bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

SELDAR 18" BBS felgur !!!
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=2&t=36729
Page 1 of 2

Author:  JónP [ Mon 20. Apr 2009 13:46 ]
Post subject:  SELDAR 18" BBS felgur !!!

Hef til sölu 4 svona felgur, um þær eru vafin 4 hálf-slitin dekk. 5x120 gatadeiling auðvitað. Ég var með þetta undir e34 525 og það lúkkaði bara vel. Það er farið að sjá smá á útliti þeirra, það mætti taka þær í góð þrif fyrir sumarið, ein felgan varð fyrir barðinu á bremsusóti (sjá mynd). En þær eru ekkert skakkar eða neitt þannig. Einn þjófabolti er á hverja felgu og ég get látið þannig topp fylgja með. Flottar felgur fyrir sumarið!
Óska eftir vitrænum tilboðum. Látið þau koma helst í Einkapósthólfið en síminn er 848-9852 ef einhver vill hringja í númerið mitt.

Myndir:


Image


Image


Kv. Jón

Author:  Maddi.. [ Mon 20. Apr 2009 14:52 ]
Post subject:  Re: 18" BBS felgur !!!

Getur einhver fróðari en ég svarað hvort (eða hvað ég þarf að gera til) að þetta passi undir e36?

Author:  Elnino [ Mon 20. Apr 2009 15:09 ]
Post subject:  Re: 18" BBS felgur !!!

Maddi.. wrote:
Getur einhver fróðari en ég svarað hvort (eða hvað ég þarf að gera til) að þetta passi undir e36?


ég mátaði þessar felgur undir minn e36 fyrir um 1 - 2 árum síðan. Það var ekki að ganga. Veit ekki hvort hægt sé að redda því með spacerum eða réttri stærð af dekkjum. Lúkkaði samt vel undir mínum bíl.

Author:  Alpina [ Mon 20. Apr 2009 17:06 ]
Post subject:  Re: 18" BBS felgur !!!

Ef þetta eru gömlu felgurnar mínar ,, þá flýgur þetta undir E36,, spacerinn er eflaust orðinn gróinn á

Author:  JónP [ Mon 20. Apr 2009 17:35 ]
Post subject:  Re: 18" BBS felgur !!!

Það eru einmitt einhverjir space-erar á þessum felgum 8)

Author:  Mánisnær [ Mon 20. Apr 2009 18:24 ]
Post subject:  Re: 18" BBS felgur !!!

Hvað kosta felgurnar?

Author:  Alpina [ Mon 20. Apr 2009 18:41 ]
Post subject:  Re: 18" BBS felgur !!!

Mánisnær wrote:
Hvað kosta felgurnar?



Þetta kostaði 30x.000 með MICHELIN dekkjum 245-40 18" 1995 8)

Man eftir að þetta þótti BARA €€€€€€€€€

sveitt umslagið þegar VISA reikningurinn kom :shock: :shock:

Author:  Djofullinn [ Mon 20. Apr 2009 21:39 ]
Post subject:  Re: 18" BBS felgur !!!

Er þetta staggered sett eða eru þær allar jafn breiðar?

Author:  Alpina [ Mon 20. Apr 2009 21:52 ]
Post subject:  Re: 18" BBS felgur !!!

Djofullinn wrote:
Er þetta staggered sett eða eru þær allar jafn breiðar?



8x18 ((eða 8.5 ,man ekki :? ))

Author:  JónP [ Mon 20. Apr 2009 22:22 ]
Post subject:  Re: 18" BBS felgur !!!

Felgurnar kosta 80 þús.

Ég bendi á Alpina fyrir frekari tæknilegar spurningar :lol:

Author:  Alpina [ Tue 21. Apr 2009 06:07 ]
Post subject:  Re: 18" BBS felgur !!!

BBS RS II

ég var einn fyrsti maðurinn held ég til að kaupa svona undir 5/7 línu á sínum tíma((worldwide 8) )) ,,,,,,, BBS var ekki byrjað að framleiða undir þá bíla ,, þessvegna komu spacerarnir með :lol:

Author:  Hreiðar [ Tue 21. Apr 2009 14:04 ]
Post subject:  Re: 18" BBS felgur !!!

er þetta ekki alltof breitt undir e46?

Author:  arnibjorn [ Tue 21. Apr 2009 14:08 ]
Post subject:  Re: 18" BBS felgur !!!

Hreizi wrote:
er þetta ekki alltof breitt undir e46?

Þetta er 8" eða 8.5" :lol:

Klárlega EKKI of breitt undir e46.

Ég veit hinsvegar ekki hvernig þetta kemur til með að passa. Ég þekki et á svona nýju dóti :lol:

Author:  Hreiðar [ Tue 21. Apr 2009 14:30 ]
Post subject:  Re: 18" BBS felgur !!!

arnibjorn wrote:
Hreizi wrote:
er þetta ekki alltof breitt undir e46?

Þetta er 8" eða 8.5" :lol:

Klárlega EKKI of breitt undir e46.

Ég veit hinsvegar ekki hvernig þetta kemur til með að passa. Ég þekki et á svona nýju dóti :lol:


gatadeiling a e46 er 5x120, ætti að smella allt saman, æi ég kann 0 á felgur :argh: ég er svo mikið fokkin noob :alien:

Author:  DABBI SIG [ Wed 22. Apr 2009 00:55 ]
Post subject:  Re: 18" BBS felgur !!!

Hreizi wrote:
arnibjorn wrote:
Hreizi wrote:
er þetta ekki alltof breitt undir e46?

Þetta er 8" eða 8.5" :lol:

Klárlega EKKI of breitt undir e46.

Ég veit hinsvegar ekki hvernig þetta kemur til með að passa. Ég þekki et á svona nýju dóti :lol:


gatadeiling a e46 er 5x120, ætti að smella allt saman, æi ég kann 0 á felgur :argh: ég er svo mikið fokkin noob :alien:


Ef þetta reynast vera felgurnar sem Alpina átti og þessi spacer er gróinn á og hægt að taka hann af þá ætti þetta ganga undir þinn bíl, þ.e. ef spacerinn fær að fjúka. og kannski sett aðeisn grennri dekk á felgurnar. 225/40 væri fínt ef þetta er 8" t.d.

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/