Þá er komið að því að ath. markaðinn.
Í boði eru fjórar 18" Excel E-2(8.5") felgur ásamt fimm Toyo T1-S dekkjum(245/40ZR18) og af þeim eru fjögur á felgunum en eitt dekkið er ónotað. Ég keyrði um á þessu í ca. fjóra mánuði á sjöuni minni og er því nóg eftir af munstrinu í dekkjunum. Það eina sem sér á þessum blessuðu felgum eru rispur í boltagötunum eftir felgukross. Með felgunum geta fylgt annað hvort fimm læstir boltar ásamt topp frá Bavarian Autosport sem enn eru í kassanum, ónotaðir, eða tuttugu læstir króm boltar ásamt topp sem fylgdu með felgunum.
Ég þarf að nota miðjuhringi til þess að setja þetta undir sjöuna, þannig að möguleiki er fyrir því að þær passi á nýrri BMW. Ég skal reyna ath. sem fyrst stærðina á gatinu í felgunum.
Hérna er svo mynd af samskonar felgu en ég skal reyna að redda myndum af öllum felgunum sem fyrst.
Endilega skjóta á mig verðhugmynd í PM ef menn hafa áhuga.
Tekið skal fram að felgurnar seljast ekki þá barasta skelli ég þeim undir sjöunna þegar hún kemur á götuna, hvenær sem það verður
Og já, öll skítakomment og athugasemdir skulu líka vera send í PM.