bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Farið varlega í varahlutunum! https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=7808 |
Page 1 of 1 |
Author: | saemi [ Fri 15. Oct 2004 20:46 ] |
Post subject: | Farið varlega í varahlutunum! |
http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1107324 Spindilkúla skaust í gegnum rúðu og 15 metra út á götu Í gær var mikil mildi að ekki varð stórslys á Vopnafirði þegar spindilkúla fór úr stæði sínu og flaug í gegnum rúðu á bílaverkstæði um 15 metra út á götu. Þegar Örvar Sveinsson, bifvélavirki á Bílum og Vélum, ætlaði að losa spindilkúlu á sendibíl stóð hún föst. Var honum ráðlagat af reyndum manni að hita draslið aðeins og þá lægi þetta allt laflaust. Þetta gerði hann og síðan sló hann á spindilinn með hamri og viti menn, hvað við mikil sprenging og spindilkúlan skaust niður í gólf lyftunnar sem bíllinn stóð á og flaug síðan í gegnum rúðuna á verkstæðinu eina 15 metra út á götu. Fram kemur á vopnafjordur.is að ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum hefði kúlan farið í átt að Örvari eða öðum sem á verkstæðinu voru, þvílíkur var krafturinn á kúlunni þegar hún fór. Töldu menn að þegar Örvar hitaði kúluna hafi myndast þrýstingur á bakvið og valdið sprengingunni. |
Author: | bebecar [ Fri 15. Oct 2004 20:50 ] |
Post subject: | Re: Farið varlega í varahlutunum! |
saemi wrote: http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1107324 Spindilkúla skaust í gegnum rúðu og 15 metra út á götu Í gær var mikil mildi að ekki varð stórslys á Vopnafirði þegar spindilkúla fór úr stæði sínu og flaug í gegnum rúðu á bílaverkstæði um 15 metra út á götu. Þegar Örvar Sveinsson, bifvélavirki á Bílum og Vélum, ætlaði að losa spindilkúlu á sendibíl stóð hún föst. Var honum ráðlagat af reyndum manni að hita draslið aðeins og þá lægi þetta allt laflaust. Þetta gerði hann og síðan sló hann á spindilinn með hamri og viti menn, hvað við mikil sprenging og spindilkúlan skaust niður í gólf lyftunnar sem bíllinn stóð á og flaug síðan í gegnum rúðuna á verkstæðinu eina 15 metra út á götu. Fram kemur á vopnafjordur.is að ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum hefði kúlan farið í átt að Örvari eða öðum sem á verkstæðinu voru, þvílíkur var krafturinn á kúlunni þegar hún fór. Töldu menn að þegar Örvar hitaði kúluna hafi myndast þrýstingur á bakvið og valdið sprengingunni. ![]() ![]() ![]() |
Author: | jens [ Fri 15. Oct 2004 20:52 ] |
Post subject: | |
Shit... eins gott að fara varlega þegar maður hitar svona drasl. |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |