bimmer wrote:
Fart, farðu niður í Miðbæjarradíó og verslaðu þér millistykki/spennubreyti sem breytir 12v yfir í 220v. Fékk mér svoleiðis sjálfur og nota til að hlaða myndavélar og lappa, virkar fínt og kostaði að því er mig minnir undir 5000 kall.
Og fyrst að verið er að ræða um kamerufestingar þá verslaði ég mér svona í sumar:
http://www.stickypod.com/Brilljant festing fyrir myndavél, getur smellt þessu næstum hvar sem er á bílinn. Tók slatta af video með þessu í haust, þarf að finna tíma til að klippa saman og pósta.
hvað kostaði græjan?
En svo með bumper camið til að gera það ódýrt þá ætlum við bara að smíða sterkann plexygler kassa sem festist á númeraplötufestingarnar og setja bara eina ekki of díra myndavél þar ofaní.
en endilega komið með allar hugmyndir sem þið hafið af sona bílamyndavéla festingum og dóti.. toppfilm er nebblega að vonna að litlu projecti sem gæti orðið soltið stórt og sniðugt
