bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Thu 01. May 2025 15:31

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 14 posts ] 
Author Message
PostPosted: Thu 27. Feb 2003 17:20 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Jæja allir saman. Sumarið er að koma, tími til að fá sér felgur!

Image

Ég er með 4 svona. Þetta eru Original BBS 2 piece crossspoke, 17x8 undan E39 bíl. Þær eru 5/120 og passa á 5-6-7 línu. Þetta eru alvöru 2 hluta felgur boltaðar saman. Toppurinn í því sem þú færð original frá BMW. Ég þurfti að láta rétta eina svona eftir smá kant-kynni, og þeir í Áliðjunni blótuðu henni mikið, sögðu að það væri ekkert venjulega hart í þessu!

Fyrir E32, E34, E23, E24 og E28 þyrfti að fá örlitla "centering" hringi til að setja innan í felgurnar, þar sem miðjan er örlítið víðari á E39. Ég hef ekki ennþá gert þetta hjá mér, en þetta getur valdið víbring. Þetta kostar einhverjar hnetur, 10 $ úti í USA t.d. Hlýtur að vera hægt að fá á e-m dekkaverkstæðum hérna.

Felgurnar eru með Fulda Carat dekkjum. Nóg eftir af framdekkjunum 235/45, afturdekkin 255/40 duga allavega í sumar.

Það er kvarnað upp úr glærunni á 2 felgunum ef ég man rétt, þyrfti að fletta henni af þar og hreinsa skítinn undan þeim og glæra aftur. Örlítil rispa á hliðinni á einni felgunni (sést ekki nema að fara alveg ofan í hana).

Verð er 120.000.- kr og er ekki umsemjanlegt. (Kostar nýtt í Þýskalandi yfir 3500 EUR bara felgurnar)



Image

4 stk. af þessum 16*8 crossspoke felgum er ég með til sölu. Þær eru undan 1995 árgerð af 740i bíl. Þær eru 5/120 og passa á 5-6-7 línu.

Það getur verið að það þurfi spacera til að þær passi. Ef þarf, þá á ég þá til (H&R, alvöru spacerar, kostuðu mig 200$) ásamt felguboltum sem fylgja þá með í pakkanum.

Á þessum felgum eru svo til ný 225/50 Dunlop dekk.

Allt saman er þetta á 100.000.- (Ein felga er á 48.000.- hjá B&L). Líka hægt að fá Felgurnar á 60.000.- án dekkja.



Image

Ég á ennþá eitthvað af TRX felgunum. Klassafelgur, ekki rispaðar eða skemmdar og hægt að kaupa dekkin fyrir slikk hjá Ísdekk.

þetta eru 390mm felgur, og ÞAÐ PASSA EKKI VENJULEG DEKK Á ÞÆR.

Ég á bæði til felgur eins og hér að ofan til hægri, og að neðan (efri myndin að neðan).


Image

Image

Svo á ég til 14" felgur eins og þessar að ofan (báðar myndirnar), í fínu standi á E23, E24 og E28 (5-6-7 línu upp að 1987).

Á þær til með fínum dekkjum. Eitt sett af nýlegum sumardekkjum, 2 sett af vetrardekkjum. 1 neglt og annað óneglt.

Verð 25.000.- til 40.000.-




Sæmi, 699 2268 eða smu@islandia.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 27. Feb 2003 19:17 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Wed 06. Nov 2002 10:50
Posts: 199
Location: Njarðvík
Ég hef áhuga á annaðhvort 17" og 16" crosspoke felgunum hjá þér. Gæti ég kanski kíkt á þig einhverntíman um helgina til að skoða þær.


p.s.
Ertu ekki að fljúga með Áka Snorrasyni.

_________________
Sævar
BMW 1987 E32 735i
Image
http://www.sinfest.net


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 28. Feb 2003 00:07 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Það er nú ekki mikið vandamál. Ég verð heima að mestu næsta mánuðinn. Hringdu bara eða sendu mér póst.

Jújú, ég er að fljúga með Áka, það passar

Sæmi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 11. Mar 2003 11:00 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sat 07. Sep 2002 00:45
Posts: 1690
Location: BIRK
Sæmi : ég hef smá áhuga á þessum ''Original BBS 2 piece crossspoke''
Myndu þær ekki passa á minn ef ég fengi þessa hringi sem þú ert að tala um???
Síðan annað :oops: , þarftu að fá allt peningana alla í einu eða má borga þér eitthvað mánaðarlega

* Veit að þú vilt fá 120.000kr fyrir þær, en ég er til í að borga 100.000 kr og ef þú ert til þá bara semja um mánargreiðslu :P
Eru felgurnar jafn breiðar allan hringinn eða breiðari að aftan???

Hvað segiru???
Sendu bara pm eða bara svara hérna :P

_________________
BMW 325 (E30), E36 325 og E32 750 (Allt farið)
Í leit að E30 325 eða E34 M5 með hækkandi sól


Last edited by GHR on Tue 11. Mar 2003 15:31, edited 4 times in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 11. Mar 2003 13:35 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 07. Sep 2002 09:55
Posts: 5729
Ég man þegar ég var að kaupa mínar felgur undir minn, kostaði slikk!
Stk af felgunum kostaði 50.000 kall og dekkin um 45.000kall stk.

En svo hikaði ég og ætlaði að bíða veturinn og þá hafði pabbi vinar míns keypt nýjan 328 bíl á alveg ágætis felgum og hann reyndi að selja mér þær á 280.000 í byrjun en það endaði í 100.000 kallinum eftir 2 mánuði á nýjum dekkjum keyrð um 600km :)

Image

_________________
Haffi W. Schnurrenberger.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 11. Mar 2003 17:32 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Jahhá.

17" Felgurnar og dekkin. Sko, það má alltaf ræða um greiðslumöguleika á þessu, en ég vil fá 120.000.- fyrir þetta og slatta strax.

Ég er svona um það bil að fara að skella þessu í auglýsingu í Mbl og ætla að sjá hvort ég fæ ekki betri viðbrögð. Maður ætti að fá aðeins meiri áhuga með hækkandi sól.

Sæmi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 11. Mar 2003 18:14 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 14. Sep 2002 18:05
Posts: 2837
Location: Reykjavík
Ég væri til í að kaupa af þér 17" felgunar
Þyrfti helst að selja þá 16"felgunar minar þá á undan

_________________
Siggi
E23 735i
E32 740i 6 spd 8)
E38 740d
E32 735i Shadowline Seldur
E32 740i Seldur
E32 740i RIP


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 12. Mar 2003 09:23 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Sæmi þú ert langflottastur í felgunum maður! Vildi að ég gæti keypt eitthvað af þér - kannski kemur að því!

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 12. Mar 2003 12:57 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Já þetta ERU langflottustu felgurnar sko ... 8)

hehe.

Ekki búinn að selja ennþá?

Sæmi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 16. Apr 2003 18:38 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Mon 09. Dec 2002 18:26
Posts: 521
Location: Reykjavík(Selás)
já maður væri til í þessar BBS felgur (afhverju vilja allir þær hmmmm... :roll: ).

En peningarnir eru ekki til staðar það er vandamálið =( kannski í eða eftir sumarið (það er líka töff að vera á álfegum á veturnar).

_________________
91 E34 BMW 518i
Image
-Don't argue with stupid people they will only drag you down to their level and beat you with expirience.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 18. Apr 2003 21:48 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 14. Sep 2002 18:05
Posts: 2837
Location: Reykjavík
Humm ég er að hugsa um að slá þessu bara upp í kæruleysi og kaupa bara af þér 17" felgunar Sæmi þegar ég fæ útborgað :) :)

_________________
Siggi
E23 735i
E32 740i 6 spd 8)
E38 740d
E32 735i Shadowline Seldur
E32 740i Seldur
E32 740i RIP


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 19. Apr 2003 09:28 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Hehehe, það er naumast kæruleysið :lol:

Sæmi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 24. Apr 2003 10:32 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Mjæja, þá er ég búinn að selja 17" dekkin og felgurnar og TRX felgurnar með sumardekkjunum.

Eftir er 14" felgur og 16" (og líka TRX felgur, ef einhver vill kaupa sér dekk á þær).

Með kveðju,

Sæmi, 699 2268 eða smu@islandia.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 09. May 2003 19:39 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
16" Felgurnar eru seldar. Eftir eru bara 14" felgur (og líka TRX felgur, ef einhver vill kaupa sér dekk á þær).

Með kveðju,

Sæmi, 699 2268 eða smu@islandia.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 14 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 3 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group