sagan byrjar á því að ég og vinur minn fórum í bíó kl. 20 í gærkvöldi (laugardagskvöld). fórum á bílnum mínum og lögðum bara í stæði fyrir framan bíóið. ég var náttúrulega með mína chrome tappa á felguventlunum en viti menn, þegar við fórum að þrífa bílinn minn eftir bíóið þá tók ég eftir því að það hefur einhver komið og stolið einum meðan ég var í bíó ---> OG EKKI BARA ÞAÐ, heldur hefur viðkomandi verið svo rosalega almennilegur að láta mig fá einn plast-tappa í staðin (svona svartan)...
þetta var að sjálfsögðu ekki nóg til að þjófavörnin færi í gang....
ég er náttúrulega bara kominn með chrome tappa aftur sem vinur minn var svo almennilegur að gefa mér eftir bíóið.... hehe
þetta finnst mér bara vera snilld.