bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

17" dekk óskast
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=2&t=10784
Page 1 of 1

Author:  Leikmaður [ Thu 09. Jun 2005 09:12 ]
Post subject:  17" dekk óskast

Hvernig er það er alveg ómögulegt að finna 17" dekk á skynsamlegu verði??

Vantar 225/45 eða 235/40 eða e-ð í þá áttina...

Kv.
Jóhann Karl
8687326

Author:  grettir [ Thu 09. Jun 2005 11:46 ]
Post subject: 

Það er orðið svo ódýrt að fljúga til Evrópu að það borgar sig að taka bara eina helgi í að redda sér umgangi.

Ég pantaði mín frá http://www.mytyres.co.uk/, lét senda þau á félaga minn í London og sótti þau bara.
Sparaði mér 80 þúsund.

Það er auðvitað rugl hvað það eru háir tollar af dekkjum. Ég er viss um að aftanákeyrslum og slíku myndi fækka ef dekk væru 60-70% ódýrari og menn væru þá skikkaðir til að vera alltaf á almennilegum dekkjum.

Author:  arnib [ Thu 09. Jun 2005 11:53 ]
Post subject: 

grettir wrote:
Það er orðið svo ódýrt að fljúga til Evrópu að það borgar sig að taka bara eina helgi í að redda sér umgangi.

Ég pantaði mín frá http://www.mytyres.co.uk/, lét senda þau á félaga minn í London og sótti þau bara.
Sparaði mér 80 þúsund.

Það er auðvitað rugl hvað það eru háir tollar af dekkjum. Ég er viss um að aftanákeyrslum og slíku myndi fækka ef dekk væru 60-70% ódýrari og menn væru þá skikkaðir til að vera alltaf á almennilegum dekkjum.


Skemmtileg pæling,
hvernig er það þá, geturu bara labbað í gegnum tollinn með 4 dekk,
eða varstu með einhvern með þér til að taka tvö á móti þér eða eitthvað álíka?

Author:  gstuning [ Thu 09. Jun 2005 14:36 ]
Post subject: 

grettir wrote:
Það er orðið svo ódýrt að fljúga til Evrópu að það borgar sig að taka bara eina helgi í að redda sér umgangi.

Ég pantaði mín frá http://www.mytyres.co.uk/, lét senda þau á félaga minn í London og sótti þau bara.
Sparaði mér 80 þúsund.

Það er auðvitað rugl hvað það eru háir tollar af dekkjum. Ég er viss um að aftanákeyrslum og slíku myndi fækka ef dekk væru 60-70% ódýrari og menn væru þá skikkaðir til að vera alltaf á almennilegum dekkjum.


Sparaðirru þér 80kall??
Hvernig í ósköpunum
hvað áttu dekkin að kosta hérna eiginlega?

Toyo T1-S 215/40-16 kosta þarna 52.90pund það er total : 211pund
Sem er aftur 117krónur per pund eða 25þús.
Flug kostar 20þús með kostnaði + annars kostnaður erlendis(segjum bara 5þús) = 50.000kr
Það er það sem ég sel Toyo Proxes T1-R dekk á hérna heima

Samt góð pæling ef þú þekki einhvern sem getur tekið á móti þeim.
þyrftu að kosta aðeins meira en þetta samt til að geta sparað

Author:  grettir [ Thu 09. Jun 2005 16:42 ]
Post subject: 

Dekkin kostuðu rétt rúmlega 11.000 kr. stykkið. Fjögur svoleiðis rétt sleppa fyrir einn (minnir að hámarkið sé 42.000), þeir gerðu allavega ekki mál úr því í tollinum.

Hérna heima kostaði stykkið 31.000 eða 124.000 í heildina :shock:

Ég reiknaði ekki með flugkostnaðinn því ég leit bara á ferðina sem skemmtilegt frí í London :D

*edit*
Þetta eru Goodyear Eagle F1 GS-D3, þau kosta 93.40 *4 eða ~ 43700 kr.
Þessi týpa kostaði 31 þúsund kall stykkið í Gúmmívinnustofunni í fyrrasumar.

Author:  srr [ Thu 09. Jun 2005 18:35 ]
Post subject: 

Þú getur ekki miðað við Goodyear verðið í gúmmívinnustofunni.
Þeir eru ekki söluaðilar Goodyear. Panta bara ef einhver vil slíkt.
Myndi mæla með verðkönnun á Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns í Hátúni 2A.
Hann er stærsti einstaki söluaðili Goodyear á landinu held ég.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/