bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Nýskráning bíla og árgerð https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=8616 |
Page 1 of 1 |
Author: | Bjarki [ Mon 20. Dec 2004 10:57 ] |
Post subject: | Nýskráning bíla og árgerð |
Alltaf að rekast á þetta hversu oft bílar eru nýskráðir löngu eftir að þeir koma af færibandinu. Hef bara séð þetta á bílum sem eru innfluttir nýjir hérna á Íslandi. Það er því mikilvægt að tékka hvenær bíllinn kom af færibandinu því það segir til um árgerð og aldur, ekki nýskráningardagur. Í þýskalandi hef ég aldrei séð lengri tíma en einn mánuð frá nýskráningarmánuði og framleiðslumánuði og skýringin á því er klárlega sú að bíllinn er framleiddur í lok mánaðar og kemur í skráningu í byrjun nýs mánaðar. |
Author: | Jökull [ Mon 20. Dec 2004 11:03 ] |
Post subject: | |
Ég hef einmitt tekið eftir þessu þar sem ég er að vinna, að við erum enn að fá bíla sem komu til landsins í mars,apríl ![]() ![]() |
Author: | iar [ Mon 20. Dec 2004 11:25 ] |
Post subject: | |
Gott dæmi var græni E46 328i bíllinn sem B&L var að selja sem 2000 árgerð en sá var framleiddur sumarið 1998 skv. VIN númeri. Þeir staðfestu þetta þegar ég spurði út í þetta og muldruðu eitthvað um eftirársbíl... ![]() Almenna reglan hér virðist þó vera að ef bíll er framleiddur ár X þá er árgerðin sögð X+1. Þetta er auðvitað frekar fáránlegt en hefur etv. byrjað með misskilningi á hvenær framleiðsluárið hjá bílaframleiðendum er. Oft byrjar framleiðsluárið hjá bílaframleiðendum í september og því koma inn breytingar á módelum og svona inn um það leitið. Þetta býður bara upp á brask og vitleysu að mínu mati. Framleiðslumánuður bílsins finnst mér mun betra að miða við. |
Author: | sindrib [ Tue 21. Dec 2004 00:00 ] |
Post subject: | |
gamli Turbo Coltinn sem ég átti var árg '87 en kom á götuna eh tíma í júní '89? og lika varahluta bíllinn. soldið furðu legt, það kom meira seigja ný týpa árið '88 |
Author: | fart [ Tue 21. Dec 2004 08:12 ] |
Post subject: | |
Þessir coltar voru eftirársbílar. Umboðin taka oft svona inn, kaupa bíla sem standa óseldir í höfninni í Rotterdam. Ingvar Helga hefur tekið svona bíla inn í gegnum tíðina. T.d. SVX Subaru, 300ZX ofl. |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |