bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Kæri Adler https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=9394 |
Page 1 of 2 |
Author: | saemi [ Thu 24. Feb 2005 21:21 ] |
Post subject: | Kæri Adler |
Bless bless.. . ef þú vilt endilega fara.. En! Það er ekkert nauðsynlegt að taka svona bullinnleggum alvarlega og fara. Þú getur líka bara látið þetta sem vind um eyru þjóta og verið hérna áfram. Margir á þessu spjalli hafa fengið á sig línur sem eru óþarfar, .. jafnvel ærumeiðandi og ósanngjarnar og er ég ekkert undantalin þar. En fyrir hvern sem skrifar eitthvað vitleysisbull hérna inn og hraunar yfir hina og þessa, þá eru margfalt fleiri sem segja ekkert og eru sammála þeim sem hraunað er yfir. Netið er bara miðill sem býður upp á mikið bull og vitleysu, það er engin leið til að koma í veg fyrir að hitt og þetta sé skrifað. En að sjálfsögðu eru takmörk fyrir öllu og við stjórnendurnir reynum að passa upp á að það sé ekki eitthvað stríð og illindi í gangi á þráðunum. Enda sýnist mér að bullið sem var sett inn í grein þína hafi verið klippt út. Ég bara vona að þú haldir áfram að stunda spjallið, það er alltaf leiðinlegt að missa af fólki vegna einhverra óþarfa leiðinda. Mitt ráð er að horfa bara framhjá leiðinda-kommentum og reyna að lesa það sem meira vit er í. Fara ekki niður á plan þeirra sem eru með leiðindi. BMWKraftskveðja, |
Author: | adler [ Thu 24. Feb 2005 21:35 ] |
Post subject: | |
Þetta er ekkert mál ég er ekkert að fara að bróta hausa á neinum eða þannig það er bara svoldið pirrandi hvernig sumir eru bara í því að reyna að finna eitthvað sem er hægt að finna að hjá náunganum t.d einsog með þessa auglýsing sem að ég setti hér inn þá fékk auglýsingin meiri athygli fyrir orðaval heldur en bíllinn sem að ég var að reyna að selja. það finnst mér svoldið barnalegt |
Author: | saemi [ Thu 24. Feb 2005 21:43 ] |
Post subject: | |
Tell me about it. Það eru alltaf einhverjir sem vilja frekar benda á stafsetningarvillur, segja að bíllinn sé tjónabíll, útþjösnaður, niðurskrúfaður, og handónýtur. En.. ef maður gætir sín og svarar svona innleggum bara rökrétt án þess að taka svona bulli persónulega, þá er það fljótt að deyja. Það er nefnilega voðalega erfitt að rökræða bull og vitleysu, þetta eru allt yfirleitt one-liners. Skot sem koma bara án þess að hafa nokkuð við að styðjast. Svo heldur bara auglýsingin áfram og málið búið. Ég held að svona 50-70% af auglýsingunum hérna inni fái eitthvað svona negatíft komment. En svo er eitt sem er gott við svona "bull-innlegg".. eða það má líta á það sem gott. Þá helst þráðurinn ofarlega og margir sjá hann ![]() |
Author: | adler [ Thu 24. Feb 2005 21:47 ] |
Post subject: | |
Ókey ég skal vera hérna eitthvað áfram takk. |
Author: | Jökull [ Thu 24. Feb 2005 21:48 ] |
Post subject: | |
![]() |
Author: | saemi [ Thu 24. Feb 2005 21:49 ] |
Post subject: | |
![]() |
Author: | adler [ Thu 24. Feb 2005 21:49 ] |
Post subject: | |
![]() |
Author: | iar [ Thu 24. Feb 2005 21:53 ] |
Post subject: | |
*sniff* *sniff* GROUPHUG! ![]() |
Author: | Svezel [ Thu 24. Feb 2005 21:55 ] |
Post subject: | |
Er þá ekki bara alveg tilvalið að benda mönnum líka á að hætta að bulla í söluþráðum. Ef menn hafa eitthvað rosalega mikið að segja þá geta þeir bara hafa samband við viðkomandi aðila og leyst málin sín á milli. Ekki beint góð auglýsing fyrir klúbbinn þetta endalausa röfl í söluauglýsingum. Bendi mönnum umræður um þetta efni hér |
Author: | saemi [ Thu 24. Feb 2005 21:58 ] |
Post subject: | |
Þetta er búið að vera mikið umræðumál hjá okkur umsjónarmönnum. En ef þið hugsið það.. hvernig haldið þið að spjallið verði ef það er ekki hægt að skrifa inn umræður um bílana? Þá væri mikið af umræðunum ekki til staðar hér. Svo er oft líka sem eitthvað gott kemur út úr skrifum í söludálkana. Þetta er bara spurning. Kannski ætti að hafa skoðanakönnun varðandi þetta??????? Hvað vilja menn. Læsta söluþræði eða opna? |
Author: | Svezel [ Thu 24. Feb 2005 22:02 ] |
Post subject: | |
Ég myndi nú bara helst vilja treysta fólki til að haga sér sæmilega... |
Author: | adler [ Thu 24. Feb 2005 22:10 ] |
Post subject: | |
Svo væri alveg möguleiki að hafa bara boxkeppni,og gera þessi mál þannig upp ![]() |
Author: | 98.OKT [ Thu 24. Feb 2005 22:13 ] |
Post subject: | |
Þar sem ég á einhvern hlut að máli verð ég nú bara að segja að ég get ekki séð að maður hafi verið að drulla yfir neinn, maður verður bara að benda mönnum á að svona auglýsingar eru frekar slappar og lítill möguleiki á að selja nokkuð með þeim. En ef þetta hefur farið einhvað illa í þig Adler þá bið ég þig afsökunar ![]() |
Author: | 98.OKT [ Thu 24. Feb 2005 22:15 ] |
Post subject: | |
En jú, boxkeppni væri líka ágæt, enda hefur maður verið að boxa svolítið heima og úti á sjó ![]() |
Author: | saemi [ Thu 24. Feb 2005 22:17 ] |
Post subject: | |
Þó svo að ég hafi tekið þessa auglýsingu sem dæmi, þá er ég ekkert að tala um þessa auglýsingu í skrifunum fyrir ofan. Var bara að tala almennt. Ég ætla ekkert að vera að tjá mig um þessa tilteknu auglýsingu, hef ekki myndað mér neina skoðun á þessu, þetta fór alveg framhjá mér. Ég nenni aldrei að lesa svona lagað þegar þetta er komið út í vitleysu ![]() P.S. Thehe, já.. bjórkvöld og boxkeppni í lokin. That's a thought ![]() P.S. P.S verða mökkaður bara strax upp úr tólf og vera farinn heim áður en boxið hefst. Helst með Svezel og verða nikked og sjá hvað gerist ![]() |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |