
Jæja þá er loksins komið að því. Við ætlum að halda æfingu annað kvöld, 29. apríl.
Allar tegundir af bílum velkomnar, afturdrifnir, framhjóladrifnir og drifnir allann hringinn!
Hvort sem menn/konur kjósa drift eða grip!
*Mynd frá Sæma Boom,
Brautin opnar kl. 18:00 og við hættum að keyra kl. 21:00 , þá er bara orðið dimmt og kalt. Í sumar er planið að opna og loka á mínútunni, svo það þýðir ekkert að mæta rétt fyrir 21:00! (Tíminn færist örugglega til 22:00 þegar sólin er farin að láta sjá sig)
Þar sem AÍH hefur enn ekki tekist að halda tiltektardag vegna veðurs, þá ætlum við að mæta fyrr á morgun og manna sópana.
Aðstoð við það er velkomin. Tímasetning á því ætti að vera komin hér inn í síðasta lagi á hádegi á morgun. Reikna má með mætingu kl. 16-17.
UPPFÆRT:
Sjá þennan póst.Fyrirkomulagið verður með sama sniði og vanalega.
Það sem þarf til að fá að keyra er:
Skoðaður bíll eða endurskoðun svo lengi sem að ekki er sett útá öryggisatriði. Framvísa þarf skoðunarvottorði ef að bíll er ekki með fullgilda skoðun.
Gilt ökuskírteini.
AÐ vera meðlimur í klúbbi innan ÍSÍ.
Löglegur hjálmur.
Nagladekk stranglega bönnuð.
Við mælum svo endilega með því að menn hafi samband við sín tryggingarfélög og fái að vita hvort þeir þurfa viðauka á æfingum eða ekki.
Farþegar eru leyfðir.
Bæði ökumenn og farþegar skrifa undir ábyrgðaryfirlýsingu á svæðinu.
Miðasala fer fram hjá N1 bæði í Lækjargjötu í Hafnarfirði og í Reykjanesbæ.
Það kostar 1000kr fyrir meðlimi DDA og 2000 kr fyrir þá sem eru meðlimir í öðrum klúbbum.
Biðjið bara um dagskort á Rallýkrossbrautina.
Það keyrir enginn án miða!Hér eru svo upplýsingar um hvernig á að skrá sig:
http://www.drift.is/skraningifelagid.phpATH! Á síðunni stendur að árgjaldið sé 3500 kr.
Það hefur verið hækkað og er núna 4000 kr. Síðan verður uppfærð vonandi fljótlega.
Muna svo:
Áhorfendur eiga ekki að leggja inní pitt, þeir skulu leggja hægra megin við brautina.
Keyra varlega á malarveginum upp að braut.
Koma með góða skapið.
Spurningar?
F.h. DDA.