Air Flow Meter eða loftflæði mælir
AFM mælir rúmmálið af lofti sem er að fara ofan í vélina,
Hversu mikið þrýstifallið er í gegnum AFMið segir til um loftflæðið sem og hversu mikið flappsinn opnast.
stífleikinn á gorminum breytir því hversu mikið flapsin opnast við ákveðið þrýstifall, með þessu er hægt að fínstilla mixtúru enn þetta er samt stillt þegar þeir eru framleiddir og testaðir.
Ef tölvan veit hversu mikið rúmmál er að koma í gegnum AFMið per sekúndu þá getur tölvan bakreiknað hvað það er mikið af loftflæði per stroke þar sem að tölvan veit einnig hraðann á vélinni. Þetta gerir tölvunni kleift að reikna út bensínmagnið sem þarf að setja. Tölvan notar einnig lofthita mælinn í AFMinu til að komast að því hversu "dense" loftið er af súrefni og getur þá breytt opnun á spíssum útaf því.
Vandamálið með AFM er að þeir þurfa að vera tiltölulega littlir því að annars myndast léleg upplausn á litlu loftflæði.
t.d AFM sem getur flætt 400hö af lofti væri ótrúlegt vesen að nota á 2lítra túrbó vél sem á að ganga skikkanlega í lausagang og rólegu krúsi
Annað vandamál með AFM er að boosta í gegnum þá getur valdið vandamáli því að í raun veit tölvan núna ekki eðlilegt þrýstifall því að það er ekki andrúmsloft þrýstingur einu meginn. Þetta væri hægt að komast hjá ef tölvan er með boost skynjara sem tölvan getur þá notað til að athuga hvernig á að breyta bensíni undir boosti og ákveðnu flæði. Þeir eiga einnig til að leka boosti. Þess vegna eru þeir nánast alltaf fyrir framann SC eða Turbo. AFM hefur takmark yfir hversu mikið þeir geta flætt af lofti á sekúndu og að flapsin fer í botn, allt auka flæði mælist ekki.
AFM er ágætis mæli tæki fyrir OEM bíla því að er vélar flæða mismunandi eftir aldri þá breytist sjálfkrafa AFM mælingin og tölvan gefur því alltaf rétt magn af bensíni. Þannig skiptir ekki máli ef maður myndi setja 325i tölvu og alles á 320i því að AFM myndi bara mæla minna loft og tölvan gefa minna bensín.

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
