Hehe Gunni - ég verð áttavilltur af að lesa póst þinn, hvert ertu að fara með þessum skrifum?
Leyfðu mér því að svara þeim, án þess að vera að egna til láta eða rifrildis!
Þú tekur sem dæmi samskipti þín af þátttakendum á BMW spjallborði, þ.á.m. bandarískum unglingum. Heldurðu að þessir einstaklingar bjóði gott þversnið af bandarísku þjóðfélagi?
gstuning wrote:
það verður seint talað um ameríkana sem gáfaða þjóð,,
Það virðist að þeir sem eru gáfaðir í USA eru aðflutt fólk frá öðrum löndum
Virðist? Ertu að vitna í eigin reynslu, fréttir, rannsóknir eða kannanir - eða eigin tilfinningu (og þá jafnvel BMW spjallborðið góða)?
Hvaða mælikvarði á þjóð er það hvort að hún sé "
gáfuð"? Hefur einhvern tímann verið reynt að birta tölur yfir meðal gáfnafar þjóðar? Gáfur einar og sér hafa ekkert að segja -
einungis hversu vel þær eru nýttar!
Væri ekki nær að hugsa um velgengni (breitt hugtak), eða jafnvel alheimsáhrif - og varla er hægt að neita því að Ameríka standi nokkur framarlega þar! (...og hér fæ ég klígju á sjálfum mér

)
gstuning wrote:
...Svo fá þeir allir shock þegar þeir fara í Háskóla ,, 1ár námið 100% erfiðara en í framhaldskóla...
Já - þessu lenti ég líka í. Alveg er ég sannfærður um að megnið af fólkinu hér gæti sagt þér svipaða sögu af sinni reynslu, þ.e.a.s. gífurlegum muni á kröfum og álagi milli menntaskóla og fyrsta ári í háskóla.
gstuning wrote:
Ég myndi segja að það er ekkert að einstaklingum í USA heldur það er stýring fjármagns sem ákveður hlutina í landinu
Stýring fjármagns? Varla ertu að tala um miðstýringu fjármagns - Norður Ameríka er vagga kapítalismans! Hér gilda sömu lögmál og í öllum öðrum löndum í heiminum - auðæfum fylgja völd! Money makes the world go 'round ...
Margt sem fram fer í Bandaríkjunum, og enn meira sem fram fer í nafni bandarísku ríkisstjórnarinnar, er hægt að gagnrýna. Eins og alla aðra gagnrýni er best að setja það fram á skýran og vel ígrundaðan máta - eitthvað sem oft vill vanta upp á þegar verið er að rausa um BNA.
Eru þessir frasar á borð við "Ameríkanar eru heimskir" og yfir í "Ameríka er uppspretta alls ills í heiminum" ekki orðnir full þreyttir?
<Captain America suit OFF>
...og núna þarf ég ekki að gera annað en að fara með útprentun af þessu innleggi mínu í ameríska innflytjendaeftirlitið - núna verður dvalarleyfið mitt pottþétt framlengt
