Arnar wrote:
Með hvaða videovél mæliru með sem er svona undir 100 kallinum ?
Í raun og veru tel ég að vélar frá 55 þús. upp í 130 þús. séu oft sama tóbakið..
En það væri kostur ef hún væri þriggja flögu, einnig er gott að tjékka á
review.. Ef hún hefur fengið slæma útreið þá hlýtur að vera ástæða fyrir
því.
Ég t.d. notaði (og nota enn) MV300 vél frá Canon, hún er búin að skila
af sér um 50 spólum plús að ég var með hana í vasanum í fjóra mánuði
með tilheyrandi ryki og illri meðferð, hún virkar ennþá í dag..
Þessar litlu vélar virka oft frábærlega í góðri birtu en þegar skyggja
tekur þá getur þú jafnvel sleppt því að nota hana nema að nota
"nightshot" stillingu.
Helstu tegundirnar sem ég myndi mæla með er Sony og Canon.
Þeir eru langsterkastir í þessu. Hans Petersen eru ekki að leggja mikið
á vélarnar. Allavega er það mín reynsla, þegar ég keypti t.d. mína þá
var hún töluvert ódýrari hér en í þeim nágrannalöndum sem ég tjékkaði á.
Canon yfirlit
Sony yfirlit
Myndi mæla með
þessari fyrir venjulegt dótarí
