bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Wed 05. Jun 2024 03:01

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 1 post ] 
Author Message
 Post subject: Alpha-N
PostPosted: Tue 09. Jun 2009 10:27 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15127
Location: Spenge, DE
Undir flestum kringumstæðum er notuð einhverskonar mælitæki sem beint mælir breytingu á loftflæði í vélina.
Alpha-N er ekki svoleiðis heldur gengur eingöngu út frá því sem er sett í tölvuna og tekur ekki tillits til breytinga á flæði/þrýsting.

Alpha-N var uppáhalds leið til stillingar á keppnistækjum áður fyrr þar sem að eyðsla var ekki neitt sérstakt mál og það yrði kíkt á kerfið á milli keppna hvort eð er og þá væri hægt að gera breytingar.

Alpha þýðir Angle eða átakshornið á inngjafarspjaldinu.
Þetta ákvarðar magnið af lofti í gegn, Enn þetta gerist alls ekki línulega,
þ.e 50% opið er ekki 50% af mögulegu loftmagni í gegnum gatið.
Þetta er ekki heldur reiknanlegt nema hafa flæðimælt gjöfina sem í sjálfu sér er ekki heldur nóg.
Þannig að það þarf að stilla hverja vél fyrir sig.

N þýðir fjöldi eða RPM / Snúningar vélarinnar.
Þetta gerir það mögulegt að stilla bensín magnið eftir snúningum í samvinnu við átakshornið því að bensínmagn per einn stakann snúning er mismunandi eftir fjölda snúninga á mínútu þótt gjöfin breytist ekki, þá einna helst útaf áhrifum frá knastásnum, soggrein og pústgreinum.


Alpha-N var og er vinsælt því að það að öllu jafna gaf snörpustu mögulegu gjöfina því að það þurfti síður að hafa flókið kerfi sem dælir snögglega bensíni inn þegar gjöf er hreyfð hratt og í þá daga voru flestar innspýttingar með lélegum aðferðum.

Í dag er þetta vinsælt því þetta losar menn við mælitæki sem getur verið dýrt að skipta um.
Þetta hentar eitt og sér ekki á túrbóbíla því að það er loftflæði ekki eingöngu stýrt af bensíngjöfinni heldur túrbínunni.

Kostir
Algjörlega frjáls val á soggreinum, inntökum og öllu í sambandi við að hámarka loftflæði
Ódýrt að skipta um TPS heldur enn MAF/AFM.
Vaccum lekar ekki vandamál nema fyrir aftann inngjöf
Hentar á SC bíla því þeir skila alltaf sama loftmagni eftir bensíngjöf

Ókostir
Ekki nákvæmislega reiknanlegt og hentar því ekki á OEM vélar í fjöldaframleiðslu því að með tíð og tíma myndi mixtúran breytist er vélin dælir mismunandi magni af lofti við sömu gjöf (skítug loftsía, beyglað púströr, stíflaður kútur/hvarfi)
Hentar ekki á túrbóbíla

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 1 post ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 1 guest


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group