Jæja, nú er að verða komið ár síðan að það var stolið 19" LM Mesh fyrir utan aðstöðuna mína í Vogum á Vatnsleysuströnd, ég hef litla sem enga trú á því að felgurnar finnist en hef grunaðan geranda í málinu, málið er þannig að vexti að lögreglan stöðvaði för viðkomandi þegar að hann ók frá verkstæðinu hjá mér á stolnum bíl (ég s.s. kom út og sá þá keyra burt á Benz vörubíl, hringdi á lögregluna þar sem að ég tók eftir að húddið og brettið vantaði á bílinn aftan við verkstæðið hjá mér, tók ekki eftir felgunum strax) en sleppti honum svo með þýfið og á stolna bílnum... en hann tók í slagtogi við annan... þessar 19" felgur, húdd á E39 bíl, frambretti og skottlok...
Það sem að hann tók voru 19" LM MESH með offset og centerbore fyrir E39, á þeim voru Toyo T1R í stærðunum 245/40ZR19 og 275/35ZR19... nýleg en ekki alveg ný...
Ég hef ekki auglýst eftir þessu neinstaðar í allan þennan tíma þar sem að ég bjóst nú við að laganna verðir myndu nenna að vinna vinnuna sína, en það virðist víst bara virka fyrir "venjulegt fólk"....
Ég held alveg örugglega að það sé bara einn svona gangur á landinu, og svo bara einn 19" BBS LM genuine gangur, þannig að ég átti von á því að þetta dúkkaði upp e'h staðar, en þjófurinn sem um ræðir er ansi klókur og hefur eflaust komið þeim úr landi eða er enn að "kæla" þær...
Ég biðla því til ykkar kraftsmenn að ef að þið sjáið 19" BBS LM (eða eitthvað sem að resemblar þær, að senda mér skilaboð hið fyrsta)
Mynd af eins felgum, það voru btw alvöru svartar BBS miðjur í felgunum, þekkjast einna heilst af því...
