bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 02. May 2025 02:49

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 1 post ] 
Author Message
PostPosted: Sat 12. Jun 2010 10:52 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Sat 12. Jun 2010 10:49
Posts: 2
Image

Eftir viðburðaríkann föstudag halda 12 bílar í Nesbyggð Rallinu áfram keppni.

Í fyrsta sæti eftir föstudaginn eru Hilmar B. Þráinsson og Stefán Jónson(1.sæti) á MMC Lancer en Jón Bjarni Hrólfsson og Borgar Ólafson(2.sæti) eru aðeins einni sekúndu á eftir þeim.

31 sekúnda er í næsta bíl en þar eru þeir Aðalsteinn Jónsson og Heimir Snær Jónsson(3.sætið) á MMC Evolution X, hratt á eftir þeim koma Fylkir Jónsson og Elvar Smári Jónsson(4.sæti) á Subaru Impreza en það skilja aðeins 4 sekúndur af 3. og 4. sætið.

Óskar og Valtýr á Peugeot 306 s16 eru á nákvæmlega sama tíma og þeir Sigurður og Guðbjörn á Toyota Celica, Þorsteinn Páll og Ragnar er aðeins 3 sekúndum á eftir þeim og því mikil barátta um 6.sætið.

Fimm áhafnir duttu út á föstudeginum en það voru þeir Pétur/Björn(MMC Lancer Evo VI), Einar/Símon(Audi Quattro S2), Halldór/Magnús(Toyota Corolla FX16) og Gunnar og Reynir(Ford Focus). Magnús Þórðarson og Bragi Þórðarson(Subaru Impreza) hófu ekki keppni saman á föstudeginum en það urðu áhafnabreytingar og Bragi Þórðar situr nú í bíl með Baldri Jezorski sem aðstoðarökumaður.

Eins og áður kom fram duttu Einar og Símon á Audi Quattro S2(bíl nr.17) úr keppni í gær en þeir keyra þó með í rallinu í dag. Þeir reka lestina og eru 13. í rásröð og mega ekki fara framúr næsta bíl. Tími þeirra á laugardegi er hvorki gildur í Nesbyggð Rallý né Íslandsmeistaramótinu í Rallakstri.

7 sérleiðir eru eftir í Nesbyggð Rallinu á laugardeginum og því gaman rétt að byrja!

Fylgist með tímunum í dag á http://www.aifs.is

Kv. Gunnar H. G


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 1 post ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 3 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group