bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Wed 05. Jun 2024 02:40

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 1 post ] 
Author Message
 Post subject: MAP - Speed Density
PostPosted: Tue 09. Jun 2009 18:27 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15127
Location: Spenge, DE
MAP - Speed Density / Loftþrýstings

í MAP kerfi þá fylgist tölvan með þrýsting inní soggreininni og gefur púlsa í samræmi við það.

Það sem kerfið er að fylgjast með er að breyttur þrýstingur inní soggrein breytir nýtni vélarinnar í því að gleypa inn loft.
Meiri þrýstingur því nær 100% nýtni er vélin

100% á 2 lítra vél er þá 2lítrar inn per einn snúning á knastásnum. Vitandi að 100% er 2lítrar þá þarf bara að vita hitann á loftinu til að reikna út hversu mikið af massa þetta er og þá er hægt að setja rétt magn af bensíni inn.

Þegar er verið að tjúna þá er í raun verið að segja tölvunni hversu mikið hlutfall af vélarrými er að sogast inn við þann ákveðna loftþrýsting og snúning. Þetta er hægt að reikna/slumpa nokkuð létt á til að koma bíl af stað.

Þetta hefur marga kosti þá einna helst að það má smíða sogrein/inntak alveg eins og maður vill því þetta er engin hindrun neinstaðar. Þannig hentar þetta mjög vel á boostaða bíla sem og venjulega bíla. Einnig hafa vacuum lekar engin áhrif á mælinguna nema það sé vacuum leki á pakkningunum á milli soggreinar og hedds.

Vankostir eru þeir að þetta hentar ekki í fjöldaframleiddar vélar því að er vélar sjúga mismunandi mikið af lofti inn er þær eldast og eru auðvitað mismunandi á milli véla, tölvan getur ekki séð beint þessar breytingar og mixtúran mun rólega verða röng. Samt er Honda með svona kerfi hjá sér.

Einnig þykir þetta frekar slæmt á bíla með Individual Throttle Bodies ( ///M vélar sem dæmi ) því að
það þarf að mæla þrýsting fyrir aftann inngjafarspjaldið og þegar mælingin er svona nálægt heddinu þá nemur skynjarinn truflanir frá loftinu svo rosalega vel (þar sem að það er gífurlega rokkandi þrýstingur nálægt ventlunum) og raunverulegt meðalflæði mælist illa. Ég prufaði þetta með venjulegum vacuum mælir á europameisternum og mælingin var frá rosa vacuumi uppí andrúmloft þrýsting í lausagangi alveg á fullu enn eftir svona 1500rpm þá jafnaði þetta sig betur.

Þetta þykir alveg virkilega leiðinlegt á turbo bílum með ITB´s og grófa knastása. Enn það eru til lausnir á því

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 1 post ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 1 guest


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group