona var ákveðið að tækla þau. Þetta verður svo skoðað betur varðandi endurskoðun á keppnisreglunum. Hvort það verður gert á miðju keppnistímabili að breyta reglunum mikið veit ég ekki og efast satt að segja um en örugglega eftir keppnistímabilið!
- Fundur með keppendum í byrjun ársFélagið er svo nýtt að einhverjir keppenda í fyrstu umferð voru að gerast meðlimir við skráningu í keppni. Við munum klárlega halda fund fyrir næsta tímabil og ég er líka mjög opinn fyrir því að halda fund(i) á miðju tímabili og fara yfir stöðuna þar, hvað má bæta og hvernig, sumt er hægt að laga strax, annað verður að laga fyrir næsta sumar, ætla að taka þetta upp með stjórninni. Það er örugglega betra að hittast einhversstaðar í góðu tómi frekar en að ræða þessi mál í miðri keppni út á braut eða á spjallborðum á netinu, spjallborð BMWKrafts er að mínu mati ekki rétti vettvangurinn (ef það væri til Nissankraftur.is þá væri samt líklega líka heit umræða þar

).
Við verðum líka að gera okkur grein fyrir því að þetta er fyrsta íslandsmeistaramótið í íþróttinni með nokkrum keppnum og hlutirnir eru í mótun og í gríðarlega mörg horn að líta við skipulagningu og þessháttar. Um að gera að ræða hlutina og þá líka á málefnalegum nótum.