bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Fyrsta grein stjórnarskrárinnar
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=9160
Page 1 of 2

Author:  jonthor [ Wed 02. Feb 2005 13:35 ]
Post subject:  Fyrsta grein stjórnarskrárinnar

Hvað er eiginlega að gerast í landi frelsisins!

http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/fre ... id=1123196

Author:  bebecar [ Wed 02. Feb 2005 14:31 ]
Post subject:  Re: Fyrsta grein stjórnarskrárinnar

jonthor wrote:
Hvað er eiginlega að gerast í landi frelsisins!

http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/fre ... id=1123196


Land of the brave and home of the free :roll:

Author:  jonthor [ Wed 02. Feb 2005 14:56 ]
Post subject:  Re: Fyrsta grein stjórnarskrárinnar

bebecar wrote:
jonthor wrote:
Hvað er eiginlega að gerast í landi frelsisins!

http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/fre ... id=1123196


Land of the brave and home of the free :roll:


hehe einmitt!

Author:  gstuning [ Wed 02. Feb 2005 15:32 ]
Post subject: 

Það sem ameríkanar gera í sínu landi má vera þar,

það verður seint talað um ameríkana sem gáfaða þjóð,,

Það virðist að þeir sem eru gáfaðir í USA eru aðflutt fólk frá öðrum löndum

Ég hef skoðað mörg BMW spjöllin í USA og margir eru í High School á þeim tíma er þeir eru að dundast í E30 bílum fyrst

Hvernig þeir tala um erfiðleika námsins á efsta ári er ekkert nema fyndið,
í fyrsta virðast þessir strákar vera svona temmilega eðlilega gefnir
og samt er síðasta árið ekkert nema hangs og chill,,
Einn mætti ekki í síðasta prófið og skilaði engum verkefnum en smá spjall við kennarann leyddi til D einkunnar,.

Svo fá þeir allir shock þegar þeir fara í Háskóla ,, 1ár námið 100% erfiðara en í framhaldskóla en þar sem að þeir eru núna ekki að hangsa þá ná þeir í gegn
3-4 ár er svo mörgum sinnum erfiðara en fyrsta árið

Ég myndi segja að það er ekkert að einstaklingum í USA heldur það er stýring fjármagns sem ákveður hlutina í landinu ,
alveg frá hvaða lög eru ákveðin að ganga í gegn til hvað er sýnt í sjónvarpinu

Fyrir 11.Sept 2001 leit heimurinn þannig út fyrir könum að öll önnur lönd væru aukalönd frá bandaríkjunum,, ekki að þeirra land hefði verið eitt það síðasta til að vestræn menning settist að í

Margir héldu að Evrópa væri í alvöru land

Author:  jth [ Wed 02. Feb 2005 16:48 ]
Post subject: 

Hehe Gunni - ég verð áttavilltur af að lesa póst þinn, hvert ertu að fara með þessum skrifum? :lol:
Leyfðu mér því að svara þeim, án þess að vera að egna til láta eða rifrildis!

Þú tekur sem dæmi samskipti þín af þátttakendum á BMW spjallborði, þ.á.m. bandarískum unglingum. Heldurðu að þessir einstaklingar bjóði gott þversnið af bandarísku þjóðfélagi?

gstuning wrote:
það verður seint talað um ameríkana sem gáfaða þjóð,,

Það virðist að þeir sem eru gáfaðir í USA eru aðflutt fólk frá öðrum löndum

Virðist? Ertu að vitna í eigin reynslu, fréttir, rannsóknir eða kannanir - eða eigin tilfinningu (og þá jafnvel BMW spjallborðið góða)?

Hvaða mælikvarði á þjóð er það hvort að hún sé "gáfuð"? Hefur einhvern tímann verið reynt að birta tölur yfir meðal gáfnafar þjóðar? Gáfur einar og sér hafa ekkert að segja - einungis hversu vel þær eru nýttar!

Væri ekki nær að hugsa um velgengni (breitt hugtak), eða jafnvel alheimsáhrif - og varla er hægt að neita því að Ameríka standi nokkur framarlega þar! (...og hér fæ ég klígju á sjálfum mér ;) )

gstuning wrote:
...Svo fá þeir allir shock þegar þeir fara í Háskóla ,, 1ár námið 100% erfiðara en í framhaldskóla...

Já - þessu lenti ég líka í. Alveg er ég sannfærður um að megnið af fólkinu hér gæti sagt þér svipaða sögu af sinni reynslu, þ.e.a.s. gífurlegum muni á kröfum og álagi milli menntaskóla og fyrsta ári í háskóla.

gstuning wrote:
Ég myndi segja að það er ekkert að einstaklingum í USA heldur það er stýring fjármagns sem ákveður hlutina í landinu

Stýring fjármagns? Varla ertu að tala um miðstýringu fjármagns - Norður Ameríka er vagga kapítalismans! Hér gilda sömu lögmál og í öllum öðrum löndum í heiminum - auðæfum fylgja völd! Money makes the world go 'round ...

Margt sem fram fer í Bandaríkjunum, og enn meira sem fram fer í nafni bandarísku ríkisstjórnarinnar, er hægt að gagnrýna. Eins og alla aðra gagnrýni er best að setja það fram á skýran og vel ígrundaðan máta - eitthvað sem oft vill vanta upp á þegar verið er að rausa um BNA.

Eru þessir frasar á borð við "Ameríkanar eru heimskir" og yfir í "Ameríka er uppspretta alls ills í heiminum" ekki orðnir full þreyttir? :lol:
<Captain America suit OFF>

...og núna þarf ég ekki að gera annað en að fara með útprentun af þessu innleggi mínu í ameríska innflytjendaeftirlitið - núna verður dvalarleyfið mitt pottþétt framlengt ;)

Author:  Haffi [ Wed 02. Feb 2005 16:55 ]
Post subject: 

:lol: :lol: :lol:

Author:  oskard [ Wed 02. Feb 2005 17:05 ]
Post subject: 

tjah náði bush ekki endurkjöri ?

Author:  bebecar [ Wed 02. Feb 2005 17:15 ]
Post subject: 

oskard wrote:
tjah náði bush ekki endurkjöri ?

Jújú - hann er bara ekki eins vitlaust og margir halda... kannski seinheppinn og auðvitað "born again christian", en það er akkúrat þessvegna sem hann náði kjöri. Bandaríkjamenn eru lang flestir mjög trúaðir og Bush er sérlega lagin við að koma að "duldum" tilvísunum í biblíuna sem trúaða fólkið tekur eftir, en við hin venjulegu tökum ekkert eftir - það er snilld!

Ég er nú ekki mikill kana karl, EN Bandaríkin hafa verið mesta iðnaðarveldi heims í 150 ár og það er ekki að ástæðulausu. Svo má auðvitað benda á það að flestir ameríkanar eru "útlendingar" eða innflytjendur. Indíána greyin eru einu frumbyggjarnir.

Author:  bjahja [ Wed 02. Feb 2005 18:45 ]
Post subject: 

Það er ekki hægt að neita því að BNA er mikið iðnaðarríki og hefur verið hálf ríkjandi í heiminum um nokkurn tíma. En eins og gerist oft þegar þjóð/fólk fær of mikil völd þá fer allt út í öfgar. BNA hefur hinsvegar tekist að láta fasisman sem ríkir þar vera áberandi í augum almennings.
Hinsvegar eru BNA farinn að svipa til sovétríkjanna sem voru og hétu, það er svo mikið af hlutum sem er ekki leift þar vegna pólitiskra hagsmuna. Myndir eru stöðvaðar í dreifingu, lög eru ekki spiluð í útvarpi og blaðagreinar ekki birtar. Sérstaklega eftir 9/11 þá hefur þvílík vanvirðing við persóufrelsi og málfrelsi verið gífurleg.
Það sem fer hinsvegar mest í taugarnar á mér er þessi stefna hjá BNA að leggja undir sig heiminn og það stefnir allt í það að við verðum fysta landið sem þeir leggja undir sig (eru búnir að leggja undir sig?!)
Að halda því fram að bandaríska þjóðin sé heimsk eða gáfuð er vitleysa. Að sjálfsögðu eru ekki allir í bandaríkjunum heimskir og öfgarnar ná í báðar áttir. Það er fullt af fólki sem er fluggáfað þar og líka fullt af fólki sem er vitlausara en allt. Hinsvegar sína staðreyndir og kannanir að 23 milljón Bandaríkjamenn eru ólæsir (17 ára+) og 40-44 milljónir á mörku ólæsis. Þetta getur varla verið góð tölfræði fyrir þjóð sem á að vera leiðandi í heiminum. Meðal grunnvitneskja bandaríkjamann um hversdagslega hluti og restina af heiminum er í algjöru lágmarki. Ég hitt bandaríska 18ára stelpu í frakklandi þarsíðasta sumar og við fórum að tala um hvert ég hafði ferðast. Ég sagði henni að ég hefði komið til Kína og þá sagði hún, já kína það er við hliðina á Íslandi er það ekki! ég var búinn að útskýra fyrir henni hvar íslandi væri af því að sjálfsögðu hafði hún aldrei heyrt um það ( ekki einusinni að "iceland is green but greenland is full of ice")

Svo við snúum okkur að námi í BNA þá myndi ég persóunlega aldrei fara til BNA að læra hluti sem ég tæki alvarlega og ætlaði að leggja fyrir mig. Jafnvel í virtustu skólum BNA er snýst allt um peninga og hægt er að borga fyrir alla þá menntun sem þú þarft. það sem ég er að segja á að sjálfsögðu ekki um allt og alla en hinsvegar eru þetta staðreyndir.

Bandaríkjamenn eru líka svo einstaklega ánægðir með sjálfa sig og allt sem þeir gera. Nýlega kom fram könnun um að meirihluti evrópubúa þættu bandaríkjamenn heimskir og í þætti sem ég sá á CNN kom fram fulltrúi ríkjandi stjórnunar og hún fór að tala um hversu mikil öfund ríkir í evrópu gegn bandaríkjunum. Það eru svona hlutir sem fara í taugarnar á mér.

Ég þoli ekki bandarísku þjóðina sem heild, hef nákvælmega ekkert á móti einstaklingum innan bandaríkjana og þekki alveg slatta af mjög fínum könum. En stjórnina og þjóðina í heild þoli ég ekki :wink:

Ég er ekki að reyna að pirra neinn og þetta er að sjálfsögðu bara mitt persónulega álit :D

P.s ég ætla ekki einusinni að byrja að tala um byssueign og þess háttar ;) :lol:

Author:  Joolli [ Wed 02. Feb 2005 20:34 ]
Post subject: 

Ég sá frábæra myndi fyrir stuttu þar sem tveir bandaríkjamenn sem eru algjörir SNILLINGAR í gera grín að heimalandi sínu gera það enn og aftur með stæl. Skemmtilegt quote úr þeirri mynd:
Quote:
"America, FUCK YEAH!
Coming again, to save the mother fucking day yeah,
America, FUCK YEAH!
Freedom is the only way yeah,
Terrorist your game is through cause now you have to answer too,
America, FUCK YEAH!
So lick my butt, and suck on my balls,
America, FUCK YEAH!"

Þetta er úr myndinni Team America.
Svo hlítur það að lýsa ákveðinni heimsku að endurkjósa forseta, sem er búinn að skíta á sig í embættinu, bara út af trúarlegum ástæðum. Sérstaklega þar sem allir eiga að geta stundað sína trú óáreitt og þar sem stjórnvöld og trú eiga að vera algjörlega aðskilin. Í einhverri könnun kom fram að Bush fékk stóran hluta kjósenda sinna, í seinustu kostningum, út af skoðunum sínum á hjónabandi samkynhneigða og eins og flestir vita þá er stór hluti bandaríkjamanna mjög fordómafullir, sérstaklega í suðurríkjunum. Þetta hjálpaði honum mjög mikið og sumir segja að þetta hafi verið það sem kom Bush til sigurs í kostningunum.

Einnig átti ég mjög athyglisverðar samræður við par sem býr í Bandaríkjunum og er í skóla þar. Strákurinn er bandaríkjamaður og stelpan er íslensk. Stelpan var í framhaldsskóla hérna heima og var með lala einkunnir, á milli 4-6. Úti er hún með "Straight A's" eins og þeir segja. Svo staðfesti hún og kærastinn hennar að þessi venjulegi bandaríkjamaður veit ekkert hvað er að gerast í kringum sig. Hann veit í mesta lagi hvað næstu bæjir við heita og hann hafa engan áhuga á að fara neitt útfyrir landsmörkin. Þeir vissulega hugsa um sitt land sem miðpunkt veraldar. Þegar ég heyrði fólk tala um hvað bandaríkjamenn væru heimskir þá tók ég það ekki sem sannleika heldur miklar ýkjur og stóran skáldskap en það lítur út fyrir að þetta sé nokkuð nákvæm lýsing á þjóðinni í heild, eða allavega á því fólki sem býr á sama stað og þetta par. :wink:

Author:  sindrib [ Thu 03. Feb 2005 03:18 ]
Post subject: 

mér finnst nú bandaríkin farin að minna óþægilega mikið á þýskaland í seinni heimstyrjöld, með heiminn á móti sér og valta yfir allt sem er ekki sömu skoðunar og þeir, sjáiði bara norður kóreu sem að Bush kallaði "öxulveldi hins illa" af því að þeir eru ennþá kommúnista ríki, sem að bandaríkin eru búinn að banna. Þess vegna seigja þeir að það ríki sé ekki frjálst, þannig að ég spái því að þeir ráðist þangað inn næst svo þeir geti sett upp Burger king og gert hyundai að Chevrolet

Author:  jonthor [ Thu 03. Feb 2005 08:46 ]
Post subject: 

WoW (pun intended) I unleashed a Lion.

Þó ég sé ósammála utanríkisstefnu Bush og sé ekki hrifinn af honum almennt þá má ekki gleyma því grundvöllurinn að Bandaríkjunum er Frelsi, hence fyrsta grein stjórnarskrárinnar. Það var nú þess vegna sem ég skrifaði þetta, því þó að frelsi hafi verið takmarkað eftir 11. sept þá eiga mörg önnur lönd langt í land með það frelsi sem ríkir í USA. Það er frightening að ástandið sé eins og lýst er í greininni og það var það sem ég var að benda á. Greinin lýsir mikilli vanþekkingu stúdenta á þeim grundvelli sem USA stendur.

Varðandi nám í USA. Það er hreinlega rangt að niðurlægja það. Fyrir 20-30 árum voru Þjóðverjar og Frakkar með bestu verkfræðimenntun í heiminum. Skólar í Englandi voru með þeim virtustu í heiminum. Þetta er allt breytt í dag. Vegna aukinnar aðsóknar og þeirrar staðreyndar að nemendur taka engan þá í að greiða sitt nám, fór menntakerfið hreinlega á hausinn. Skólar eins og Oxford eru fjársveltir og löngu hættir að geta verið samkeppnishæfir. Í dag er mjög oft bestu menntunina að sækja til Bandaríkjanna (augljóslega mism. eftir því hvaða greinar þetta eru). Það er hægt að taka alls konar dæmi um lélega skóla og hvað þeir séu léttir í USA. Nákvæmlega sömu dæmi er hægt að taka hér.

Vinkona mín er að læra í M.I.T. sem er talinn besti verkfræðiskóli heims. Það er ekkert grín að læra þar, annað hvort átt þú nánast ekkert líf, eða getur bara hætt!

Það er heil umræða í viðbót hvort að eigi að leifa skólagjöld eða ekki og hvort það þýði að bara ríka fólkið fái góða menntun eða ekki. Staðreyndin er hins vegar sú að Bandaríkin tóku fram úr evrópu í að bjóða upp á góða menntun og þróunin er öll í þá átt ennþá.

Author:  gstuning [ Thu 03. Feb 2005 17:17 ]
Post subject: 

Ég byggði mín skrif að mestu frá 60minutes þáttum sem þegar þeir fjalla um sitt eigið land

í fyrsta lagi er Bush bara front man fyrir Repuplicana í USA,
Kosningar í USA eru ekki unnar á grundvelli hæfileika eða gæða frambjóðenda,, heldur markaðsettningu á frambjóðendanum og að rakka hinn frambjóðendann,, sem var mjög bersýnilegt í þessum kosningum

Hérna er quote frá einum kana sem er í hernum,,
"I had never ever seen such amount of idiocy before I joined the military,
The 'US Navy is the biggest group of morons I have ever seen and HAD to work with"

Ef það hefði verið gáfaðir kanar í írak haldiði að þeir hefðu verið að berja írakanna uppúr þurru? Nei varla, þeir hefðu gert sér grein fyrir því hvers vegna ameríkana eru í írak (allaveganna sú ástæða sem BNA stjórnin segir öllum)

Kapítalismi, Sósílismi, Kommúnisti ekkert ef þessu eru besta leiðin fyrir þjóðir,,

BNA eru missa sæti sitt sem voldugasta þjóðin, virðing fyrir þeim fer alltaf minnkandi og það er bersýnilegt

Author:  IceDev [ Thu 03. Feb 2005 18:26 ]
Post subject: 

Þess má til gamans geta að þeir sem ákveða að fara í herinn eru yfirleitt fólk sem eru í "the lower class"

Þar fá þeir háskólamenntun og svoleiðis borgað fyrir að fara í herinn


Þannig að herinn í USA er langt frá því að vera "þeir bestu sem þjóðin hefur að bjóða" og veldur það oft sköndulum

Author:  gdawg [ Thu 03. Feb 2005 18:38 ]
Post subject: 

Þar sem farið er að tala um herinn líka ber að líta á að hermenn eru þjálfaðir til þess að drepa og byggir sú þjálfun mikið til á því að etja á hatri. Þar af leiðandi þarf engum að koma á óvart það sem gerðist í fangabúðunum í Írak, eins hræðilegt og það var/er.

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/