bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Vantar felgur Undir E-38
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=2&t=1404
Page 1 of 2

Author:  Vargur [ Sat 03. May 2003 11:03 ]
Post subject:  Vantar felgur Undir E-38

Vantar-Vantar. Bráðvantar felgur undir 7u 8) E-38, meiga vera orginal, allt kemur til greina 16-17-18"
Ef einhver getur lánað felgur er það líka vel þegið !!
:wink: Hlynur S: 694-9922
Tex@bill.is

Author:  saemi [ Sat 03. May 2003 12:10 ]
Post subject: 

Þetta eru original felgur undan E38 bíl. Þær eru 16*8 og eru undan 1995 árgerð af 740i bíl. Þær eru nákvæmlega svona útlítandi.

Image

Dekkin sem eru á felgunum eru að vísu með lægri prófíl heldur en fyrir sjöurnar, þannig að þau passa ekki (50 prófíll í staðin fyrir 55). Felgurnar einar og sér eru til sölu á 50.000.-

Sæmi 699 2268 smu@islandia.is

Author:  bjahja [ Sat 03. May 2003 13:56 ]
Post subject: 

Skelltu þér bara á svona:
Image

Kosta bara tæpan 300 kall í speciallistanum :twisted:

Author:  Vargur [ Mon 05. May 2003 10:39 ]
Post subject: 

20" eru á leiðinni, koma bara ekki fyrr en eftir ca mánuð, ég seldi 16" undan bílnum og er núna að verða geðveikur að geta ekki notað 330 hestöflin.
Sæmi, þú ert alltof grimmur á verðinu !

Author:  bjahja [ Mon 05. May 2003 14:25 ]
Post subject: 

Dufan wrote:
20" eru á leiðinni, koma bara ekki fyrr en eftir ca mánuð, ég seldi 16" undan bílnum og er núna að verða geðveikur að geta ekki notað 330 hestöflin.
Sæmi, þú ert alltof grimmur á verðinu !


Ok, vá var nú meira að segja þetta í gríni, en töff :lol:
BMW 7 línan er einn af mjög fáum bílum sem mér finnst getað höndlað svona stórar felgur.

Author:  saemi [ Mon 05. May 2003 22:21 ]
Post subject: 

Hehh, grimmur.

Já, ætli það ekki. En stök svona felga kostar 48.000.- í B&L :!:

Ég er bara ekki tilbúinn að henda þessu frá mér á minna. Ég nota þetta þá bara sjálfur ef enginn vill kaupa.

Sæmi

Author:  Bjarki [ Wed 07. May 2003 01:07 ]
Post subject: 

Þetta er nú ekkert voðalega slæmt verð á þessum felgum en þegar maður þarf að kaupa dekk á þetta á íslensku verðlagi þá er þetta orðið frekar dýrt dæmi!!

Author:  saemi [ Wed 07. May 2003 09:12 ]
Post subject: 

Já, það er sárt. Hvað kosta annars 16" 225/50 dekk hérna?

Sæmi

Author:  Vargur [ Wed 07. May 2003 09:34 ]
Post subject: 

Það er alltaf svo rosa gaman að vera með bíladellu, þegar maður vill selja felgur og dekk fær maður ekkert fyrir draslið, en þegar maður þarf að kaupa verður naður að borga toppverð.
Ég seldi 16" Borbet felgurnar með góðum dekkjum á 45, enginn vildi borga meira, 18" Mercedes felgur með dekkjum á 90. Ég keypti aðrar 18" Mercedes að vísu með nýjum dekkjum síðasta sumar á 280.

Author:  Bjarki [ Wed 07. May 2003 21:13 ]
Post subject: 

Ég veit ekki hvað 225/50R16 kosta en 225/55R16 eru einfaldlega of dýr til að hægt sé að kaupa þau hérna á Íslandi. Gangurinn á eitthvað um eða yfir 100þ eftir tegundum. Einnig eru mjög fáir sem eiga þessa stærð til og velja þeir þá selja manni lægra prófíl. Meira ruglið.

Author:  benzboy [ Wed 07. May 2003 22:41 ]
Post subject: 

Það er náttúrulega bara bilun hvað þetta stuff kostar í þessu bananaíðveldi hérna. Keypti 19" (8,5 og 9,5) felgur (notaðar en sér ekki mikið á þeim) með dekkjum (nánast óslitnum Dunlop 8000) á ebay fyrir 150 kall um daginn. Hringdi svo að gamni í Ræsi (þetta voru AMG felgur) og Kaldasel (sem er með Dunlop umboðið). Total verð rúmlega 550 - fukk hvað maður má ekki lenda á kantsteinum eftir þetta :shock:

Author:  saemi [ Wed 07. May 2003 23:45 ]
Post subject: 

benzboy wrote:
fukk hvað maður má ekki lenda á kantsteinum eftir þetta :shock:


Hehehe, einmitt. Maður ætti eiginlega að hafa eina eins felgu og dekk sem varadekk til vara.. ef maður á að miða við undanfarin sumur!

7-9-13 ! Ég ætla nú samt að taka sénsinn og vona það besta:roll:

Sæmi

Author:  Raggi M5 [ Thu 08. May 2003 15:42 ]
Post subject: 

Ef þið eruð að pæla með verð á 16" dekkjum þá er Dekkjalagerinn að selja hræódýr low profile dekk þar, eikkað í kringum 10.000 stykkið og þetta eru ný dekk! Ég athugaði með dekk undir minn þ.e.a.s. 18" og þeir áttu reyndar bara til að framan, mjög sjaldgjæft að það séu til dekk að aftan fyrir mig, en verðið á 235/40/18" var mynnir mig 14.000 og eikkað.
Myndi nú ferkar kaupa dekkin þar ný heldur en í Vöku fyrir sama pening eða meiri og það eru notuð dekk!


Raggi

Author:  benzboy [ Thu 08. May 2003 15:53 ]
Post subject: 

Raggi M5 wrote:
mjög sjaldgjæft að það séu til dekk að aftan fyrir mig, Raggi


Hvað ertu með að aftan (eru þetta ekki 10 eða 11" felgur)?

Author:  Raggi M5 [ Thu 08. May 2003 17:35 ]
Post subject: 

11" er með 285 að breidd!

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/