bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Til sölu 16" felgur https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=2&t=15445 |
Page 1 of 1 |
Author: | Þórir [ Mon 08. May 2006 13:08 ] |
Post subject: | Til sölu 16" felgur |
Sælir. Er með til sölu 16" felgur sem ég hef notað sem vetrarfelgur undir E39 bílnum mínum. Felgurnar fór mjög nýlegar, notaðar einn vetur og sést ekkert á þeim. Felgurnar eru 7,5" breiðar. Er að selja þar sem mig langar til að fá mér stærri sumarfelgur og mun þá nota orginal ganginn sem vetrargang. Sem stendur eru vetrardekk á felgunum en þær seljast án dekkja nema um annað sé samið. Nú er ég ekki alveg viss um hvaða aðra BMW bíla þær passa undir, e.t.v. getur einhver spjallverji frætt okkur um það, mig minnir samt að þær passi undir velflesta með sk. centerhringjum. Verð: 40.000 kr. umsemjanlegt. Kveðja Þórir I. s: 663 5525 ichiro@simnet.is ![]() |
Author: | Ziggije [ Thu 18. May 2006 10:28 ] |
Post subject: | |
kemst þetta undir E34....þekki viða lítið inná þetta felgu og dekkjavesen ![]() |
Author: | JOGA [ Thu 18. May 2006 11:23 ] |
Post subject: | |
Nú verð ég víst að sletta smá þar sem ég man ekki íslensku nöfnin. E39 er með 1.5mm stærri „wheel hub” svo þú þarft að útvega þér „hub-centric rings” til að felgurnar passi á E34. Og þið sem lesið þetta endilega kennið mér íslensku. Ég hata þegar ég man ekki íslensku heitin á hlutum. Edit: Sem sagt plasthringi til að miðjurnar á felgunni passi upp á þ.e. séu ekki 1,5mm of stór... |
Author: | Ziggije [ Thu 18. May 2006 11:28 ] |
Post subject: | |
er það einhvað dýrt eða einhvað vesen að setja þetta á ? |
Author: | moog [ Thu 18. May 2006 12:32 ] |
Post subject: | |
Ziggije wrote: er það einhvað dýrt eða einhvað vesen að setja þetta á ?
Það er alls ekki dýrt... Hjólbarðahöllinn reddaði mér þessu síðast og það kostaði 500 kr. stk x 4 = 2000 kr. |
Author: | Bjarki [ Thu 18. May 2006 13:45 ] |
Post subject: | |
Ódýrara er að fara beint á renniverkstæðið sem Hjólbarðahöllin verslar við. Innanmál/utanmál hringja: 72,5/74,0 En man ekki hvar renniverkstæðið er né hvað það heitir. Það hlýtur e-r að muna það.... |
Author: | Þórir [ Thu 18. May 2006 15:18 ] |
Post subject: | |
Sælir. Takk kærlega fyrir að upplýsa okkur, ég var nefnilega ekki alveg með þetta á hreinu. En endilega hafðu samband ef þig langar að skoða þær. Kveðja Þórir I. |
Author: | moog [ Thu 18. May 2006 15:21 ] |
Post subject: | |
Bjarki wrote: Ódýrara er að fara beint á renniverkstæðið sem Hjólbarðahöllin verslar við.
Innanmál/utanmál hringja: 72,5/74,0 En man ekki hvar renniverkstæðið er né hvað það heitir. Það hlýtur e-r að muna það.... Minnir að þú hafir sagt að það væri niðrá höfða???.... Bjarki... við treystum á þig, ekki láta minnið bresta... ![]() |
Author: | Jss [ Thu 18. May 2006 17:50 ] |
Post subject: | |
Var það ekki bara: Renniverkstæði Ægis Lynghálsi 11 S: 5871560 |
Author: | Geirinn [ Thu 18. May 2006 18:00 ] |
Post subject: | |
JOGA wrote: Nú verð ég víst að sletta smá þar sem ég man ekki íslensku nöfnin.
E39 er með 1.5mm stærri „wheel hub” svo þú þarft að útvega þér „hub-centric rings” til að felgurnar passi á E34. Og þið sem lesið þetta endilega kennið mér íslensku. Ég hata þegar ég man ekki íslensku heitin á hlutum. Edit: Sem sagt plasthringi til að miðjurnar á felgunni passi upp á þ.e. séu ekki 1,5mm of stór... Þú ert semsagt að segja að nafið á E39 er 1,5mm stærra í þvermál en nafið á E34 og það er lagað með því að láta renna fyrir sig eða kaupa tilbúna eins konar naf hringi sem eru úr plasti og sjá til þess að felgan sitji rétt. Ef þessir hringir eru ekki þá hristist allt á 70+km/klst skv. minni reynslu. |
Author: | Bjarki [ Thu 18. May 2006 19:14 ] |
Post subject: | |
Jss wrote: Var það ekki bara:
Renniverkstæði Ægis Lynghálsi 11 S: 5871560 jú það er þetta verkstæði |
Author: | HAMAR [ Thu 18. May 2006 22:36 ] |
Post subject: | |
ÁG-mótorsport var að selja þessa plasthringi á sínum tíma, veit samt ekki hvort að þeir séu ennþá að selja þá. |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |