bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Tjara og annar vibbi... https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=9572 |
Page 1 of 2 |
Author: | Qwer [ Thu 10. Mar 2005 18:54 ] |
Post subject: | Tjara og annar vibbi... |
Jæja, nú þarf maður víst að þrífa bílinn, bæði minn og foreldranna, vandamálið er alltaf þessi helv... tjara, ég er búin að vera að nota SÁM Túrbó tjöruhreinsi (bláan) og finnst hann bara ekki virka, satt best að segja var ég að velta fyrir mér hvort það væri í lagi að nota White Sprite... eða hvernig sem það er skrifað... veit að þetta er sterkt efni þannig að ég þori ekki bara að prufa og sjá til. Ef það má ekki væri gott að fá að vita um eitthvað annað sem virkar vel. Annað sem ég er búin að vera að velta fyrir mér er það hvort önnur bón ná að hreinsa eins vel og Sonax Hardwax. Takk Fyrir |
Author: | srr [ Thu 10. Mar 2005 20:17 ] |
Post subject: | |
Bara að taka það fram að sterkustu tjöruhreinsar eru 90% white spirit hvort sem er ![]() Persónulega nota ég Maxí tjöruhreinsir m/sápu sem er frá Mjöll-Frigg. Hann er með um 15-20% white spirit en mikið af sápuefnum sem vinna líka á tjörunni. Finnst hann gera undur og stórmerki á mína bíla ![]() |
Author: | Schulii [ Thu 10. Mar 2005 20:35 ] |
Post subject: | |
well.. ég lenti á spjalli við einn á þvottaplani um daginn. Hann var á glæsilegum ´87 Volvo. (þá á ég við miðað við aldur) Hann sagði mér að kona sem hann þekkir hafi bent honum á að nota að mig minnir ullarsokk og þessa týpísku "Græn sápu" frá einhverjum íslenskum framleiðanda og að tjaran hreinlegi hyrfi af bílnum. Ég hugsaði mig tvisvar um áður en ég póstaði þessu. Og þetta lítur ennþá verr út á prenti.. |
Author: | Litli_Jón [ Thu 10. Mar 2005 20:43 ] |
Post subject: | |
ég nota alltaf Túrbó Sám (síðast þegar ég þreif bíllinn minn þá fóru +4L af tjöruhreinsi á Bílinn felgur og vél) og Autoglym og ákveðni hreinsa bílinn minn og gera hann glansandi........ |
Author: | Dr. E31 [ Thu 10. Mar 2005 21:10 ] |
Post subject: | |
EKKI nota grænsápu eða uppþvottalög á lakkið á bílnum, það er annað sýrustig í grænsápuni miða við bílþvottasápu, og hún getur skemmt lakkið. Ég hef notað "Maxi Olíu og Tjöruhreinsi" með góðum árangri. |
Author: | Jökull [ Thu 10. Mar 2005 22:05 ] |
Post subject: | |
Dr. E31 wrote: EKKI nota grænsápu eða uppþvottalög á lakkið á bílnum, það er annað sýrustig í grænsápuni miða við bílþvottasápu, og hún getur skemmt lakkið.
Ég hef notað "Maxi Olíu og Tjöruhreinsi" með góðum árangri. Hvað þá ullarsokk líka, hann er bara til að rispa ![]() lang best að að nota tjöruhreinsi með sápu, skola svo vel með háþrístidælu og svo sápu og svamp. Á tjörublettina á bara að nota Hard Wax eða hreinan olíuhreinsi ef ekki á að bóna ![]() |
Author: | Bjarki [ Thu 10. Mar 2005 22:16 ] |
Post subject: | |
comma hyper clean frá bílanaust er ótrúlega sterkur tjöruhreinsir og ekki dýr. Annars dugar sámur turbo alltaf fyrir mig, málið er bara að úða vel á bílinn með 1:1 vatni og láta þetta liggja á í a.m.k. 10mín. Svo eru oft svona litlar tjöruagnir í kringum hjólaskálarnar og að framan, þær fara af með silicone and tar cleaner frá Glausirit. Aðrir lakkframleiðendur selja líka sama efnið t.d. m600 frá sikkens minnir mig. Nota svo kalt vatn og góðan bursta ef menn nota þvottabursta. Mæli ekki með þvottaburstum á bensínstöðvum. |
Author: | srr [ Thu 10. Mar 2005 23:37 ] |
Post subject: | |
Dr. E31 wrote: Ég hef notað "Maxi Olíu og Tjöruhreinsi" með góðum árangri.
Hvort meinaru Maxí Extra eða Maxí m/sápu? Maxi Extra er tær vökvi með bláum/svörtum/rauðum miða Maxí m/sápu er hvítleitur vökvi (stundur tær með hvítum keim) og yfirleitt er 2mm froða efst í flöskunni. Hann er með ljósbláum miða. Já ég veit, hvaða djöfulsins forvitni er þetta í mér ![]() |
Author: | Thrullerinn [ Thu 10. Mar 2005 23:42 ] |
Post subject: | |
Benzoz wrote: ég nota alltaf Túrbó Sám (síðast þegar ég þreif bíllinn minn þá fóru +4L af tjöruhreinsi á Bílinn felgur og vél) og Autoglym og ákveðni hreinsa bílinn minn og gera hann glansandi........
4L ![]() ![]() Holtagörðum er mjög góður, síðan er volgt vatn í háþrýstidælunni. Hver peningur kostar 200 kall og tveir svoleiðis eru alveg nóg til að þrífa þokkalega skítugan bíl, síðan er hægt að droppa þarna inn með einn pening og skola af.. Einnig vil ég benda fólki á að kaupa ekki svartan bíl... ![]() |
Author: | Dr. E31 [ Fri 11. Mar 2005 02:22 ] |
Post subject: | |
srr wrote: Dr. E31 wrote: Ég hef notað "Maxi Olíu og Tjöruhreinsi" með góðum árangri. Hvort meinaru Maxí Extra eða Maxí m/sápu? Maxi Extra er tær vökvi með bláum/svörtum/rauðum miða Maxí m/sápu er hvítleitur vökvi (stundur tær með hvítum keim) og yfirleitt er 2mm froða efst í flöskunni. Hann er með ljósbláum miða. Já ég veit, hvaða djöfulsins forvitni er þetta í mér ![]() Maxi Extra. ![]() |
Author: | Dr. E31 [ Fri 11. Mar 2005 02:24 ] |
Post subject: | |
Thrullerinn wrote: Benzoz wrote: ég nota alltaf Túrbó Sám (síðast þegar ég þreif bíllinn minn þá fóru +4L af tjöruhreinsi á Bílinn felgur og vél) og Autoglym og ákveðni hreinsa bílinn minn og gera hann glansandi........ 4L ![]() ![]() Holtagörðum er mjög góður, síðan er volgt vatn í háþrýstidælunni. Hver peningur kostar 200 kall og tveir svoleiðis eru alveg nóg til að þrífa þokkalega skítugan bíl, síðan er hægt að droppa þarna inn með einn pening og skola af.. Einnig vil ég benda fólki á að kaupa ekki svartan bíl... ![]() Volgt vatn, ekki gott fyrir lakkið. ![]() |
Author: | Thrullerinn [ Fri 11. Mar 2005 11:31 ] |
Post subject: | |
Dr. E31 wrote: Thrullerinn wrote: Benzoz wrote: ég nota alltaf Túrbó Sám (síðast þegar ég þreif bíllinn minn þá fóru +4L af tjöruhreinsi á Bílinn felgur og vél) og Autoglym og ákveðni hreinsa bílinn minn og gera hann glansandi........ 4L ![]() ![]() Holtagörðum er mjög góður, síðan er volgt vatn í háþrýstidælunni. Hver peningur kostar 200 kall og tveir svoleiðis eru alveg nóg til að þrífa þokkalega skítugan bíl, síðan er hægt að droppa þarna inn með einn pening og skola af.. Einnig vil ég benda fólki á að kaupa ekki svartan bíl... ![]() Volgt vatn, ekki gott fyrir lakkið. ![]() Það er allavega ekki kalt, bara svona neutral. En eitthvað sem ég vissi ekki, þ.e. með volga vatnið ![]() |
Author: | fart [ Fri 11. Mar 2005 11:32 ] |
Post subject: | |
Olís 1047 olíuhreinsir... það er eina stuffið sem virkar. |
Author: | gstuning [ Fri 11. Mar 2005 13:20 ] |
Post subject: | |
Til að ná tjöru af þá legg ég til sonax hard wax, tjaran flýgur af. Ég þreif hvíta í gær með olíuhreinsir ![]() |
Author: | IceDev [ Fri 11. Mar 2005 18:27 ] |
Post subject: | |
Getur einhver tekið smá "mythbusters" og sagt af hverju volgt vatn sé slæmt fyrir lakkið? |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |