saemi wrote:
Heimilisfang skráð á kortanotenda (í USA er alltaf skráð heimilisfang á kortaeigendann, getur verið mjög erfitt að eiga við þá út af þessu)
Vinir og ættingjar mínir eru búnir að panta ógrynni á netinu og hafa látið senda það heim til mín - borga það með eigin kreditkortum með góðum árangri!
Ein góð lausn á þessu kreditkortavandamáli er að
hafa samband við kreditkortastofnunina (Europay, banka etc) heima á Íslandi og biðja þá um að redda þessu. Það sem þeir gera ( ef ég hef skilið þá rétt ) er að bæta heimilisfanginu í útlöndum við lista yfir heimilisföng þar sem korthafi hefur aðsetur.
Þetta gæti verið erfitt þegar verið er að panta á hótel og aðra illa skilgreinda áfangastaði, en ætti að skotganga ef verið er að senda til einstaklinga með fast heimili úti eða flutningsaðila eins og Shopusa.
Önnur lausn, örlítið loðnari, er að fylla út heimilisfang korthafa rétt en breyta svo ríki/fylki (state) og póstnúmeri (zipcode). Þetta er skussa aðferð - en hún hefur virkað
Vonandi hjálpar þetta - go nuts
