
Skráning er hafin í fyrstu driftkeppni sumarsins
(aftur) þann 2. júní. Skráning fer fram
HÉR.
Keppnisgjald er 4000kr.
Skráningu lýkur á föstudaginn 1. júní kl 15:00.
Til að keppa þarf að vera félagi í einhverju af aðildarfélögum ÍSÍ (t.d. BA, DDA, RCA, KK). Skráning í DDA fer fram
HÉR.
Við vekjum athygli á því að kaupa þarf keppnisskírteini frá ÍSÍ. Það má gera
HÉR.
Þar sem keppendur verða örugglega ekki komnir með skirteinið í hendurnar fyrir keppni,
þá verða keppendur að mæta með afrit af greiðslunni.Ef einhver ætlar að skrá sig í keppni sérútbúna (twin drift), þá þarf sá að láta okkur vita. Við þurfum að fá minnst fjóra keppendur í þann flokk til að hægt sé að keyra hann.
Þeir sem borguðu fyrir keppnina sem átti að vera 12. maí síðastliðinn, þurfa að sjálfsögðu ekki að borga aftur. Það væri samt rosalega fínt ef þeir myndu skrá sig aftur, svo við vitum nú hvort menn ætli að keppa.
ATH! Þetta verður kvöldkeppni. Nákvæmari tímasetningar auglýstar síðar....já og okkur vantar dómara.
F.h. DDA.